8.4.2019 | 16:48
2847 - Skúli og Dónald
Ef í það færi gæti ég svosem sagt ýmislegt um þá fóstbræður Donald Trump og Skúla Mogensen, en það er ýmislegt annað en fréttir dagsins og pólitík, sem mér liggur á hjarta. Hversvegna skyldi ég líka vera að fjölyrða um þessa menn. Nóg er nú skrifað um þá samt. Mér er alveg sama þó það að skrifa ekki um þessa gæja verði til þess að færri lesi þetta blogg en annars mundu gera það. Það er svo margt annað sem er vel þess virði að skrifa um.
Til dæmis gæti ég skrifað um sjálfan mig. Ekki held ég að það yrði til vinsælda fallið. Þessvegna gæti mér einmitt dottið það í hug. Nú er ég nýkominn úr alllangri gönguferð. Þar notað ég appið fitbit en auðvitað trúi ég því mátulega. Eru applausir menn einskis virði? Eftir auglýsingum að dæma frá strætó var ákveðið að hafa ókeypis í strætó í dag vegna mögulegs svifryks. Þó þurftu menn að hafa svokallað strætóapp til þess að geta notið þessa. Öpp eru að verða valdameiri í þessu þjóðfélagi en ríkisstjórnin sjálf, eins misheppnuð og hún er nú. Samt er þetta eiginlega ómerkilegasti hlutur í heimi. Ég kann að vísu ekki mikið á þetta en skilst að ekki séu öll öpp eins. Einu sinni var þetta kallað forrit. Símarnir hafa sennilega heimtað að þetta væri kallað app eða öpp, sem líklega er fleirtölumyndin. Vitanlega væri hreinlegra að hafa þetta eins og á enskunni og setja bara auka s aftan við í stað þess að breyta um fyrsta staf.
Apropos íslesnska vs. enska. Þar gæti ég malað endalaust, enda orðinn nógu gamall til þess. Næstum allir skilja þetta vs, því það er enska og stendur fyrir versus. Það skilja náttúrulega allir. Hins vegar held ég að apropos sé latína eða gríska. Hlandforin enska tekur sennilega þakklát við þessu orði enda eiga flestir orðstofnar greiða leið þangað. Stafsetningin þar er hinsvegar ekki á allra varaforseta færi. Hún er jafnvel flóknari en samsvarandi fyrirbrigði á íslensku.
Sennilega er þetta að verða persónulegt heimsmet hjá mér, a.m.k. Íslands- eða Moggabloggsmet; að minnast hvorki á Trump eða fésbókina. Ýmislegt mætti þó skrifa um. Einsog t.d. Vestmannaeyjaferjuna. Ég er samt ekki Vestmannaeyingur, svo mér þykir þetta næstum því fyndið að Pólverjar skuli ætla að halda skipinu endalaust. Líka mætti skrifa um Orkupakka nr. 3, sem allir virðast vera hræddir við nema Gulli Þórðar. Jafnvel myglu eða Reykjavíkurskákmótið.
Samt er það nú svo að Skúli og Donald hafa visst aðdráttarafl. Einu sinni var það sem Skúli segist ætla að gera kallað kennitöluflakk, en ekki lengur ef marka má vinsælustu fjölmiðla. Sennilega er það ekki á allra færi að setja flugfélög á hausinn. Tromparinn er víst mikið á móti flóttamönnum. Næstum því eins illa við þá og fjölmiðlamenn og er þá mikið sagt. Annars er ég ekki viss um að hann hugsi mikið um annað en forsetakosningarnar á næsta ári. Spennandi er að verða kapphlaupið demókratamegin. Repúblikanar hafa allsekki neinn betri kost en Tromparann. Pólitíkin í Bandaríkjahreppi er orðin illvígari en áður var, segja menn. Kannski Trump valdi þessu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Um algrímið er alger þögn
í einfeldni þið kúrið,
Því síminn er að senda gögn
og synca heilsuúrið.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2019 kl. 20:15
Í syncinu er sjálfið þitt
en segist vera rokið.
Vandalaust er valið mitt
ég veit að þessu er lokið.
Sæmundur Bjarnason, 9.4.2019 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.