13.1.2019 | 10:12
2809 - Verkbann
Sú er villa margra ástríðufullra fésbókarskrifara að innlegg þeirra skipti einhverju máli. Sumir bloggarar eru einnig haldnir þessari firru. Svo koma fjölmiðlarnir og látast vera uppteknir af því sem þar er sagt. Þannig verður mörg smjörklípan til. Tökum dæmi af pólitíkinni. Nú eru pólitískir fésbókarskrifarar uppteknir af því að klukkuvitleysan sé smjörklípa til að leyna einhverju stórkostlegu. Kosningaúrslit eru alltaf á skjön við það sem hægt væri að ætla eftir slíkum skrifum að dæma. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að bloggarar og fésbókarskrifarar séu færri en af er látið? Fjölmiðlagúrúarnir eru ekki margir.
Sumir nota fésbókina sem allsherjar uppflettirit. Slíkt er óvitlaust. Ef spurningarnar eru nógu hversdagslegar má búast við mikilli þátttöku. Hún verður því meiri sem spurningarnar eru almennari. Best er að eiga ekki mjög marga fésbókarvini. Sumir leggja það að jöfnu að fá læk eða svar við spurningu og klapp á bakið. Jafnvel neikvæð læk eru nokkurs virði. Líf margra snýst um fésbókina. Costco er að detta úr tísku. Auglýsingapeningar eru á leið úr landinu. Allt er breytingum undiropið, jafnvel andvökur. Af hverju er Twitter sums staðar vinsælli en sjálf fésbókin? Það er að verða jafnhallærislegt að hanga á fésbókinni og að drekka skyr.is.
Verkbannið í Bandaríkjunum snýst að sjálfsögðu um valdsvið forsetans. Allstór hluti þingsins er greinilega þeirrar skoðunar að það sé orðið of mikið. Kannski er þetta of seint í rassinn gripið og þó Trump sé vissulega meingallaður að mörgu leyti, þá gerir hann sér sennilega grein fyrir þessu. Hvors aðilans það bætir stöðuna meira að þetta verkbann standi sem lengst er auðvitað stóra spurningin. Nú þegar er það líklega búið að standa lengur en aðilar reiknuðu með. Ríkisstarfsmenn (kannski einkum alríkisstarfsmenn) hafa að ég held allsekki verkfallsrétt í þessu Guðs eigin landi. Þessvegna getur pólitíkin þarlendis tekið á sig allskrýtnar myndir.
Nú er að hefjast kuldatíð. Vonandi stendur hún ekki lengi. Tíðarfar hefur verið óvenju gott hér á Akranesi það sem af er vetri. Snjór er hér enginn. Kannski kemur hann, en er á meðan er. Snjóleysi þýðir auðvitað meira myrkur. Satt að segja er ég orðinn dálítið leiður að því að ekki skuli birta fyrr en um ellefuleytið. Sumir vilja halda að birtumagn aukist við að hringla með klukkuna, en svo er ekki. Sé ekki að við græðum neitt á því þó fari að dimma um tvöleytið í staðinn fyrir fjögur. Kannski þessi hringavitleysa með klukkuna sé bara smjörklípa.
Var að enda við að lesa eina smábók eftir Þórarinn Eldjárn. Hún fjallar um vaxmyndasafnið og er dásamlega stutt og fljótlesin. Man vel eftir þessu merka safni. Var alltaf dálítið hissa á því að sjá strákinn í duggarapeysunni innanum stórmenni sögunnar. Þekkti ekki alla Íslendingana enda var það að vonum. Íslendingar eru upp til hópa ekki heimsfrægir og ekkert við því að segja. Svoleiðis er það bara og alveg sama hvað við streðum mikið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hemur skjálfta í eigin skinni
skrifar blogg og um það yrkir.
Flettir upp í fésbókinni
frostið bítur - dagar myrkir.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.1.2019 kl. 13:48
Skelfur hann í skinni sínu
skáldið mikla, Laxdalinn.
Vísnagerð í veldi fínu
vefur hann um Sæmundinn.
Sæmundur Bjarnason, 14.1.2019 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.