17.12.2018 | 15:49
2801 - Tvöþúsundogáttahundruð
Án þess að hafa áttað mig á því er ég nú búinn að blogga meira en tvöþúsund og átta hundruð sinnum. Það hlýtur að vera einhvers konar met, a.m.k. persónulegt met og engum er ætlandi að lesa þessi ósköp öll, ekki einu sinni sjálfum mér. Að hafa bloggað 2800 sinnum er ansi hraustlega gert.
Undanfarið hef ég fylgst með sjónvarpsþáttunum sem Hringfari hefur látið gera um ferðalag sitt á mótorhjóli umhverfis hnöttinn. Áður hef ég fylgst með bloggum frá slíkum ferðum og yfirleitt eru þau talsvert fróðleg. Þarna var farin önnur leið og meira í anda nútímans, skyldi maður ætla. Ég get samt ekki látið hjá líða að gagnrýna þessa þáttagerð svolítið. Vissulega voru þessir þættir fróðlegir, en væmnin og talandi hausar voru fulláberandi. Læt ég svo lokið þessari stuttu umfjöllun minni um þetta sem mér finnst vera smámál, þó þátttakendunum hafi vafalaust ekki fundist það.
Afar fátt gerist á fréttasviðinu þessa dagana. Jólin nálgast og þó margir fjalli um May, Trump, Klaustubúllu og misheppnaða viðreynslu eða nauðgunartilraun einhvers þingmanns sem ég man ekki einu sinni hvað heitir, þá virðast flestir gera það með hangandi hendi. Þetta með hangandi hendi minnir mig náttúrulega á Ragga Bjarna. Man enn hvað konan mín varð hissa þegar hann keyrði okkur einu sinni heim á einum af leigubílunum sínum. Ókeypis um miðjan dag frá verkstæði langt í burtu. Þegar Raggi söng var hann nefnilega oftast með aðra hendina hangandi.
Það var Carter þáverandi væntanlegur forseti Bandaríkjanna sem fann uppá því að byrja á nýrri setningu án þess að ljúka almennilega við þá næstu á undan. Með þessu gerði hann sjónvarpsfréttamönnunum erfitt fyrir með að klippa viðtölin við hann og þannig fékk hann lengri tíma hjá sjónvarpsstövunum en hann hefði annars fengið. Þessari aðferð er svolítið beitt ennþá, en klipparar hafa að mestu séð við þessu.
Hvað sem hver segir munu jólin koma brátt og þá er best að taka sér frí frá öllu bloggi. Samt er ég nú að hugsa um að klára þetta. Ekki hefur snjóað að nokkru ráði hérna þennan vetur eða þetta haust og allt bendir til að hér verði rauð jól. Mikið er það nú gott þykir mér. Maður verður kannski alveg laus við kulda, hálku og snjókomu til áramóta eða lengur. Krakkarnir munu eflaust sakna þess að hafa engan snjó til að leika sér í, en það verður bara að hafa það. Ekki geta máttarvöldin gert öllum til hæfis. Svo fer að styttast í því að myrkrið láti undan síga og þá er óhætt að fara að hlakka til vorsins.
Skelfing geta allir verið í vondu skapi núna þessa dagana. Varla er óhætt að opna fésbókina, því þar hafa menn allt á hornum sér. Ef það er ekki veðrið eða vegirnir, ríkisstjórnin eða klaustrið, pólitíkin eða flugfélögin sem eru ómöguleg þá er það bara eitthvað annað. Jafnvel pólitískir andstæðingar. Ég bara tek ekki þátt í þessu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér fannst nú þættirnir hans Kristjáns einmitt ákaflega skemmtilegir og mér þótti það gefa þeim meira gildi hversu persónulegur og einlægur hann var. En svona er nú smekkur manna misjafn.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.12.2018 kl. 20:13
Tekur ekk'í þessu þátt
þusar samt af vana.
Ætli hann skrifi ósjálfrátt
alla bloggpistlana?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.12.2018 kl. 01:02
Tekur ekk í þessu þátt
þusar samt af vana
Ætl ann skrifi ósjálfrátt
alla bloggpistlana?
Endurskrifað útaf úrfellingamerkjum sem sumir vafrar skilja ekki.
Gleðileg jól Sæmi minn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.12.2018 kl. 02:01
Í staðinn fyrir Steina Briem
stoltur Laxdal yrkir.
Ekki fagurt andans flím
og ekki mig hann styrkir.
Gleðilega jól
Sæmundur Bjarnason, 19.12.2018 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.