2770 - Kavanaugh og Blasey Ford

Man ekki betur en að ég hafi sagt eitthvað á þá leið í bloggi um daginn að þingið í USA (efri deildin) yrði umboðslaus 1. október næstkomandi. Þetta getur eiginlega ekki verið. Sennilega er ég að rugla því saman að til hafi staðið að þingið færi í frí 1. okt. til að trufla síður kosningarnar í byrjun nóvember (fyrsta þriðjudag eftir fyrsta mánudag í þeim mánuði – minnir mig). Annars skiptir þetta engu meginmáli, en rétt skal vera rétt.

Alveg er það undarlegt með ameríska (bandaríska) stjórnmálamenn. Öllum virðist skítsama þó þeir ljúgi einsog þeir eru langir til. Trump sjálfur er skýrasta dæmið um þetta. Bandaríkjaforsetar eru ekki vanir að ljúga eins mikið og hann. A.m.k. hafa þeir hingað til leynt því betur. Auðvitað segir Trump líka stundum satt, en afar fáir fjölmiðlar hafa áhuga á því. Ef stjórnmálamenn eru fyrir rétti og eiðsvarnir vilja allir trúa þeim. Þessvegna er þessi hávaði núna útaf dómaramálinu. Nefndir efri deildar (Senatsins) eru nokkurskonar réttur og þessvegna er það svona mikið og pólitískt mál hvað Kavanaugh og Blasey Ford segja í yfirheyslunni þar. Í sem allra stystu máli er það svo að demókratar trúa því sem Blasey Ford segir, en repúblikanar því sem Kavanaugh segir. Inn í þetta blandast svo ýmislegt annað.

Breki köttur er víst í einhverri fýlu núna. Veit ekki hvar hann er. Er farinn að borða eðlilega og sætta sig við klósettið sem honum var úthlutað. Nota má kassa með sandi ef ekki er um annað að ræða. Hófí greyið var ýmist inniköttur eða útiköttur, en vissi uppá hár hvar hurðin til frelsisins var. Einu sinni komst hún áleiðis út í Auðbrekkunni, en vissi ekki sitt rjúkandi ráð þegar út var komið og lét bara ná sér.

Þegar ég var nýbúinn að læra að lesa var uppáhaldsbókin mín Ívar Hlújárn eftir Walter Scott. Einhverjar tætlur af henni á ég kannski ennþá. Fyrir utan ýmsar persónur þar svosem Ríkharð ljónshjarta o. fl. man ég vel eftir tveimur öðrum söguhetjum. Riddurunum hugprúðu sem hétu Breki og Brjánn. Rebekka dóttir gyðingsins var líka minnisstæð. Sennilega er þetta bara dæmi um gamla menn sem ganga í barndóm.

Munurinn á kvenfólki og karlfólki hefur á þessum síðustu og verstu #MeeToo tímum orðið mér umhugsunarefni. Hvers vegna er það algengast að þegar aldurinn færist yfir hjónafólk þá taki konurnar völdin? Jú, ég er sennilega búinn að komast að niðurstöðu með það. Kannski er það vegna þess að í uppeldinu venjast konur á að leggja áherslu á útlit, sjúkdóma, uppeldi og þessháttar. Karlarnir verða með tímanum háðir þeim og missa við það allt átorítet. Ungir og graðir menn eru kannski ágætir í sumum fyrirtækjum og til undaneldis en stundum eru þeir til bölvunar.

Það sem ég á erfiðast með að fyrirgefa Katrínu forsætisráðherra er að hún ásamt Páli Árnasyni frá Söðulsholti drap að ástæðulausu ýmsar réttarbætur sem fólust í stjórnarskrártillögunum sem greidd voru atkvæði um. Kannski verða þær vaktar til lífsins einhvertíma seinna, en a.m.k. drápu þau málinu á dreif. Hafa samt e.t.v. ekki ætlað sér það.

IMG 3179Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Roskinn engu ræður nú,
ris fær hann með pillum,
hærra sett loks hans er frú,
með hennar
#mítú-dillum.

Þorsteinn Briem, 25.9.2018 kl. 11:34

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini Briem er státinn nú
með standpínu án pillu.
Kannski enda ósköp sú
í einni stórri dillu.

Sæmundur Bjarnason, 25.9.2018 kl. 13:11

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kæri Sæmundur hverju hefir Trump logið en aftur á móti þá máttu ekki kalla það lygi þ.e. mál sem hann nær ekki í gegn á þinginu.

Segðu mér frá einu máli. Trump er mjög skemmtilegur persónuleiki og harður af sér.  

Eitt mál. :-)

Valdimar Samúelsson, 26.9.2018 kl. 12:04

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

og sannaðu að það sé lygi ef þú kemur með eitt mál.

Valdimar Samúelsson, 26.9.2018 kl. 12:05

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Valdimar. Prófaðu að lesa eða horfa á eitthvað af amerísku pressunni. Þó Trump segi að allt sé lygi sem New York Times og Washingtom Post segja um hann er ekki svo.

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2018 kl. 13:56

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sæmundur ég hef fylgst með Trump frá byrjun og þessum fréttamiðlum sem þú nefnir. Jú þeir segja hann segja ósatt þá er ég er ekki að sjá það.

Menn eru að semja um hitt og þetta og sumt teflt fram sem möguleika en svo er hætt við það þýðir ekki að hann sé að ljúga. Eða hvað.   

Valdimar Samúelsson, 26.9.2018 kl. 14:12

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Lyga- svika- og fölsunarbrigsl eru algeng í allri pólitískri umræður. Trump hefur þó gengið mun lengra í því og sjálfhælni sinni en fyrirrennarar hans hafa gert. Ertu kannski áskrifandi að tísti hans? Blöðin sem nefnd eru hafa gagnrýnt hann harkalega og ég efast um að þú hafir lesið allt sem þau hafa skrifað um hann.

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2018 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband