21.2.2019 | 12:55
2829 - Ferðastiklur feðginanna
Ennþá eimir svolítið eftir af klaka hér á bílastæðinu fyrir utan. Snjór er eiginlega alveg horfinn. Þegar asahlákan er búin að ljúka sér af, sem væntanlega verður núna um helgina ætlast ég eiginlega til þess að vorið sé á næsta leiti. Auðvitað gæti komið páskahret og allskyns veðurkárínur, en ég ætla samt að vona að svo verði ekki. Klakabreiðurnar eru hálfleiðinlegar. Hinsvegar er maður orðinn vanur suddanum.
Verkalýðurinn er orðinn hálfórólegur núna. Og það er engin furða. Katrín forsætis virðist hafa svikið flest sem hún þóttist standa fyrir. Sagðist vera á móti hvalveiðum, Ekki vilja þetta og ekki hitt, en allt virðist vera breytt núna. Skjólið af BB og Sigurði getur farið hvenær sem er. Þeir eru að vísu stórir og stæðilegir en kannski ekki svo stórir, að þeir geti hlíft henni við dómi sögunnar.
Víðtæk verkföll virðast alveg vera inni í myndinni. Þó talsvert nýnæmi væri í útbreiddum verkföllum er ekki hægt að mæla með þeim. Maður veit aldrei á hverjum þau bitna mest. Alveg síðan Steingrímur Jóhann vildi frekar vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill (eða a.m.k. minni) fiskur í stórri tjörn hefur mér óneitanlega verið svolítið í nöp við vinstri græna. Já, þetta gerðist þegar Samfylkingin var stofnuð.
Af hverju er það talið fínt að vera í götóttum gallabuxum? Eða að láta klofbótina í nefndu fati strjúkast við götuna? Skil þetta ekki. Enda hef ég aldrei skilið tísku. Tískusveiflur eru mér að mestu lokuð bók. Þó man ég að á sínum tíma, í upphafi rokkbylgjunnar, þurftu allir að vera í hvítri peysu og svörtum gallabuxum með hvítum saumum. Nei, tískan, sem einu sinni var með setu, er ekki fyrir mig.
Nú er ég nýkominn úr gönguferðinni og þó lognið hafi þurft að flýta sér svolítið er það þakkarvert hjá máttarvöldunum að það er orðið alveg snjólaust. A.m.k. hér á Akranesi. Nú er bara að bíða eftir vorinu eins og tíðkast hefur frá aldaöðli.
Þættir þeir í sjónvarpi allra landsmanna sem þau feðginin Lára Ómarsdóttir og Ómar Ragnarsson eru skrifuð fyrir eru athyglisverðir í meira lagi. Þessir þættir eru nefndir ferðastiklur. Einkum er það myndatakan sem er eftirtektarverð. Þar hlýtur góðum drónum að vera beitt af mikilli kunnáttu. Myndavélar eru líka góðar. Í fréttablaði dagsins er hinsvegar grein eftir Gunnar V. Andrésson um fólkið á Guðmundarstöðum í Vopnafirði og þar gerir hann heldur lítið úr sögu Ómars um búskaparhætti fólksins þar. Vissulega voru þeir gamaldags, en er ekki stundum ágætt að sækjast ekki alltaf eftir því nýjasta?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þreyttur er Sæmi á suðvestanátt
sudda og slabbi að vaða.
Stæði af varfærni velja þú mátt
svo valdi þér alls ekki skaða.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2019 kl. 13:46
Þegar veður Laxdals ljón
löngum veldur skaða.
Það er ekki fyrir flón
að fara milli staða.
Sæmundur Bjarnason, 21.2.2019 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.