17.7.2019 | 08:54
2865 - Um Tromparann og stjórnmál í USA
Sagt er að afi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafi verið rekinn úr landi vegna þess að hann hafi reynt að koma sér undan herskyldu. Sennilega er þetta eins og hver önnur fake-news enda höfð eftir CNN. Trump virðist halda að enn á ný sé hægt í Bandaríkjunum að veifa rasistaspjaldinu og með því fá nægilega mörg atkvæði til þess að vera áfram við völd. Svo er þó ekki. Sú stefna sem kennd er við Skandinavíu er komin til Ameríku. Ekki er hægt fyrir hann að búast við því að kvenfyrirlitning hans og rasismi fleyti honum áfram í næstu kosningum.
Ofanritaða klausu setti ég á fésbókina og ekki stóð á viðbrögðunum. Siggi Grétars var mér sammála að þessu sinni eins og oft áður, en ekki átti ég von á að sá maður taki upp hanskann fyrir Trump, sem það gerði. Margt og mikið gæti ég skrifað um Trump en mér finnst hann ekki vera þess virði. Þeir eru til, jafvel hér á Íslandi, sem lepja allt upp sem stuðingsmenn hans í USA og hann sjálfur halda fram. En ekki hann ég.
Oft hef ég skrifað um stjórnmál og jafnvel um Trump Bandaríkjaforseta. Undarlegur er sá misskilingur margra að Sjálfstæðisflokkurinn eigi margt að sækja til Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Sem best gætu þeir stutt Demókrataflokkinn þar og verið samt eins hægri sinnaðir og þeim sýnist. Öfgasinnaðir hægri menn, eins og t.d. Davíð Oddsson hafa átt sér skjól og griðastað lengi í sjálfstæðisflokknum, en eru nú hugsanlega á förum þaðan. Þeir sem ekki gera sér grein fyrir hve gagntæk sú bylting er sem kennd er við samfélagsmiðla og metoo-byltinguna, verða bara að bíta í það súra epli að vera orðnir úreltir. Lítill vafi er t.d. á því að Doddsson er kominn langt framyfir síðasta söludag.
Oft hefur það verið sagt um þá sem blogga eða skrifa í samfélagsmiðla, að þeir sjáist ekki fyrir í málflutningi sínum. Sumir eru greinilega orðljótari en aðrir. Samt hef ég hingað til ekki álitið mig vera orðljótari en þörf er á. Vissulega er oft þörf á gætni í orðavali. En líka getur verið hættulegt að forðast um of að styggja þá sem styggja þarf.
Því er ekki hægt að neita að með gjörðum sínum hefur Trump Bandaríkjaforseti gengið gegn stjórnkerfinu, en hann hefur líka gengið gegn öllu velsæmi. Samt þykist hann stundum vera voðalega forsetalegur, hátíðlegur og reffilegur. Einkum virðist það vera gert til að auka trú pöpulsins í Bandaríkjunum á að Kanverjar séu Guðs útvalda þjóð. Hugsanlega breytist þetta, en ég er hræddur um að það gerist mjög hægt og taki langan tíma. Óvinsældir Trumps utan Bandaríkjanna eru miklar, en meðan hann nýtur stuðnings Repúblikanaflokksins í USA er honum óhætt. A.m.k. fram að næstu kosningum þar.
Þetta blogg snýst að mestu leyti um Tromparann og við því er lítið að gera. Ég hugsa bara svona. Uppáhalds pistlahöfundur minn í Fréttablaðinu um þessar mundir er Guðmundur Steingrímsson. Mér er alveg sama í hvaða flokki hann er núna. Ef hann byði sig fram get ég vel trúað að ég mundi kjósa hann. Síðast kaus ég Píratana og ekki held ég að hann sé á leiðinni þangað.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 11:23
Guðmundur Steingrímsson yrði flottur ráðherra í næstu ríkisstjórn.
Samkvæmt skoðanakönnunum er ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kolfallin og langlíklegast að sömu flokkar og nú eru í meirihluta borgarstjórnar myndi næstu ríkisstjórn.
Skoðanakönnun MMR 14.6.2019:
Sjálfstæðisflokkurinn 22,1% en 21,5% í síðustu könnun,
Píratar 14,4% (14,0%),
Samfylkingin 14,4% (12,5%),
Vinstri grænir 11,3% (14,1%),
Miðflokkurinn 10,6% (10,8%),
Viðreisn 9,5% (8,3%),
Framsóknarflokkurinn 7,7% (9,7%),
Sósíalistaflokkurinn 4,4% (3,4%),
Flokkur fólksins 4,2% (4,2%),
aðrir flokkar samanlagt 1,3%.
Samkvæmt þessari skoðanakönnun fengju Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins ekki mann kjörinn á Alþingi.
Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, ekki einu sinni Flokkur fólksins.
Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 12:51
Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið minna í hundrað ára sögu flokksins.
Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 12:54
Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016.
Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 12:58
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 13:00
Takk Steini. Síðasta athugasemdin finnst mér athyglisverðust. Eru virkilega ekki nema 15 sem líta á Jón Val Jensson sem leiðtoga lifs síns.
Gísli í Ási fékk þó yfir 800 atkvæði þegar hann bauð sig fram til borgarstjórnar, sællar minningar.
Sæmundur Bjarnason, 17.7.2019 kl. 16:11
Karlinn var eitthvað að gapa um lærisveina Jesú í þessu samhengi.
Þorsteinn Briem, 17.7.2019 kl. 16:18
Auðvitað er það enginn rasismi að segja aðkomumanni geðvonskulega að hypja sig, sé hann óánægður með landið sem hann kom til. En Trump vissi auðvitað að þetta yrðu viðbrögðin og fyrir vikið hefur hann styrkt stöðu sína meðal kjósenda. Flóknara er það nú ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2019 kl. 19:49
Siglaugsson. Viðsjár eru meiri nú en oftast á milli flokka í USA. Kenna má Trump um það. Bandaríkjamenn eru næstum allir íhaldssamari en Evrópubúar. Stríðið milli Trump og "pressunnar" er harðara núna en verið hefur. Hvort þessi læti í honum koma sér illa fyrir "valda-elítuna" á eftir að koma í ljós.
Sæmundur Bjarnason, 18.7.2019 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.