2865 - Um Tromparann og stjórnmál í USA

Sagt er að afi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafi verið rekinn úr landi vegna þess að hann hafi reynt að koma sér undan herskyldu. Sennilega er þetta eins og hver önnur „fake-news“ enda höfð eftir CNN. Trump virðist halda að enn á ný sé hægt í Bandaríkjunum að veifa rasistaspjaldinu og með því fá nægilega mörg atkvæði til þess að vera áfram við völd. Svo er þó ekki. Sú stefna sem kennd er við Skandinavíu er komin til Ameríku. Ekki er hægt fyrir hann að búast við því að kvenfyrirlitning hans og rasismi fleyti honum áfram í næstu kosningum.

Ofanritaða klausu setti ég á fésbókina og ekki stóð á viðbrögðunum. Siggi Grétars var mér sammála að þessu sinni eins og oft áður, en ekki átti ég von á að sá maður taki upp hanskann fyrir Trump, sem það gerði. Margt og mikið gæti ég skrifað um Trump en mér finnst hann ekki vera þess virði. Þeir eru til, jafvel hér á Íslandi, sem lepja allt upp sem stuðingsmenn hans í USA og hann sjálfur halda fram. En ekki hann ég.

Oft hef ég skrifað um stjórnmál og jafnvel um Trump Bandaríkjaforseta. Undarlegur er sá misskilingur margra að Sjálfstæðisflokkurinn eigi margt að sækja til Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Sem best gætu þeir stutt Demókrataflokkinn þar og verið samt eins hægri sinnaðir og þeim sýnist. Öfgasinnaðir hægri menn, eins og t.d. Davíð Oddsson hafa átt sér skjól og griðastað lengi í sjálfstæðisflokknum, en eru nú hugsanlega á förum þaðan. Þeir sem ekki gera sér grein fyrir hve gagntæk sú bylting er sem kennd er við samfélagsmiðla og metoo-byltinguna, verða bara að bíta í það súra epli að vera orðnir úreltir. Lítill vafi er t.d. á því að Doddsson er kominn langt framyfir síðasta söludag.

Oft hefur það verið sagt um þá sem blogga eða skrifa í samfélagsmiðla, að þeir sjáist ekki fyrir í málflutningi sínum. Sumir eru greinilega orðljótari en aðrir. Samt hef ég hingað til ekki álitið mig vera orðljótari en þörf er á. Vissulega er oft þörf á gætni í orðavali. En líka getur verið hættulegt að forðast um of að styggja þá sem styggja þarf.

Því er ekki hægt að neita að með gjörðum sínum hefur Trump Bandaríkjaforseti gengið gegn stjórnkerfinu, en hann hefur líka gengið gegn öllu velsæmi. Samt þykist hann stundum vera voðalega forsetalegur, hátíðlegur og reffilegur. Einkum virðist það vera gert til að auka trú pöpulsins í Bandaríkjunum á að Kanverjar séu Guðs útvalda þjóð. Hugsanlega breytist þetta, en ég er hræddur um að það gerist mjög hægt og taki langan tíma. Óvinsældir Trumps utan Bandaríkjanna eru miklar, en meðan hann nýtur stuðnings Repúblikanaflokksins í USA er honum óhætt. A.m.k. fram að næstu kosningum þar.

Þetta blogg snýst að mestu leyti um Tromparann og við því er lítið að gera. Ég hugsa bara svona. Uppáhalds pistlahöfundur minn í Fréttablaðinu um þessar mundir er Guðmundur Steingrímsson. Mér er alveg sama í hvaða flokki hann er núna. Ef hann byði sig fram get ég vel trúað að ég mundi kjósa hann. Síðast kaus ég Píratana og ekki held ég að hann sé á leiðinni þangað.

IMG 6825Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 11:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Steingrímsson yrði flottur ráðherra í næstu ríkisstjórn. cool

Samkvæmt skoðanakönnunum er ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kolfallin og langlíklegast að sömu flokkar og nú eru í meirihluta borgarstjórnar myndi næstu ríkisstjórn. cool


Skoðanakönnun MMR 14.6.2019:

Sjálf­stæðis­flokkurinn 22,1% en 21,5% í síðustu könn­un,

Píratar 14,4% (14,0%),

Sam­fylk­ing­in 14,4% (12,5%),

Vinstri grænir 11,3% (14,1%),

Miðflokkurinn 10,6% (10,8%),

Viðreisn­ 9,5% (8,3%),

Fram­sókn­ar­flokkurinn 7,7% (9,7%),

Sósí­al­ista­flokkurinn 4,4% (3,4%),

Flokkur fólks­ins 4,2% (4,2%),

aðrir flokkar samanlagt 1,3%.

Samkvæmt þessari skoðanakönnun fengju Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins ekki mann kjörinn á Alþingi.

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, ekki einu sinni Flokkur fólksins. cool

Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 12:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið minna í hundrað ára sögu flokksins. cool

Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 12:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016. cool

Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 12:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns." cool

Jón Valur Jensson, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 13:00

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Steini. Síðasta athugasemdin finnst mér athyglisverðust. Eru virkilega ekki nema 15 sem líta á Jón Val Jensson sem leiðtoga lifs síns.

Gísli í Ási fékk þó yfir 800 atkvæði þegar hann bauð sig fram til borgarstjórnar, sællar minningar.

Sæmundur Bjarnason, 17.7.2019 kl. 16:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karlinn var eitthvað að gapa um lærisveina Jesú í þessu samhengi. cool

Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 16:18

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auðvitað er það enginn rasismi að segja aðkomumanni geðvonskulega að hypja sig, sé hann óánægður með landið sem hann kom til. En Trump vissi auðvitað að þetta yrðu viðbrögðin og fyrir vikið hefur hann styrkt stöðu sína meðal kjósenda. Flóknara er það nú ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2019 kl. 19:49

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Siglaugsson. Viðsjár eru meiri nú en oftast á milli flokka í USA. Kenna má Trump um það. Bandaríkjamenn eru næstum allir íhaldssamari en Evrópubúar. Stríðið milli Trump og "pressunnar" er harðara núna en verið hefur. Hvort þessi læti í honum koma sér illa fyrir "valda-elítuna" á eftir að koma í ljós. 

Sæmundur Bjarnason, 18.7.2019 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband