12.2.2019 | 14:35
2825 - Um skordýr og fleira
Er ekki öll okkar þekking meira og minna brotakennd? Heyrði um daginn að svo og svo margir heimsæktu vísindavefinn á hverjum degi og hve mörg innleggin og spurningarnar væru. Ég á dálitið erfitt með að muna tölur (man þó símanúmer ótrúlega vel) en man þó að þessar tölur báðar voru mjög háar. Eru einhverjir sem lesa allt sem kemur inn á vísindavefinn, og skilja þeir fyllilega allt sem þar er sagt? Eru þeir sem það hafa gert, séu þeir einhverjir, þar með orðnir vísindamenn? Sennilega ekki. Allir fá líklega allskyns áreiti á heilann á hverjum degi og tengja það á sinn hátt við annað sem hefur komið annars staðar frá. Þannig held ég að þekking og trú hverrar mannveru sé einstök.
Fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á könnunum hverskonar. Ég líka. Í einhverri könnun sem ég heyrði af fyrir stuttu kom fram að meirihluti fólks áleit sjálft sig mikið yfir meðallagi hvað snerti færni við bifreiðaakstur. Ekki kom mér það á óvart. Sennilega eru langflestir ökumenn langt yfir meðallagi hvað slíkt snertir. Á þetta ekki við um margt fleira en bílakstur? Mér hefur virst að sjálfsálit margra sé mjög mikið. Ekki er það nein furða. Ef maður hefur ekki álit á sjálfum sér, hver ætti þá að hafa það?
Nú er ég greinilega kominn í þann fasann að ég er farinn að blogga á hverjum degi. Að því leyti er hægt að segja að þetta sé einskonar dagbók. Ekki get ég þó státað af því að vera fyrstur með fréttirnar. Hvað þá að ég geti haldið því fram að ég geti eins og segir í aulýsingunni verið með fréttirnar áður en þær gerast eða var það kannski jafnóðum sem sagt var. Man það ekki en það skiptir varla máli.
Hundasýningar eru merkilegar fyrir kattamenn eins og mig. Oft held ég að það sé svo, að ef sýnt er frá þessum sýningum í sjónvarpi, þá fylgist hinir venjulegu and-hundaeigendur betur með hvernig mannverurnar hlaupa heldur en hundarnir. Vonandi eru það samt fleiri sem horfa á hundana en á mannfólkið. Samt er ég ekki viss. Fólkið sem hleypur með hundunum er samt að sýna sig. Ekki mundi ég taka í mál að hlaupa með hundi á slíkri sýningu.
Man vel eftir þessari fyrirsögn í dagblaði: Hrun í geitungastofninum. Eiginlega var ég bara feginn. Geitungar eru þær einu flugur sem ég ber óttablandna virðingu fyrir. Líka er ég óskaplega feginn því að hvorki kakkalakkar né moskítóflugur fái þrifist hér á Íslandi. Af einhverjum ástæðum er mér meinilla við þessi kvikindi. Samkvæmt nýjustu fregnum fer skordýrum mjög fækkandi í heiminum. Veit ekki hvort ég á að gleðjast eða hryggjast yfir því. Fólki er alltaf að fjölga í veröldinni og vegna fæðuöflunar meðal annars þarf það sífellt á auknu plássi að halda. Þar með minnkar það pláss sem aðrar dýrategundir hafa til ráðstöfunar. Skordýr eru þar ekki undanskilin. Þó ég sjái mjög fá skordýr eða kóngulær (kóngulær eru ekki skordýr) um þessar mundir þýðir það ekki endilega að þeim sé að fækka. Svo getur þó vel verið og kannski kemur það til með að hafa áhrif á okkur mannfólkið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hirðir lítt um sorg og sút
sjálft þó lífið kraumi.
Þarna kemur kallinn út
með köttinn sinn í taumi.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.2.2019 kl. 14:59
Kötturinn er kominn burt
komst í miklar nauðir.
Margir spyrja kannski kvurt
kettir fari dauðir.
Sæmundur Bjarnason, 12.2.2019 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.