13.7.2018 | 17:36
2745 - Hægri og vinstri
Hulda Indland, hver er nú það? Það er alltaf verið að tala um hana í sjónvarpinu. Ekki kannast ég við hana og fésbókin ekki heldur. Er hún þá til? Kannski ekki. Aumlegur útúrsnúningur atarna. Ætli það sé ekki bara verið að auglýsa sjónvarpsþátt um Indland.
Ómótmælanlegt er að Bandaríska ríkisstjórnin reynir með hótunum og öðru þessháttar að hafa áhrif á þær þjóðir innan sameinuðu þjóðanna sem veikastar eru fyrir. Mannréttindi eru þeirri stjórn lítils virði. Einangrunar- og tollastefna Trumps er svo annar kapítuli, sem ekki verður ræddur hér. Bandaríska ríkisstjórnin, og þó einkum Trump sjálfur, virðist álíta að bandaríkin geti gert, í krafti auðs síns og áhrifa, hvað sem er. Svo er þó ekki og fyrr eða síðar verður bandaríkjamönnum sýnt ótvírætt hvar þeir eiga heima. Auður þeirra og áhrif eru ekki frá Guði, heldur hafa aðrar þjóðir hingað til sætt sig við yfirgang þeirra. Kóngarnir í Evrópu töldu áður fyrr að völd sín væru frá Guði komin, en fyrir löngu er búið að leiðrétta þá lygi.
Kommúnistar álíta alla andstæðinga sína kapítalista og kapítalistar álíta alla sem ekki fallast á þeirra sjónarmið vera kommúnista. Hægri og vinstri ásamt kommúisma og kapítalisma finnst mér einkum snúa að ríkisafskiptum. Öfgarnar ber samt að forðast eða varast a.m.k. Miðjumoðið er farsælast til lengdar. Auðvitað er þetta einföldun. Snýst ekki öll pólitík um einfaldanir? Það hefur mér sýnst. Vel er hægt að halda því fram að hægri og vinstri skiping eftir þessu sé úrelt. Sumir hafa talað um opingáttar- og einagrunarstefnu. Kannski er hún réttari. Afstaðan til flóttamanna er farin að skipta mjög miklu máli hér á Vesturlöndum. Annars er öll pólitík hálfleiðinleg. Vel er hægt að komast hjá henni í flestum málum. Allir þeir sem til áhrifa komast virðast vilja vel.
Sveiflurnar í lesendafjölda hjá mér undanfarna daga eru talsverðar, eða frá 5 til 330 er fjöldi þeirra sem leggur það á sig að fara inná Moggabloggið mitt. Auðvitað skrifa ég ekki daglega en samt eru þetta talsvert miklar sveiflur finnst mér. Ég er ekki vanur svonalöguðu. Ekki er þó um annað að ræða en sætta sig við þetta. Kannski verður þetta til þess að maður fer að skrifa oftar. Með því verða bloggin samt óttaleg þunnildi. Mér finnst ég þurfa að tæpa á allnokkrum málum í hverju bloggi.
NATO-aðildin hefur á flestan hátt komið sér vel fyrir okkur Íslendinga. Finnst mér. Ef við eigum að stórauka hernaðarútgjöld okkar mikið finnst mér það koma til greina prósentvís en ekki annars. Með því að kúpla saman smæð okkar og aðildinni að NATO höfum við hingað til getað notið flestra kosta við aðild án þess að leggja mikið á móti.
Er öll þessi vitleysa í kringum Trump bandaríkjafoseta kannski einn risastór gjörningur? Við vitum að hann þrífst á því að vera í fréttum og á milli tannanna að fólki. Ekki er að sjá að það skipti hann máli hvort umfjöllunin um hann er jákvæð eða neikvæð. Umfjöllunin er allt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Oft á Guði illa lá,
aldrei gaf þó völdin,
Djöfullinn hann Dónald á,
dátt hlær bakvið tjöldin.
Þorsteinn Briem, 13.7.2018 kl. 20:51
Oft er Steini í örgu skapi
alltaf samt hann yrkir hér.
Enginn er hann angurgapi
elskar Trump þó virðist mér.
Sæmundur Bjarnason, 13.7.2018 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.