27.2.2019 | 12:59
2834 - Trump og Kata
Takið eftir að þið lásuð það fyrst hér og gleymið því ekki. Trump mun tapa í forsetakosningunum á næsta ári og líklegasti andstæðingur hans þar er demókratinn Joseph Robinette Biden Jr. fyrrum varaforseti Bandaríkjanna.
Þessi spádómur byggist annarsvegar á vissu um það að erfiðleikar Donalds Trump muni fara vaxandi á næstu mánuðum. Þingið mun neyða hann til að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta skipti á lagafrumvarp sem ógildir yfirlýsingu hans um neyðarástandið á landamærunum við Mexikó. Það mun gerast á næstu vikum.
Samtímis eða jafnvel fyrr mun Mueller skila skýrslu sinni og dómsmálin gegn honum hrannast upp. Jafnvel neyðist hann til að gera skattskýrslu sína opinbera, en gegn því hefur hann lengi barist. Margt hefur Trump samt gert sæmilega vel og satt að segja hefur hann verið ótrúlega heppinn. Allt tekur samt enda og fyrirsjáanlegt er að bandarískir kjósendur munu ekki styðja þennan oflátung lengur.
Spádómurinn um Biden er um margt óvissari. Auðvitað kemur það honum til góða að hafa verið varaforseti. Stuðningur Obama, ef hann fæst, getur líka komið honum mjög vel því völd og áhrif Obama innan demókrataflokksins eru ennþá talsverð. Erfitt er samt að sjá fyrir allt sem gerast kann á næsta ári innan demókrataflokksins, en forkosningar þar hefjast snemma á næsta ári. Þegar eru allmargir búnir að tilkynna um framboð sitt, en Biden ekki.
Erfitt er að fjalla um innanlandspólitík án þess að minnast á verkföll og verkalýðsbaráttu. Samt ætla ég að reyna.
Ekki er annað að sjá en þreytu sé talsvert farið að gæta hjá Katrínu Jakobs. Enda er það engin furða. Ekki er að sjá að hún komi neinum málum fram. Ekki dugir að hrópa hátt um óskyld mál og skipta um þau daglega eins og hún hefur gert að undanförnu. Satt að segja virðist sem henni hafi verið bannað að tala um sum mál. Annars er íslensk pólitík um margt jafnvel skrýnari en sú bandaríska og er þá mikið sagt.
Ekki veit ég fremur en aðrir hvar þingrofsheimildin liggur. Hugsanlegt er jafnvel að Guðni forseti taki ekkert mark á slíkri vitleysu. Hver veit nema það sé ímyndun valdalausra forsætisráðherra að hún sé hjá þeim. Allavega fór Sigmundur flatt á því gagnvart Ólafi kóngi. Læt ég svo útrætt um íslensk stjórnmál.
Mikið er fimbulfambað um samfélagsmiðla þessa dagana. Auðvitað er það ekkert annað en veikleiki hjá skólastjórnendum að hafa látið nemendur komast upp með að hafa og nota jafnvel snjallsíma í kennslustundum. Vitanlega er auðveldara um þetta að tala en í að komast. Ekki get ég samt vorkennt kennurum sem hafa misst allt snjalltækjavald í bekkjum sínum. Þeim hefði verið nær að taka fastar á þessu í upphafi. Auðvitað getur kennari sett allskyns reglur og ætlast til þess að þeim sé hlýtt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Árið 2007 spáði Kim Clement, spámaður Drottins, fyrir um að Trump yrði forseti Bandaríkjanna. Margir aðrir spádómar hans hafa þegar ræst. Kim spáði því að Trump myndi sitja tvö tímabil.
Árið 2011 var annar spámaður Drottins sem spáði fyrir um að Trump yrði forseti og það í tvö tímabil. Þessi spámaður er Mark Taylor.
Báðir þessir menn komu fram með spádóma sína áður en Trump gaf til kynna að hann myndi sækjast eftir embættinu.
Verð ég því að hryggja þig kæri Sæmundur að ég tel að spádómur þinn muni ekki rætast.
Með góðri kveðju,
Tómas Ibsen Halldórsson, 27.2.2019 kl. 14:09
Spekin af spjátrungnum lekur
spinnur sinn örlagavef.
Eitt samt hér athygli vekur
enda efni í allsherjarþref.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2019 kl. 15:28
Mig minnir að forseti sitji meðan neyðarlög eru í gildi. Kannski klárar hann landamæra girðinguna áður en hann léttir lögunum og bara hættir þá.Ég held samt að hann nái kosningu næsta kjörtímabil. Vinsældir hann aukast með hverjum degi meðal almennings.
Valdimar Samúelsson, 27.2.2019 kl. 21:12
Allsherjarþrefið er allsekki hér
enda er Laxdal í fríi.
Allsherjartromparinn tekur við þér
þó talsvert þá larður hans sigi.
Sæmundur Bjarnason, 27.2.2019 kl. 23:01
Tðmas Ibsen, ég hef nú alveg eins mikla trú á spádómshæfileikum mínum og einhvers útlends ómerkings í þessu efni.
Sæmundur Bjarnason, 27.2.2019 kl. 23:04
Þetta getur alls ekki verið rétt hjá þér Valdimar, því þá væri bara að drífa sig í að setja neyðarlög í lok kjörtímabils. Og hvað á þá að gera við öll neyðarlögin sem í gildi eru? Jafnvel þó vinsældir Trumps aukist eitthvað dugir það ekki til, hann er svo óvinsæll einmitt núna.
Sæmundur Bjarnason, 27.2.2019 kl. 23:09
Sæmundur Trump getur ekki beðið með girðinguna lengur en þá verður hann aftur óvinsæll. Geti hann treint sér verkið og básúnað með það þá verður hann enn vinsælli
Valdimar Samúelsson, 28.2.2019 kl. 09:02
Þú mátt þín nú ekki mikils gagnvart spámönnum drottins Sæmundur. Sýndu smá auðmýkt
Fyrst drottinn hefur ákveðið að láta ameríkana sitja uppi með Trumpsa kallinn í tvö kjörtímabil, nú þá verða þeir auðvitað að taka því, nema þá einhver komi honum fyrir kattarnef.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2019 kl. 09:51
Sæll Sæmundur,
Það ma´vera að einhver "spámaður" hafi spáð því að hann Donald Trump karlinn ætti eftir að vera tvö kjörtímabil í embætti, en hver sagði að Donald Trump væri að vinna á Guðsvegum?
Ég held að það sé litill sem engin munur á Donald Trump og fyrrum forseta Bandaríkjanna, hvað varðar með að vera áfram í Sýrlandi, Írak og Afganistan. Nú það er búið að setja Íran aftur á dagskrá í hinu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum (eða stríði ofan á stríð), já og svo er "Regime Change" á dagskrá hjá þeim ekki bara í Venesúela heldur á líka að reyna koma stjórnvöldum á Kúbu í burtu, svo á að reyna koma stjórnvöldum í Nikaragúa í burtu.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.2.2019 kl. 16:13
Spoiler: Yfirnáttúrulegir Spámenn/konur eru ekki til í alvörunni.
Þannig er nú það.
DoctorE 1.3.2019 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.