2800 - Fyrirspurn til stjórnvalda

Ekki get ég með nokkru móti skrifað í þetta blogg allt sem mér kemur í hug. Kannski er það þessvegna sem ég veð svona úr einu í annað. Margt er það sem ástæða er til að minnast á. Ég hef nefnilega skoðanir á öllum fjáranum. Sumar þeirra er engin ástæða til að láta í ljós, en ég er semsagt búinn að venja mig á að blogga um allt mögulegt. Eiginlega er ég svolítið líkur Birni Birgissyni í Grindavík nema ég hef ekki það sama dálæti og hann á fésbókinni og svo ímynda ég mér að ég sé ekki alveg eins íhaldssamur og hann.

Ég hef allsekki lagt í vana minn að endurbirta það sem ég hef fundið á flakki mínu um Internetið. Flestir hamast við að segja sína skoðun á Klausturmálinu og afleiddum fréttum . Ég nenni því bara ekki auk þess sem hugleiðingar um þau mál verða fljótt úreltar. Svo er líka að bera í bakkafullan lækinn að segja skoðun sína á þeim málum. Stundum leggst ég jafnvel svo lágt að lesa mbl.is. Ekki kræki ég samt í fréttir þar núorðið. Ég stundaði það einu sinni en er alveg hættur því. Eftirfarandi frétt er samt þaðan. Þeir sem fylgjast með sjónvarpsútsendingum frá alþingi Íslendinga kannast sennilega við málið. Til að ekki sé hætta á ruglingi ætla ég að gera þessa frétt skáletraða og setja innan tvöfaldra gæsalappa.

„“Ég hef verið kurt­eis hingað til en nú krefst ég þess að þess­ari van­v­irðingu við þing og þjóð verði hætt og að ég fái svar við þess­um rétt­mætu spurn­ing­um mín­um,“ sagði Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins.

Hann sagðist hafa að minnsta kosti fjór­um sinn­um komið í pontu og óskað eft­ir svari við fyr­ir­spurn sinni frá 26. fe­brú­ar um hverj­ir keyptu 3.600 íbúðir af Íbúðalána­sjóði og greiddu fyr­ir það 57 millj­arða króna. Hvaða ein­stak­ling­ar, hvaða fyr­ir­tæki og hverj­ir áttu fyr­ir­tæk­in.

Þor­steinn sagðist ekki hafa orðið þess var að fé­lags­málaráðherra hafi óskað eft­ir fresti til að svara fyr­ir­spurn­inni. Hann sagði ástandið vera þannig að ráðherra og hans fólk að sé greini­lega að „reyna að kreista út úr Per­sónu­vernd þókn­an­lega af­stöðu til þess­ar­ar fyr­ir­spurn­ar“. Bætti hann við að Per­sónu­vernd sé þegar búin að lýsa yfir hlut­leysi sínu og að það megi birta upp­lýs­ing­arn­ar.

Fleiri þing­menn Miðflokks­ins stigu í pontu á eft­ir Þor­steini og tóku und­ir orð hans. „Á bak við þetta eru 3.600 íbúðir og 3.600 fjöl­skyld­ur sem misstu heim­ili sín,“ sagði Jón Þór Þor­valds­son og benti á að sam­kvæmt regl­um eigi svarið að ber­ast inn­an 15 daga. Birg­ir Þór­ar­ins­son bætti við: „Það er ekki hægt að álykta annað en hér sé verið að fela eitt­hvað.“

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, sagði rétt­ast að tek­in yrði afstaða vegna máls­ins í for­sæt­is­nefnd. Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Miðflokks­ins, sagði þá að búið að væri að taka málið upp í nefnd­inni og þess vegna hafi verið leitað aðstoðar for­seta í mál­inu. „Þetta mál er ekki eins­dæmi þegar kem­ur að upp­lýs­inga­öfl­un.“““

Þetta hefur ekkert með það að gera hvaða þingmaður á í hlut eða hvað flokki hann tilheyrir. Mér finnst háttalag stjórnvalda með miklum ólíkindum í þessu máli. Hafa ráðherraræflarnir ekki döngun í sér til að gera neitt almennilega? Mér finnst ekki hægt að finna neinar afsakanir fyrir þessu háttalagi.

IMG 7441Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sæmundur.:  Setjum Björn Leví í málið. Hans fyrirspurnir skila sér yfirleitt og hafa fram að þessu ekki kostað nema fimmtíumilljónir.  "Peanuts" þegar heildarmyndin er skoðuð, en hvurn andskotann kemur okkur pöplinum við, rekstur eða viðrekstur Ríkisins? Þegar hinsvegar burgeisar, þóknanlegir ákveðnum aðilum leggja fram milljarða og notfæra sér kauptækifæri á íbúðum ólánsfólks, er spurningin hver keypti og hverjir áttu félögin sjálfsögð. Svör hafa látið á sér standa og þess vegna vex tortryggnin! Hverjir keyptu? Svarið því, góðir há lsar, á löskuðu Alþingi!

Halldór Egill Guðnason, 14.12.2018 kl. 03:23

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ætli skítsyðin á klausturbarnum hafi rætt þetta í "detail"..... ég bara spyr.

Halldór Egill Guðnason, 14.12.2018 kl. 03:52

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Halldór satt segirðu. Alþingi er verulega laskað. Átti ekki núverandi ríkisstjórn að lagfæri það. Sé ekki annað en það hafi mistekist hrapallega.

Sæmundur Bjarnason, 14.12.2018 kl. 11:36

4 identicon

Gulu vestin koma brátt.
Hvað gerist þá?

Guðmundur Bjarnason 15.12.2018 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband