9.3.2019 | 23:28
2838 - "Er þetta hægt, Matthías?"
Stundum verða fræg og margtilvitnuð tilsvör til á annan hátt en flestir gera ráð fyrir. Þannig er því t.d. varið með setninguna: Ýsa var það, heillin! Til er heil þjóðsaga um tilurð þessarar setningar og líklega er hún í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Ég ætla samt ekki að lýsa nákvæmlega hvernig sú saga er, enda held ég að flestallir kannist við hana.
Sagt er að saga þessi sem ég ætla að segja hér hafi gerst á Ísafirði. Sýslumaður var að yfirheyra stúlkukind í barnsfaðernismáli. Hún lýsir nákvæmlega hvernig barnið hefði komið undir og segir að samfarir þær sem leiddu til barnsburðarins hefðu farið fram í bát nokkrum sem sýslumaður þekkti vel. Meðal annars lýsti hún því í smáatriðum í hvernig stellingum þau barnsfaðirinn hefðu verið við samfarirnar.
Sýslumaður fylgist með frásögn hennar af miklum áhuga og eftirtekt. Skyndilega víkur hann samt máli sínu til skrifara síns og segir stundarhátt:
Er þetta hægt, Matthías? Ekki fer sögum af því hverju Matthías svaraði, en þetta þótti ágæt saga og mátulega klámfengin á síðustu öld.
Auðvitað ætti ég frekar að vera að fjalla um verkfallsmál eða heimspólitík en að vera að endursegja sögur úr Íslenskri Fyndni. Reyndar veit ég ekki hvort þessi er ættuð þaðan, en hún gæti vel verið það. Hugsanlega er ég ekki einn um það að hafa áhuga á því sem Donald Trump gerir eða gerir ekki samkvæmt frásögnum pressunnar. Ekki dettur mér í hug að trúa öllu sem ég heyri og þarf ég ekki Trump til.
Innanbúðarmaður í Hvíta húsinu er ég heldur allsekki, en jafnan virðist mér að dagblöð og sjónvarpsfréttafólk þar vestra hafi eftir slíkum allar þær vammir og skammir um Trump greyið sem þangað rata. Kannski er þagað yfir sumu sem ástæða væri til að gera frétt um. Annars virðist mér Trump vera náskyldur Sigmundi Davíð að því leyti að hann á greinilega erfitt með að hreyfa sig án þess að setja heimsmet.
Nú þykist ég vera búinn að afgreiða Trump, Sigmund Davíð og Íslenska Fyndni að ógleymdum Matthíasi sjálfum í þessu bloggi og get þess vegna snúið mér að öðru.
Eitt er það sem ég hef hingað til ekkert minnst á í þessu bloggi er fésbókin. Facebook, Google, Amazon, Microsoft og Apple virðast ráða mun meiru en flestar ríkisstjórnir. Sameiginlegt með þeim öllum er að yfirburðir þeirra grundvallast á Internetinu. Einu sinni voru bandaríksku bílafyrirtækin eins og Ford og Chevrolet álitin nokkuð stór, en það er liðin tíð. Kvikmyndafyrirtækin í Hollywood þóttu líka valdamikil í eina tíð.
Hér á Akranesi eru krakkarnir byrjaðir að kríta á gangstígana, svo vorið hlýtur að vera á næsta leiti. Vonandi verður veðurlagið svona áfram. Ég er búinn að fá nóg af snjó og hálku. Daginn er líka greinilega tekið að lengja. Það væri alveg í lagi að sleppa páskahretinu að þessu sinni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Vorið bjart í leyni lá
lifna gamlir kroppar.
Gangstétt krakkar krota á
og kallinn parís hoppar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.3.2019 kl. 00:31
Takk fyrir pistilinn Sæmundur og vorljóð Laxdals. Ekki veitir af smá gleði í hjörtum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.3.2019 kl. 01:20
Í sinn parís Hannes hoppar.
Hingað streyma ljóðin góð.
Allir sjá er skáldið skoppar.
Skelfur jörð og undrast þjóð.
Sæmundur Bjarnason, 10.3.2019 kl. 10:24
Takk Halldór. Ekki veitir okkur af smágleði núna í öllu andstreyminu.
Sæmundur Bjarnason, 10.3.2019 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.