2749 - Ljósmæður

Það er svo undarlegt með mig að oft er vísukorn eða eitthvað þessháttar að flækjast fyrir mér daglagt eða jafnvel lengur. Nú er það þessi vísa, sem sagt er að vistmaður á elliheimili hafi látið sér um munn fara. Mín kenning er sú að sagan komi á eftir vísunni eins og oft vill verða með góðar vísur. Jafnvel að seinni parturinn hafi verðið gerður á undan. Vísan er svona og margir hafa eflaust heyrt hana:

Áður hafði áform glæst
engin þó að hafi ræst.
Nú er það mín hugsjón hæst
hvenær verður étið næst.

Geri mér engar grillur um höfundinn. Sumum finnst það samt skipta mestu máli. (Höfundinum kannski.) Reyndar getur vel verið að ég hafi minnst á þessa vísu fyrr á blogginu mínu. Ekki get ég vitað um hvað ég hef áður skrifað. Gúgli ætti að vita þetta. Nenni samt ekki að gá að því. En góð er hún.

Allar fréttir snúast þessa dagana um ljósmæður. Yfirvinnubann hafa þær sett á og vissulega veldur það vandræðum. Að láta þær berjast þannig einar við auðvaldið og mismunina í kerfinu er að sjálfsögðu alls ekki sanngjarnt. Þeir sem vel gætu stutt þær gera það ekki. Margir munu samt njóta þess ávinnings sem þær hugsanlega ná. Í sannleika sagt riðar ríkisstjórnin til falls útaf þessu. Smáatriði þessa máls skipta engu máli.

Kannski förum við til Akureyrar á eftir. Ekki þó til að elta sólina. Enda er hún hið mesta ólíkindatól og veðrið allt. Veðuráhugamaður er ég enginn. Vil bara hafa veðrið þannig að það henti mér. Veðurvísur eru oft góðar. Föstudagar eru ryksugudagar. Ryksugaði þó ekkert í gær (hversvegna er ekki sagt ryksaug?) en ég er eiginlega önnum kafinn við það núna. Hleyp samt öðru hvoru í bloggið og þykist vera að hvíla mig.

Eiginlega er ég bara að teygja lopann til að þetta verði nægilega langt til að setja upp. Mér dettur ekkert merkilegt í hug. Enginn les bloggið mitt ef ég skrifa ekki neitt. Klásúlan um ljósmæðurnar sýnir nokkuð vel hina pólitísku hugsun mína og er á margan hátt ástæðan fyrir því að ég vil fyrir hvern mun setja þetta sem fyrst upp.

IMG 7937Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann nú áform hefur glæst,
held ég bráðum keyri,
Sæma það er hugsjón hæst,
að hanga á Akureyri.

Þorsteinn Briem, 21.7.2018 kl. 11:58

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hugmyndin um Akureyri
ekki fór í burtu.
Svona gera fleiri og fleiri.
Farðu bara í sturtu.

Sæmundur Bjarnason, 23.7.2018 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband