23.2.2019 | 00:11
2830 - Þetta er lokaður fésbókarhópur um verkföll
Er nokkuð það til sem er opnara en lokaður fésbókarhópur? Ég held ekki. Einhverjir virðast samt halda að svo sé. A.m.k. er sífellt verið að birta einhverjar yfirlýsingar í slíkum hópum og furða sig svo á því að allir viti af þessu.
Auðvitað eru vinnudeilurnar mál málanna hérlendis þessa dagana. Mér finnst svona deilur vera hálfmarklausar ef litið er samtímis á heimsmálin. Vitanlega erum við Íslendingar afskaplega smáir og fáir í þeim skilningi að við verðum í stórum dráttum að haga okkur eins og ætlast er til af hinu óskilgreinda alþjóðasamfélagi. Í þeim skilningi verður allt smátt hér á þessari litlu eyju okkar. Mér finnst mestu máli skipta fyrir okkur Íslendinga í hvaða átt mál þróast hér á landi.
Sú þróun sem hefur verið hér á landi undanfarið er öll í áttina til USA fremur en til Norðurlandanna. Þetta finnst mér a.m.k. og undanskil ég ekki verkalýðsmál. Heppilegara tel ég að við snúum okkur í vaxandi mæli til ESB landanna og Norðurlandanna alveg sérstaklega. Vissulega er það svo að öfga-þjóðernisstefna á víða miklu fylgi að fagna bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Sérstaklega þó í Bandaríkjunum.
Í sambandi við verkfallsmálin vil ég taka fram að mér finnst verkalýðsforkólfar óskapast of mikið yfir því hvað aðrir hafi í kaup. Mér finnst miklu nær að einbeita sér að því að reyna að fá laun þeirra sem lítið bera úr býtum hækkuð.
Bankastjórar eða þeir sem ákveða launin fyrir þá þurfa að gera sér grein fyrir því að með því að hækka launin eru þeir að lýsa því yfir að þeim komi ekkert við þó aðrir hafi það skítt. Einu sinni var óskapast mikið yfir því að læknar og flugmenn hefðu of há laun. Þær raddir hafa hljóðnað að mestu núna, en í staðinn er talað um bankastjóra.
Ef þeir hafa of há laun ættu verkalýðsforingjar að geta notað það sem röksemd fyrir því að hækka laun sinna umbjóðenda. Bankastjórar mega fyrir mér hafa 10 eða 20 millur á mánuði. Kannski getur það orðið til þess að laun annarra hækki. Ef ekki þá verður bara svo að vera. Best væri auðvitað að þeir ákvæðu sjálfir sín laun eins og þingmenn gerðu um árabil. Óþarfi að vorkenna þeim það. Sjáið bara forsetann. Hann er látinn vera af því hann er með Svarta Pétur og eykur í sífellu vinsældir sínar. Eiginlega ættu opinberir starfsmenn ekki að hafa verkfallsrétt. Væri ekki spennandi ef þingmenn færu í verkfall? Vonandi kemur að því.
BB segist vera hissa á kröfum launþega. Hann er þá sennilega eini Íslendingurinn sem ekki hefur vitað af því lengi, að til stæði að fara í verkfallsaðgerðir. Annars er augljóst að valdastéttin í landinu hefur yfir þúsund sinnum fleiri aðferðum að ráða til að auka tekjur sínar en verkalýðurinn. T.d. gætu veitingamenn sem best gengið úr SA og samið um hærri laun.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér finnst leiðinlegt að þessir verkfallsforkólfar skuli hafa uppi endalausa síbylju um hvað fólk á lágmarkslaunum hafi það skítt, en krefjast þess svo að allir, líka þeir sem hafa 2 milljónir á mánuði fái vel ríflega launahækkun. Láglaunafólkið er notað í áróðursskyni, en þessu liði er því miður alveg sama um það. Og svo verður það auðvitað þetta fólk sem missir vinnuna þegar afbókanirna fara að streyma inn og ferðaþjónustufyrirtækin fara á hausinn.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 00:49
Auðvitað hafa allir sem við ferðaþjónustuna starfa vel yfir 2 milljónir á mánuði. Samt gætu fyrirtæki þar reynt að semja. Mönnum kemur ekki alveg saman um hverjar kröfurnar séu.
Held að við höfum ekki sömu sýn á þessi mál, Þorsteinn minn. Samt er ég ánægður með að þú skulir kommenta hér.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2019 kl. 13:09
Á Fésbókinni fólk er hooked
fari það og veri.
Athyglis og umtals-sjúkt
því allir liggja á hleri.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2019 kl. 13:16
Það hafa ekki allir sem starfa við ferðaþjónustu 2 miljónir á mánuði. Skil ekki hvaðan þú hefur þær upplýsingar Sæmundur. Það sem ég er að benda á er að ef markmiðið er að fólk á lægstu laununum eigi að geta lifað á þeim á að leggja áherslu á að hækka lægstu launin, ekki að hækka þá sem hafa enga þörf fyrir hækkun.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 21:40
Þorsteinn, mikill vill meira. Þáðu ekki allir hækkunina nema Guðni þegar hún bauðst þó þeir hefðu enga þörf fyrir hana eins og þú segir. Þú talaðir sjálfur um síbylju og 2 milljónir. Kannski eru verkalýðsrekendurnir fastir í kerfinu og finnst að þeir með 2 milljónirnar þurfi líka smáslettu. Annars er kerfisbreyting og ný hugsun það sem vantar hér. Umræður um verkalýðsmál vilja verða full-flokkspólitískar í ástandi eins og hér er nú.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2019 kl. 22:06
Á fésbókinni fársjúkri
fólk í hættu er.
Þó þolinmóðar þeim hjúkri
þetta enda fer.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2019 kl. 22:10
Af því ég var svo fljótur að gera vísuna á undan, datt mér þessi í hug strax á eftir:
Hagmælskan er hefndargjöf
en hefur sína kosti.
Hugsun frjásri hún er töf
í huga veldur frosti.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2019 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.