2833 - Þverpokar

2833 – Þverpokar

Það er nú svolítið billegt þykir mér að setja bara örsögu sem þessvegna getur verið örstutt og kalla hana blogginnlegg. Þessa samdi ég í beinu framhaldi af sögunni af Jóni á Hóli og sækýrinni, en mér finnst ansi þunnur þrettándi að kalla þetta blogg. Samt má reyna:

 

  • Hvað eru þverpokar?
  • Það er svona pokar sem eru þversum.
  • En hvað er þversum?
  • Það er, skal ég segja þér. Andstæðan við langsum.
  • En hvað er þá langsum?
  • Eitthvað sem er að endilöngu.
  • Hvað er að endilöngu?
  • Það er endanna á milli.
  • Hvað er endanna á milli?
  • Æ, hættu nú þessum spurningum.
  • Af hverju?
  • Af því bara.
  • Bara hvað?
  • Bara einhvern vegin.
  • Nú, eru þá þverpokar endalausir?
  • Það sagði ég ekki.
  • En, meintirðu það kannski?
  • Eiginlega ekki.
  • Hvað er að reiða vitið í þverpokum?
  • Að vera voða gáfaður.
  • Er það eins og að reiða á reiðhjóli?
  • Já, einmitt.
  • Ég mundi aldrei reiða neinn þversum á mínu hjóli.
  • En langsum?
  • Veit það ekki. Veit bara að ég er voða gáfaður.

 

 

IMG 7060Einhver mynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Á Uppsölum bjó einrænn kall
engan trúi ég meiddi.
En svo kom Ómar sögu snjall.
Sjáðu hvað af því leiddi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.2.2019 kl. 16:44

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Laxdals frægur lítill kall
læddist hér um annes.
Alveg reyndist eitursnjall
en engan meiddi Hannes.

Sæmundur Bjarnason, 26.2.2019 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband