9.6.2018 | 23:15
2729 - Um Trump og Co.
Segja má að allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar, eða í rúm sjötíu ár hafi bandríkjamenn ráðið mestu um skipulag hins vestræna heims. Mest hefur það verið í krafi yfirburða hernaðarafls og vegna samvinnu svona margra og auðugra ríkja, sem auk alls annars tala sama tungumálið. Hinn vestræni heimur hefur síðan haft úrslitaárif á aðra hluta heimsins í krafti menningar sinnar, auðæfa og vopnavalds.
Þegar kalda stríðinu lauk um 1990 má segja að nýr kafli hafi hafist í vestrænni menningu. Bandaríkjamenn virðast upp til hópa álíta að með því hafi kapítalisminn sýnt að hann standi sósíalismanum mun framar að flestu leyti. Svo er þó alls ekki. Hann hefur aðeins sýnt að sú gerð hans, ásamt landgæðum, sem stunduð var í USA stóð sósíalismanum eins og hann var iðkaður í Sovétríkunum sálugu miklu framar.
Nú bendir margt til þess að á ný ætli bandaríkjamenn að hverfa á vit einangrunarstefnunnar sem þeir að ýmsu leyti aðhylltust á millistríðsárunum. Þeim kom ekki vitund við þó Hitler kæmist til valda í Þýskalandi og réðist með offorsi á Gyðinga, sem margir hverjir flúðu til annarra ríkja. Þar á meðal til USA. Ekki er ég að líkja saman andúð Trumps, Repúblikana í bandaríkjunum og flestra hægrisinna í heiminum á Islam og þeim sem Múhameðstrú játa og ofsókum Hitlers á hendur Gyðingum. Samt virðist þróunin vera í þá áttina.
Það að flestir leiðtogar annarra ríkja skuli vera Trump andsnúnir í mörgum málum bendir óneitanlega til þess að stefna hans sé röng í veigamiklum atriðum. Ný heimsmynd kann að blasa við okkur innan fárra ára. Það kann að vera erfitt að beina bandaríkjunum frá einanrunarstefnunni árið tvöþúsund tuttugu og fjögur ef Trump nær endurkjöri árið tvö þúsund og tuttugu, sem hann mun eflaust stefna á.
Læt ég svo lokið að þessu sinni hugleiðingum mínum um alþjóðastjórnmál, enda er ég fráleitt einhver sérfræðingur á því sviði. Samt hef ég eins og margir Íslendingar gaman af að velta ýmsu af því tagi fyrir mér. Ekki er því að neita að margt í stefnu ESB fellur mér engan vegin í geð. Samt er það mín skoðun að Bretar hafi t.d. gert afdrifarík mistök í því að samþykkja BREXIT. Margar hættur kunna að stafa af Alheimsstjórn. Samt er heillavænlegra að stefna í þá átt og auka samstarf þjóða en hið gagnstæða.
Auðvitað eru allsekki allir sammála þessum skoðunum mínum. Samt er það svo að einhverjir kunna að hafa meiri áhuga á alheimsstjórnmálum en fótbolta.
Samt er ég allsekki að gera lítið úr afreki strákanna okkar í því að komast á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Það er satt að segja ótrúlegt afrek hjá þeim að vera taldir með þeim bestu í heiminum í þessari útbreiddustu íþrótt allrar veraldarinnar.
Flokkur: Bloggar | Breytt 10.6.2018 kl. 08:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Donald Trump er skrautlegt skass,
skálkur hann og drusla,
spark fær brátt í rauðan rass,
á Raufarhöfn má husla.
Þorsteinn Briem, 10.6.2018 kl. 20:41
Skassið mikla og skálkurinn
skorar hátt hjá Könum.
Til að sjá er Tromparinn
talsvert likur Dönum.
Sæmundur Bjarnason, 10.6.2018 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.