27.6.2018 | 06:23
2739 - Fótbolti og heimspólitík
Að sumu leyti er Suðrið að minna á sig. Varkárlegar er ekki hægt að taka til orða. Við stöndum nú e.t.v. andspænis mikilli ógn. Hún er hugsanlega sú að þeir sem hafa það verulega slæmt eru nú loksins að innheimta hjá okkur Vesturlandabúum það sem við í hinum vestræna heimi skuldum þeim í raun og veru. Hugsanlega er millistéttin á vesturlöndum alls ekki tilbúin til að ganga til skuldajöfnunar við þriðja heiminnn núna. Einhverntíma kemur samt að því. Einangrunarstefna sú sem Trump og hans lið stendur fyrir getur leitt til mikilla hörmunga. Ekki er ég svosem að spá þriðju heimsstyrjöldinni, en þróunin í heiminum gæti bent í þá átt. A.m.k. má búast við miklum átökum í heimspólitíkinni. Tollamál og flóttamannamál eru bara yfirborðið.
Er annars hægt að skrifa um annað en fótbolta núna. Að mörgu leyti er ég sammála þeim sem haldið hafa því fram að það að hafa tekið Emil Hallvarðsson út úr liðinu hafi verið afdrifaríkustu mistökin sem gerð voru á HM í Rússlandi. Stjórnendur liða segja oft að það eigi aldrei að breyta sigurliði. Að flestu leyti má líta á jafnteflið við Argentínumenn sem sigur. Annars stóðu sig eiginlega allir vel í þessu mikla ævintýri. Og vitanlega er hálfósanngjarnt að kenna Heimi Hallgrímssyni um að okkur tókst ekki að komast áfram. Vitanlega hefði það verið gaman.
Nú er semsagt hægt að fara að hugsa um annað en fótbolta og væntanlega verður það gert. Þó má eflaust margt skrifa um hann. Endalaust er hægt að segja ef og hefði. Samt er þetta búið að þessu sinni. Óþarfi með öllu er samt að leggja árar í bát. Þetta lið hefur gert góða hluti og getur vel haldið því áfram. Vel gæti verið ástæða til að leyfa leikmönnunum að fylgjast með HM-keppninni til loka. KSÍ hefur oft eytt peningum í meiri vitleysu.
Trump bandaríkjaforseti er líklega að lenda í meiri vandræðum en áður útaf flóttamannamálum. Dómari einn hefur skipað honum að sameina fjölskyldur strax. Sennilega verður hann að gera það eða Republikanaflokkurinn tapar eftirminnilega í kosningunum í haust. Bandaríkjamenn láta ekki fara með sig eins og borðtuskur.
Þó ég hafi lítið álit á íslenskri pólitík (en þykist vita ýmislegt um alþjóðastjórnmál) er því ekki að leyna að vegur sósíalista er vaxandi hér í Evrópu. Trump bandaríkjaforseti reynir að synda móti straumnum, en hræddur er ég um að hann verði fyrr eða síðar að gefast upp. Sú vinstri sveifla sem nú er að flæða um heiminn mun vonandi bjarga honum. Öfgahægrið er sífellt að verða einangraðra og öfgafyllra. Unga fólkið í dag er von heimsins.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Alla leiki unnum við,
ef við bara skoðum,
rauða Messi rassgatið,
rennir undir stoðum.
Þorsteinn Briem, 27.6.2018 kl. 09:33
Því meiri vandræðum sem Trumpsi kallinn lendir í, því meira elskar þjóðin hann. Er það ekki bara þannig?
Þorsteinn Siglaugsson, 27.6.2018 kl. 14:05
Jú, sennilega er það þannig, Þorsteinn. Ég hef samt dálitlar áhyggjur af því að USA verði verri fyrir okkur Evrópubúa vegna Trumps. Maður var orðinn svo vanur litlausum forsetum þar, þó þjóðlífið sé ákaflega hægrisinnað og alls ekki til eftirbreytni fyrir okkur Norðurlandabúa.
Sæmundur Bjarnason, 27.6.2018 kl. 23:01
Enga leiki unnum við
öllum fyrir láum.
Rotað var þá raupgatið
af Rússadindlum fáum.
Hvusslags öfugmæli eru þetta? Við náðum þó einu jafntefli.
Sæmundur Bjarnason, 27.6.2018 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.