24.7.2018 | 12:34
2751 - Pia Kjærsgaard
Varð fyrir svolitlum vonbrigðum þegar viðtal var við Friðrik Ólafsson þar sem rætt var við hann meðal annars um sín fyrstu kynni af skák. Það heimfærði hann upp á sjálfan sig gamla sögu um Capablanca. A.m.k. heyrði ég hana fyrst um Capablanca. Kannski er hún ekkert síður sönn um Friðrik en Capa því ómótmælanlegt er að hann stóð sig mjög vel í skák alveg frá unga aldri og er að mínum dómi einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sjálfur man ég ósköp vel eftir því að hann kom í heimsókn á heimsmeistaramót skáktölva sem haldið var í háskólanum í Reykjavík um árið samhliða einhverju íslensku skákmóti. Meistararnir sem þar voru urðu mjög uppveðraðir af því að fá tækifæri til að fá mynd af sér með Grandmaster Olafsson.
Sagt er að álíka spennandi sé að horfa á málningu þorna einsog að fylgjast með skákmóti. Einu sinni var sú tíð að hægt var að selja inn á skákmót. Það er ekki gert lengur. Meðan ég var og hét fylgdist ég stundum með skákmótum og keypti mig jafnvel inn á þau. Aldrei hefur það hvarflað að mér að fara á golfmót sem áhorfandi og ég skil ekki þannig mentalitet Satt að segja mundi ég fremur sjálfur vilja vera þátttakandi í slíku en áhorfandi. Gott ef það er ekki ennþá betra að fylgjast með þessháttar í sjónvarpi en að fara á staðinn.
Undarlegt með mig. Sennilega er ég ólíkur flestum öðrum íslenskum sófakartöflum sem kalla sig íþróttaunnendur. Ég elska nefnilega að sjá Englendinga tapa í fótbolta og svo hefur lengi verið. Að sumu leyti er einn mesti sigur Íslendinga í þeirri íþróttagrein að hafa sigrað þá og slegið út úr 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar um árið í Frakklandi sællar minningar. Þátttakan í heimsmeistaramótinu í Rússlandi er ekki af sömu stærðargráðu. Þar stóðu þeir sig ekki alveg nógu vel, þó jafnteflið við Argentínu hafi svosem verið ágæt sárabót. Sömuleiðis finnst mér alveg nauðsynlegt að Tiger Woods nái sér alls ekki aftur á strik í golfinu. Eiginlega finnst mér golfið ekki vera íþrótt. Frekar afsökun fyrir útiveru. Kannski er þar um að ræða einhverskonar ást á því að vera öðruvísi en aðrir.
Helga Vala Helgadóttir, henti skít í Píu. Þetta gæti svosem verið upphaf á vísu. Þó ég hafi stundum gert vísur treysti ég mér ekki til að gera boðlega vísu úr þessu. Annars finnst mér Danir hafa sýnt okkur Íslendingum óvirðingu með því að senda okkur manneskju af þessu tagi. Steingrímur Jóhann er greinilega mjög ánægður með að þurfa ekki að ræða um annað en hegðun Helgu Völu og Pírata. Samkoman á Þingvöllum var greinlega að öllu leyti misheppnuð og Steingrímur er greinilega alveg í vasanum á Bjarna Ben. einsog fleiri. Vitanlega er auðvelt að vera vitur eftirá, en Pia er samt sem áður skítapía.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þegar undirritaður var í Menntaskólanum á Akureyri gerði ég þar jafntefli við Friðrik Ólafsson og þá var hætt við að grafa karlinn í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum.
"Því var raunar haldið fram að líkamsleifarnar sem jarðsettar voru á Þingvöllum haustið 1946 væru ekki af Jónasi [Hallgrímssyni], heldur dönskum bakara.
Séra Bjarni Jónsson sem talaði yfir moldum hins látna var maður gamansamur. Meðan á athöfninni stóð sagði hann í hálfum hljóðum við Ágúst son sinn:
"Ætli það sé nú ekki vissara að ég segi hér nokkur orð á dönsku.""
Þorsteinn Briem, 24.7.2018 kl. 14:04
Ljótt er orðbragð þitt, Sæmi, um forseta danska þingsins!
Hún nýtur þar trausts, ólíkt hinni tvöföldu Helgu Völu og Pírata-stjórnleysingjagreyjunum.
Eigum við ekki að botna vísu þína?
Jón Valur Jensson, 24.7.2018 kl. 17:25
Tilefni þessa hátíðarfundar Alþingis var að minnast 100 ára afmælis undirritunar sambandslagasáttmála Íslands og Danmerkur.
Samningsmennirnir sem undirrituðu hann voru fulltrúar Alþingis, annars vegar, og fulltrúar danska þingsins, hins vegar.
Danir sendu ekki Píu Kjærsgaard til Íslands, hún kom hingað í boði Alþingis sem forseti danska þjóðþingsins.
Reyndar má halda því fram að sökin sé danska þjóðþingsins vegna þess að það kaus hana í þetta háa embætti þrátt fyrir að hún væri "persona non grata" í augum pírata o.fl. á Íslandi.
En að vísu kostaði það andvökunótt að uppgötva það.
Hörður Þormar 24.7.2018 kl. 21:39
Steini minn þú ert ekki eini maðurinn sem gert hefur jafntefli við Friðrik.
Skil ekki alveg hvað þessi danska bakarasaga kemur málinu við.
Ertu þá hættur að semja vísur? Rímið var oft ansi frumlegt hjá þér.
Sæmundur Bjarnason, 24.7.2018 kl. 22:29
Jón Valur, við erum ekki sammála í pólitík. Við því er lítið að gera.
Visubotninn er samt nokkuð góður hjá þér.
Nenni ekki að fjölyrða meira um þetta mál. Ekki líst mér heldur á að ræða við þig um stjórnmál yfirleitt. Í mínum augum ertu öfgafullur hægrimaður, langt til hægri við Bjarna Ben. og er þá langt til jafnað.
Sæmundur Bjarnason, 24.7.2018 kl. 22:37
Hörður Þormar. Um þetta mál allt saman má margt segja. Píratar eru í mínum augum mun betri kostur, en það afdankaða kerfi fjórflokksins sem lengi hefur stjórnað landinu. Illa má reyndar bæta við.
Sæmundur Bjarnason, 24.7.2018 kl. 22:42
Á mörgum sviðum er ég alls ekki hægra megin við Bjarna unga Ben. Ekki er ég nýfrjálshyggjumaður eins og hann, ekki í öfgafrjálshyggju.
Ef þú kallar það hægri öfgar að viðurkenna lífsrétt ófæddra barna, þá er í 1. lagi eitthvað að þinni heilbrigðu skynsemi, og í 2. lagi er svarið, að þetta er afstaða sem tengist ekki hægri eða vinstri í pólitík, heldur (a) náttúrurétti og skynsemishugsun um heimspeki mannlegs lífs og (b) biblíulegum og kristnum siðaboðskap frá upphafi, m.a.s. samþykktum af íslenzku Þjóðkirkjunni, þótt Agnes og hennar kvennaguðfræðingar virðist ekkert vilja af því vita, en
sjá hér!
Jón Valur Jensson, 24.7.2018 kl. 22:55
Sæmundur Bjarnason.
Það má vissulega deila um þennan "ágæta" Þingvallafund. Kannski var hann bara óttalegt snobb og sýndarmennska, en það kemur Píu Kjærsgaard bara ekkert við. Henni var boðið að halda þar ræðu og hún þáði gott boð.
Eða átti að að bjóða fulltrúa danska þjóðþingsins á þennan fund með því skilyrði að það mætti ekki vera forseti þess?
Kannski hefðu píratar sett þetta skilyrði, en hefði danska þjóðþingið þótt sér sæma að hlíta því?
Hörður Þormar 24.7.2018 kl. 23:29
Leiðr.
Kannski hefðu píratar sett þetta skilyrði, en hefði danska þjóðþinginu þótt sér sæma að hlíta því?
Hörður Þormar 24.7.2018 kl. 23:49
Las fyrst: Pía Kjærsgaard varð fyrir svolitlum vonbrigðum...
En varð svo fyrir svolitlum vonbrigðum þegar ég fann ekki söguna af Friðriki og Capublanca þrátt fyrir talsverða leit.
Aðalsteinn Geirsson 25.7.2018 kl. 10:02
Hörður. Ef enginn fundur hefði verið haldinn hefði ekki þurft að bjóða neinum. Og þó hann hafi verið haldinn þurfti ekki að bjóða neinum að ávarpa alþingi. Mér skilst að sá heiður hafi ekki fallið mörgum í skaut hingað til. Hafa kannski ekkert kært sig um það.
Eini flokkurinn sem ég hef aldrei kosið er Sjálfstæðisflokkurinn. Pírata hef ég kosið að undanförnu, einkum vegna þess að þeir eru á nóti kerfinu.
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2018 kl. 11:43
Aðalsteinn Geirsson.
Sagan um Capablanca er mörgum (kannski flestum) skákunnendum kunn. Hún er í sem allra stystu máli þannig að sagt er að hann hafi horft á föður sinn (sem talinn var ágætur skákmaður)tefla. Lært mannganginn á því og síðan unnið hann auðveldlega.
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2018 kl. 11:48
Jón Valur,
Guðfræði og "pro-life" eru ekki stjórnmálahreyfingar að mér hefur skilist.
Snúast ekki einu sinni held ég um hægri og vinstri. Vinstri sinnar hafa þó viljað kenna hvorttveggja við hægri stefnu.
Guðfræðingar hafa engan einkarétt á siðfræði.
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2018 kl. 11:57
Sæmundur. Satt er það, þessi fundur var alveg óþarfur, ekki síst ef það var stjórnarskrárbrot að leyfa öðrum en alþingismönnum að tala á honum.
Þetta hefði átt að ræða fyrir löngu en ekki daginn eftir fundinn.
Steingrímur Sigfússon sagði í viðtali við Rás 1 að Margrét Danadrottning íhugi að koma í heimsókn til landsins 1.des. n.k.
Vonandi verður þessi uppákoma ekki til þess að hún hætti við það.
Hörður Þormar 25.7.2018 kl. 12:42
Þakka þér svarið, Sæmi, en hvergi sagði ég þó, að guðfræðingar hafi einkarétt á siðfræði, ég nefndi einmitt náttúrurétt og skynsemishugsun um heimspeki mannlegs lífs, sem mótandi (ásamt fósturfræði, foetology) fyrir mína afstöðu í lífsverndarmálum.
Jón Valur Jensson, 25.7.2018 kl. 14:49
Og ég er náttúrlega trúr Thómisti í því að viðurkenna (ólíkt Lúther) gildi mannlegrar heimspeki (m.a. hinnar forngrísku) fyrir viðfangsefni kristinnar guðfræði, bæði um trúarefni og siðferðismál.
Jón Valur Jensson, 25.7.2018 kl. 14:52
Sæll Sæmundur.
Vinstri menn hafa alla tíð hatast út í Fullveldið
og alveg sér í lagi út í Sjálfstæði Íslendinga 1944.
Það kom því ekkert á óvart að uppþots- og uppnámsflokkar
gerðu hvað þeir gætu til að rústa hátíðarfundi á Þingvöllum.
Það mistókst hins vegar algerlega og þessi illa innrættu gerpi
þutu út í buskann sem halaklipptir hundar.
Aflúsa þarf Alþingi af þessari óværu sem allra fyrst!
Húsari. 26.7.2018 kl. 07:54
Það finnst mér ekki, Húsari góður.
Sæmundur Bjarnason, 26.7.2018 kl. 23:26
Sé að ég hef ekki svarað síðasta innleggi Jóns Vals. Það er þó ekki af því að ég sé nokkuð að amast við honum.
Guðfræðiglósur skil ég bara alls ekki, og ekki er ég sterkur í heimspekinni, enda lítt lærður.
Sæmundur Bjarnason, 26.7.2018 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.