4.12.2018 | 12:10
2796 - Klausturpósturinn
Hef ekki hlustað á upptökurnar frá Klausturbarnum, sem allir eru að tala um þessa dagana. Hef látið mér nægja frásagnir dagblaða, fésbókar og annarra fjölmiðla. Flestir eða allir virðast sammála um að ummælin sem þar voru viðhöfð séu óverjandi með öllu. Ekki á ég samt von á að sexmenningarnir muni allir segja af sér þingmennsku. Kannski einn eða tveir og síðan muni þetta fárviðri gleymast smátt og smátt. Allsekki vil ég þó viðurkenna að svona orðbragð tíðkist víða. Kannski talar Trump svona og hugsanlega einhverjir aðrir. Virðing alþingis bíður sjálfsagt hnekki við þetta.
Það er búið að fjölyrða svo mikið um þetta Klausturmál að ég hef eiginlega engu við það að bæta. Margt annað er mikilvægara. Ég sé ekki betur en Katrín sé að festa sig svolítið á sessi sem forsætisráðherra hér á Íslandi á sama tíma og mér finnst vera að fjara aðeins undan Trump Bandaríkjaforseta. Annars er ég að hugsa um að forðast eftir megni pólitík í þessu blogginnleggi mínu. Það er satt að segja leiðindatík.
Vísir leggur jafnframt til fasta auglýsingaborða sem vísa á Heimsljós og tryggja 15-20 þúsund birtingar á dag. Þessa klausu rakst ég á einhvernstaðar á Netinu. Líklega á Vísi.is í frásögn af samningi við Utanríkisráðuneytið um birtingar á efni þaðan. Semsagt það er verið að selja klikkin og ekki einu sinni reynt að fara leynt með það. Best að vara sig svolítið á þessum ófyrirleitnu sölumönnum.
Já, ég nota ennþá plast. Hvernig ætti að vera hægt að venja alla af plastnotkun bara svona hviss bang eins og ekkert sé. Sé ekki betur en stjórnvöld og félagasamtök hafi með öllu vanrækt að venja okkur Íslendinga á að flokka rusl. Auðvitað er ekki auðvelt að venja gamla hunda einsog mig á slíkt, en það má reyna. Svo eru ýmsir að reyna að telja manni trú um að plast sé bara stundum plast. Sumt úr þeirri olíufjölskyldu eyðist sjálfkrafa í náttúrunni segja þeir, annað ekki. Semsagt að til sé vont plast og gott plast. Kannski er munurinn bara sá að góða plastið eyðist á tíu þúsund árum en það vonda á hundrað þúsund árum. Hinsvegar er vel hægt að venja okkur af því að fleygja allskyns drasli í klósettið.
Súluritið mitt hjá Moggablogginu er ansi toppótt. Stundum eru heimsóknin nokkuð margar 2-4 hundruð (ekki hundruðir) og stundum sárafáar. Mér finnst heimsóknir a.m.k. vera nokkuð margar þegar þær eru farnar að skipta allmörgum hundruðum. Það er samt engin regla á því hve ört ég skrifa. Alfarið fer það eftir nenningu hjá mér og hún er ekki alltaf mikil.
Kannski þetta blogg hjá mér ætti að vera ögn persónulegra. Um þessar mundir sef ég í splunkunýju rafmagnsrúmi, sem hægt er að stjórna með fjarstýringu. Búið er að vera fremur erfitt að koma því gamla fyrir kattarnef, en nú er það komið á stað sem það getur væntalega verið í friði í nokkra daga.
Hér á Akranesi er svolítil snjóföl yfir öllu. Það hefur snjóað aðeins í gærkvöldi eða nótt. Undanfarið hefur samt verið með öllu snjólaust hér og oftast einhver hiti. Kannski er frost núna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það eru flestar þjóðir komnar miklu lengra en við í flokkun á rusli. Hér er aðeins boðið upp á pappírstunnur. Ég var á Spáni síðasta sumar og þar voru tunnurnar fyrir alla götuna staðsettar um 100 metra frá húsinu sem ég bjó í, vandlega merktar eftir því hvað átti að fara í þær. Hér þarf að keyra talsverða vegalengd á móttökustöðvar ef maður ætlar að flokka ruslið.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 13:31
Já, ég veit það, Þorsteinn. Reynt er að koma því inn hjá okkur Íslendingum að við búum í hreinasta landi heims, en svo er hreint ekki. Talað er um flokkun á rusli eins og um einhverja nýjung sé að ræða. Sú nýjung er ansi gömul víða annars staðar.
Sæmundur Bjarnason, 4.12.2018 kl. 14:41
Svo eigum við víst að vera mesta jafnréttisland í heimi. Og með fyrrum utanríkisráðherra sem var einkar skeleggur í að berjast gegn kvenfyrirlitningu. Hahaha. Það er allt á sömu bókina lært hér. Og meira og minna eins og Blefken sagði.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 21:10
Þið eruð kannski ekki búandi í Reykjavík en auðvitað er hægt að fá tunnu fyrir plast eins og hægt er fyrir pappír: https://www.ekkirusl.is
Annars virðist yfirleitt í umræðunni vera gert ráð fyrir því að plastið sem maður notar endi í sjónum. Þannig að ef maður sparar við sig í plasti þá fari minna plast í sjóinn. En svo lengi sem plastið endar í sorptunnu þá skildi maður ætla að því verði komið fyrir á skikkanlegum stað eða eytt í brennslu, sé það ekki endurnýtt.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.12.2018 kl. 23:29
Takk Emil Hannes.
Ég bý í blokk og reyni að hugsa sem minnst um ruslamál, tunnur og þessháttar. Held samt að talsvert af örplasti sem mest er rætt um núna fari í klósettið og þaðan í sjóinn, sem eflaust tekur lengi við, eins og sagt var í denn.
Sæmundur Bjarnason, 7.12.2018 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.