2802 - Sigurinn í Sýrlandi

2802 – Sigurinn í Sýrlandi

Mikið er ég sammála þeim sem til máls hafa tekið. Einkum þó síðasta ræðumanni. Er það ekki tilgangur þeirra sem til máls taka? Reyna að hafa áhrif á þá sem hlusta. Verst hvað sumir þeirra eru misheppnaðir ræðumenn. Eða er það kannski bara ég sem álít þá vera það? Þar liggur sennilega hundurinn grafinn og hnífurinn í kúnni. Hver veit nema allir ræðumenn hafi rétt fyrir sér. Jafnvel þó þeir séu allsekki sammála. Þetta er nokkuð sem við verðum að búa við í pólitíkinni. Best að eiga alltaf síðasta orðið. Þarna tókst mér það.

Eiginlega er það svo að ég ætlaði ekkert að blogga meira fram að jólum. En nú er mér semsagt orðið mál að skrifa, jafnvel þó ég hafi ekkert til að skrifa um. Sjáum til hvernig fer. Veðrið er alltaf jafnágætt þó það hvessi stundum svolítið. Hlýindakaflar um miðjan vetur eru alltaf velkomnir í mínum húsum og ekki við því að búast að kuldinn verði neitt meiri þó svo sé. Að hafa varla orðið var við frost þó komið sé að jólum hlýtur þó að vera sjaldgæft.

Ég er að reyna að vera jákvæður. Því hefur nefnilega verið haldið fram að jákvæðni í garð náungans sé einkennismerki bloggsins. Hver heldur slíku fram? Mætti kannski spyrja. Ég held því fram og það dugar.

Fýlan af fésbók nú lekur
fjandans til allt er á leið.
Andskotinn tilbúinn tekur
til sín þar allvæna sneið.

Þetta gat ég þegar til átti að taka. Var ekki nema í mesta lagi 5 mínútur að semja þetta. Fyrir þá sem leggja sig eftir því eru rím og stuðlar ekki mikið mál. Fyrir suma kann þetta samt að sýnast erfitt. Svo er þó ekki.

Áslaug fór í bæinn áðan. Sennilega til að kaupa síðustu jólagjafirnar og svo ætlaði hún víst að skila einhverju. Nú er óðum að birta, enda að nálgast hádegi. Í dag er þriðjudagur og ég segi ekki meir. Hlusta kannski á fréttirnar núna á eftir.

Þeir fjármunir sem ella hefðu farið til flugfélaga og annarra ræningja mun ég eyða í eitthvað annað úr því að svona mikill vafi lék lengi vel á um framtíð þeirra. Kannski er þessum vafa hvergi nærri eytt núna og eins gott að vara sig. Vanda.Sig, Drífa.Sig og Æsa.Sig ættu að athuga þetta. Nöfn geta nefnilega haft margskonar aukamerkingu. Ekki er þetta hugsað sem neinn endanlegur sannleikur um Sigurðardætur, heldur bara sem sýnishorn.

Þegar Georg Bush yngri var forseti lýsti hann því yfir á herskipi einu eins og frægt varð, að stríðinu við Írak væri lokið með fullnaðarsigri Bandaríkjanna. Ekki voru allir sammála því, enda átti ýmislegt eftir að koma í ljós. Nú hefur Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir fullnaðarsigri Bandaríkjamanna á Kalífadæminu í Sýrlandi og víðar og að Bandaríkjamenn séu á förum þaðan. Einhverjir efast.

Einhver mynd.IMG 7433


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þótt bloggvinirnir bregðist þeim
sem bakpokavit reiðir.
Alltaf kemur Áslaug heim
og ofan á hann breiðir

innocent

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.12.2018 kl. 15:28

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bloggvinir ei bregðast mér
né bögu-Hannes svinni.
Laxdalinn að leika sér
í leirgerðinni minni.

Sæmundur Bjarnason, 23.12.2018 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband