2807 - Um múra

Á margan hátt má segja að múr sá sem Trump Bandaríkjaforseti vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós sé að verða að samskonar litmus-testi og bátarnir á Miðjarðarhafinu voru fyrir fáeinum mánuðum síðan í Evrópu og eru kannski enn. Lítill vafi er á því að þarna er um vandamál að ræða. Fyrir allmörgum árum eða áratugum síðan, gátu vandamál af þessu tagi hæglega leitt til styrjalda. Svo er ekki lengur og má alveg kalla það framfarir.

Ekki þarf heldur að efast um að múr sá sem reistur var á sínum tíma í kringum Austur-Berlín var af þeim orsökum m.a. að mikill munur var á lífskjörum fólks eftir því hvorum megin múrsins var verið. Þau vandamál sem af þessum mun leiddi voru á sinn hátt undirstaða kalda stríðsins. Að sá múr tilheyri nú sögunni má á sama hátt kalla framfarir.

Það sem þessir múrar eiga sameiginlegt er að þar er safnað saman fjölmörgum vandamálum af ýmsu tagi og reynt að láta þau kristallast á tiltölulega einfaldan hátt í afmörkuðu máli. Áður fyrr gátu þessi mál orðið til þess að til átaka kæmi. Svo er ekki lengur. Samt eru alltaf einhverjir sem óska þess að mál versni að mun. Ofast er það vegna þess að vonast er til að ástandið þurfi að versna að mun áður en það geti farið batnandi. Vonum það að minnsta kosti.

Ekki get ég þó með öllu neitað því að ég finn fyrir einskonar Þórðargleði í hvers sinn sem Trump Bandaríkjaforseta eða Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins verður alvarlega á, en það er sem betur fer – ég meina því miður -- dálítið oft.

Álit mitt á múrum af ýmsu tagi skiptir reyndar afar litlu máli. Stjórnmálafólk hefur yfirtekið svokallaða lausn eða frestun allskyns mála og fær laun fyrir og skammir pólitískra andstæðinga. Svipting launa og atvinnu eru nú um stundir það hræðilegasta sem komið getur fyrir almúgafólk og vinnuþræla hér í þessum heimshluta að minnsta kosti.

Á Vesturlöndum þarf fólk ekki lengur að óttast svo mjög um líf sitt vegna átaka, en aðrar sorgir verða bara meira áberandi fyrir vikið. T.d. hefur verkbannið í Bandaríkjunum valdið því meðal annars að laun æðstu yfirmanna þar í landi eiga samkvæmt lögum að hækka um sirka eina skitna milljón króna eða rúmlega það. Á ári vel að merkja. Þeirri útskýringu mætti þó alveg sleppa.

4konur.jpgEinhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Múrar eru margvíslegir
mæla þeim því sumir bót
Tolla skyldir vorir vegir
verða eftir áramót


Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2019 kl. 17:09

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Margvíslegt er múrverkið 
manna þrengist hagur.
Trumps nú skýrist skapferlið.
Skyldi kominn dagur?

Sæmundur Bjarnason, 6.1.2019 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband