25.9.2018 | 09:52
2770 - Kavanaugh og Blasey Ford
Man ekki betur en að ég hafi sagt eitthvað á þá leið í bloggi um daginn að þingið í USA (efri deildin) yrði umboðslaus 1. október næstkomandi. Þetta getur eiginlega ekki verið. Sennilega er ég að rugla því saman að til hafi staðið að þingið færi í frí 1. okt. til að trufla síður kosningarnar í byrjun nóvember (fyrsta þriðjudag eftir fyrsta mánudag í þeim mánuði minnir mig). Annars skiptir þetta engu meginmáli, en rétt skal vera rétt.
Alveg er það undarlegt með ameríska (bandaríska) stjórnmálamenn. Öllum virðist skítsama þó þeir ljúgi einsog þeir eru langir til. Trump sjálfur er skýrasta dæmið um þetta. Bandaríkjaforsetar eru ekki vanir að ljúga eins mikið og hann. A.m.k. hafa þeir hingað til leynt því betur. Auðvitað segir Trump líka stundum satt, en afar fáir fjölmiðlar hafa áhuga á því. Ef stjórnmálamenn eru fyrir rétti og eiðsvarnir vilja allir trúa þeim. Þessvegna er þessi hávaði núna útaf dómaramálinu. Nefndir efri deildar (Senatsins) eru nokkurskonar réttur og þessvegna er það svona mikið og pólitískt mál hvað Kavanaugh og Blasey Ford segja í yfirheyslunni þar. Í sem allra stystu máli er það svo að demókratar trúa því sem Blasey Ford segir, en repúblikanar því sem Kavanaugh segir. Inn í þetta blandast svo ýmislegt annað.
Breki köttur er víst í einhverri fýlu núna. Veit ekki hvar hann er. Er farinn að borða eðlilega og sætta sig við klósettið sem honum var úthlutað. Nota má kassa með sandi ef ekki er um annað að ræða. Hófí greyið var ýmist inniköttur eða útiköttur, en vissi uppá hár hvar hurðin til frelsisins var. Einu sinni komst hún áleiðis út í Auðbrekkunni, en vissi ekki sitt rjúkandi ráð þegar út var komið og lét bara ná sér.
Þegar ég var nýbúinn að læra að lesa var uppáhaldsbókin mín Ívar Hlújárn eftir Walter Scott. Einhverjar tætlur af henni á ég kannski ennþá. Fyrir utan ýmsar persónur þar svosem Ríkharð ljónshjarta o. fl. man ég vel eftir tveimur öðrum söguhetjum. Riddurunum hugprúðu sem hétu Breki og Brjánn. Rebekka dóttir gyðingsins var líka minnisstæð. Sennilega er þetta bara dæmi um gamla menn sem ganga í barndóm.
Munurinn á kvenfólki og karlfólki hefur á þessum síðustu og verstu #MeeToo tímum orðið mér umhugsunarefni. Hvers vegna er það algengast að þegar aldurinn færist yfir hjónafólk þá taki konurnar völdin? Jú, ég er sennilega búinn að komast að niðurstöðu með það. Kannski er það vegna þess að í uppeldinu venjast konur á að leggja áherslu á útlit, sjúkdóma, uppeldi og þessháttar. Karlarnir verða með tímanum háðir þeim og missa við það allt átorítet. Ungir og graðir menn eru kannski ágætir í sumum fyrirtækjum og til undaneldis en stundum eru þeir til bölvunar.
Það sem ég á erfiðast með að fyrirgefa Katrínu forsætisráðherra er að hún ásamt Páli Árnasyni frá Söðulsholti drap að ástæðulausu ýmsar réttarbætur sem fólust í stjórnarskrártillögunum sem greidd voru atkvæði um. Kannski verða þær vaktar til lífsins einhvertíma seinna, en a.m.k. drápu þau málinu á dreif. Hafa samt e.t.v. ekki ætlað sér það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Roskinn engu ræður nú,
ris fær hann með pillum,
hærra sett loks hans er frú,
með hennar #mítú-dillum.
Þorsteinn Briem, 25.9.2018 kl. 11:34
Steini Briem er státinn nú
með standpínu án pillu.
Kannski enda ósköp sú
í einni stórri dillu.
Sæmundur Bjarnason, 25.9.2018 kl. 13:11
Kæri Sæmundur hverju hefir Trump logið en aftur á móti þá máttu ekki kalla það lygi þ.e. mál sem hann nær ekki í gegn á þinginu.
Segðu mér frá einu máli. Trump er mjög skemmtilegur persónuleiki og harður af sér.
Eitt mál. :-)
Valdimar Samúelsson, 26.9.2018 kl. 12:04
og sannaðu að það sé lygi ef þú kemur með eitt mál.
Valdimar Samúelsson, 26.9.2018 kl. 12:05
Valdimar. Prófaðu að lesa eða horfa á eitthvað af amerísku pressunni. Þó Trump segi að allt sé lygi sem New York Times og Washingtom Post segja um hann er ekki svo.
Sæmundur Bjarnason, 26.9.2018 kl. 13:56
Sæmundur ég hef fylgst með Trump frá byrjun og þessum fréttamiðlum sem þú nefnir. Jú þeir segja hann segja ósatt þá er ég er ekki að sjá það.
Menn eru að semja um hitt og þetta og sumt teflt fram sem möguleika en svo er hætt við það þýðir ekki að hann sé að ljúga. Eða hvað.
Valdimar Samúelsson, 26.9.2018 kl. 14:12
Lyga- svika- og fölsunarbrigsl eru algeng í allri pólitískri umræður. Trump hefur þó gengið mun lengra í því og sjálfhælni sinni en fyrirrennarar hans hafa gert. Ertu kannski áskrifandi að tísti hans? Blöðin sem nefnd eru hafa gagnrýnt hann harkalega og ég efast um að þú hafir lesið allt sem þau hafa skrifað um hann.
Sæmundur Bjarnason, 26.9.2018 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.