6.1.2019 | 04:02
2807 - Um múra
Á margan hátt má segja að múr sá sem Trump Bandaríkjaforseti vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós sé að verða að samskonar litmus-testi og bátarnir á Miðjarðarhafinu voru fyrir fáeinum mánuðum síðan í Evrópu og eru kannski enn. Lítill vafi er á því að þarna er um vandamál að ræða. Fyrir allmörgum árum eða áratugum síðan, gátu vandamál af þessu tagi hæglega leitt til styrjalda. Svo er ekki lengur og má alveg kalla það framfarir.
Ekki þarf heldur að efast um að múr sá sem reistur var á sínum tíma í kringum Austur-Berlín var af þeim orsökum m.a. að mikill munur var á lífskjörum fólks eftir því hvorum megin múrsins var verið. Þau vandamál sem af þessum mun leiddi voru á sinn hátt undirstaða kalda stríðsins. Að sá múr tilheyri nú sögunni má á sama hátt kalla framfarir.
Það sem þessir múrar eiga sameiginlegt er að þar er safnað saman fjölmörgum vandamálum af ýmsu tagi og reynt að láta þau kristallast á tiltölulega einfaldan hátt í afmörkuðu máli. Áður fyrr gátu þessi mál orðið til þess að til átaka kæmi. Svo er ekki lengur. Samt eru alltaf einhverjir sem óska þess að mál versni að mun. Ofast er það vegna þess að vonast er til að ástandið þurfi að versna að mun áður en það geti farið batnandi. Vonum það að minnsta kosti.
Ekki get ég þó með öllu neitað því að ég finn fyrir einskonar Þórðargleði í hvers sinn sem Trump Bandaríkjaforseta eða Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins verður alvarlega á, en það er sem betur fer ég meina því miður -- dálítið oft.
Álit mitt á múrum af ýmsu tagi skiptir reyndar afar litlu máli. Stjórnmálafólk hefur yfirtekið svokallaða lausn eða frestun allskyns mála og fær laun fyrir og skammir pólitískra andstæðinga. Svipting launa og atvinnu eru nú um stundir það hræðilegasta sem komið getur fyrir almúgafólk og vinnuþræla hér í þessum heimshluta að minnsta kosti.
Á Vesturlöndum þarf fólk ekki lengur að óttast svo mjög um líf sitt vegna átaka, en aðrar sorgir verða bara meira áberandi fyrir vikið. T.d. hefur verkbannið í Bandaríkjunum valdið því meðal annars að laun æðstu yfirmanna þar í landi eiga samkvæmt lögum að hækka um sirka eina skitna milljón króna eða rúmlega það. Á ári vel að merkja. Þeirri útskýringu mætti þó alveg sleppa.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Múrar eru margvíslegir
mæla þeim því sumir bót
Tolla skyldir vorir vegir
verða eftir áramót
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2019 kl. 17:09
Margvíslegt er múrverkið
manna þrengist hagur.
Trumps nú skýrist skapferlið.
Skyldi kominn dagur?
Sæmundur Bjarnason, 6.1.2019 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.