4.6.2018 | 13:02
2727 - Trumpleysi er allra meina bót
Ég er búinn að vera í burtu alla helgina. Samt er ég alls ekki hættur að blogga. Trump-sýkin er þó örlítið að rjátlast af mér. Um margt annað og áhugaverðara er hægt að skrifa.
Merkilegasta heimspekilega spurningin finnst mér vera: Er fólk fífl? Er virkilega hægt að vefja fjöldanum um fingur sér með málæði og því einu að vera öðruvísi en aðrir? Trump virðist vera að takast þetta í bandaríkjunum.
Jæja, ekki gat ég skrifað langt mál án þess að minnast á Trump. Heimspekingur er ég ekki. Kannski er ekki mikið að marka mig. Get samt ekki að því gert að pólitískt hugsa ég svona. Hugsanlegt er að MESTA fíflið sé ég sjálfur. Þetta minnir mig á meirafíflskenninguna sem stundum virðist vera allsráðandi í viðskiptum. Kannski var HRUNIÐ sjálft henni að kenna. En förum ekki lengra út í þá sálma.
Lesendum mínum á Moggablogginu virðist vera að fækka aftur og er það vel. Selebrity vil ég síst af öllu verða. Látum vera þó einhverjir lesi þetta bull í mér. Um leið og þeir verða of margir fer mér að líða eins og einhverju selebrity og það er slæmt. Alls ekki vil ég samt læra betur á fésbókina eða snjallsímann minn, því mér finnst þessi tvö fyrirbrigði á margan hátt vera einskonar draumur andskotans.
Moggabloggið hentar mér ágætlega. Ekki síst vegna íhaldsstimpilsins sem á því er. Svo er dálitið umhendis að svara þessum ósköpum og fáir gera það. Athugasemdir við það sem ég skrifa á bloggið þurfa helst að vera gerðar þar. Annars getur dregist von úr viti að ég svari þeim. Samt auglýsi ég alltaf á fésbókarfjáranum og finnst ég verða að gera það.
Komum frá Akureyri í gær og þegar við fórum að nálgast Skagann fórum við framhjá Strákatalfæri, Luxustanga og Bognabresti. Sumir í bílnum kunnu að meta þennan orðaleik, en aðrir ekki. Sumir rithöfundar gera jafnvel of mikið af því að leika sér með tungumálið. T.d. er Hallgrímur Helgason slæmur með þetta. Ég er samt allsekki að líkja mér við hann. Í bloggi má allt. Jafnvel láta eins og vitleysingur.
Auðvelt er að sá hatri. Einangrunarviðleitni og sjálfselska kann að hafa í för með sér efnislegan ávinning um stundarsakir. Meðlíðunin með þeim sem ólíkir eru mun samt sigra á endanum.
Heyrði rétt áðan auglýsingu sem hljóðaði eitthvað á þennan veg: Pantaðu í matinn á Netinu og grípu það með þér á heimleiðinni.
Svonalagað skil ég bara allsekki. Er útilokað að vera á Netinu heima hjá sér? Eða er auglýsingin bara fyrir suma?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Til Akureyrar oft hann fer,
í eðalvagni sínum,
alltaf þar að ofan ber,
með ótal brjóstabínum.
Þorsteinn Briem, 4.6.2018 kl. 13:45
Steini var á Akureyri
einkum ber um nætur.
Er víst líka eins og fleiri
ákaflega sætur.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2018 kl. 16:05
Sæma og Steina er sæmdin bezt
að sýna lit á einu:
akureyrska að elska mest,
þótt ekki sé í neinu.
Jón Valur Jensson, 5.6.2018 kl. 04:51
Til þess að ofstuðla ekki, mætti náttúrlega segja:
að knúsa akureyrska mest, o.s.frv.
Jón Valur Jensson, 5.6.2018 kl. 05:00
Þetta minnir auðvitað á vísuna:
Giljuð var mörg uppi í Gili ...
sem hér mun brátt mega líta í fullri lengd, þegar góðir menn eru komnir í gang.
Jón Valur Jensson, 5.6.2018 kl. 05:08
Svo er hér smá-pilla til Sæmundar vegna pistilsins undarlega:
Fífl ef álítur fólk þitt þú,
fjósamanns lít ég á það sem trú.
Nær væri að sjá þar vizku vott,
Vinstri græn þegar við hrekjum brott
af landi hér, það hreinsun er!
Svo kjósum við Davíð í desember!
Jón Valur Jensson, 5.6.2018 kl. 05:25
Verð víst að svara þessu, þó ég hefi enga vísu tilbúna.
Ætlarðu að hafa kosningar í desember?
Hver var giljuð uppí gili?
Voðalega ertu snemma á fótum.
Sp sk og st eru gnýstuðlar og stuðla ekki við lægra sett s.
Sumir vilja að vísu hafa gnýstuðlana fleiri, en ekki hann ég.
Sæmundur Bjarnason, 5.6.2018 kl. 14:07
Kýrrassa tók ég trú
trú þessa hef ég nú.
Í flórnum fæ ég að standa
fyrir náð heilags anda.
Sagði Káinn fyrir margt löngu. Það var fjósamannstalið (sem ég skil ekki) hjá þer Jón Valur sem beindi mér á þessa braut.
Sæmundur Bjarnason, 5.6.2018 kl. 14:14
Karlamagnús keisari dýr
kristni boðaði hreina.
Aldrei hann fyrir aftan kýr
orrustu háði neina,
orti Þórður Magnússon á Strjúgi, ekki satt? Og betra en glæfralegt djókið í K.N.!
En hvergi braut ég hér stuðlareglur nema með 3. línunni (ofstuðlaðri) í fyrri vísunni (sem ég lagaði reyndar), og er slíkt þó alvanalegt skáldaleyfi, þ.m.t. hjá stórskáldum fyrri tíðar.
Vel þekki ég að sjálfsögðu gnýstuðla (útvíkkun þeirra er sl-, sm- og sn-), en í fyrri vísunni eru fyrstu stuðlarnir S í Sæma og S í sæmdin ("Steina" kemur stuðlasetningunni þar ekkert við) og höfuðstafurinn S í sýna. Ég veit ekki hvernig það datt í þig, Sæmi, að fipast í þessu.
Já, ég ætla að hafa kosningar í desember!
Svarið við næstu spurningu er í upphafslínunni: "mörg"!
PS. Seinni vísa mín er 6 línur í einu erindi, en tæknilega réð ég ekki við það eða nennti að eyða meiri tíma í það að laga uppsetninguna betur. Og þar væri þjálla að segja "Vinstrigræn" (sem er réttur þríliður) fremur en í tveimur orðum, svo að menn hafi betri leiðsögn um lesturinn.
En það kalla ég ekki heimspeki, heldur miklu fremur fjóstrú að telja fólk fífl, en taktu það ekki nærri þér, Sæmundur minn.
En ætlið þið, svona galvaskir, ekki að hafa það af að botna þessa 1. línu? Er þetta ekki ærin ögrun fyrir norðanfara eins og ykkur Steina?
Jón Valur Jensson, 5.6.2018 kl. 16:54
Giljuð var mörg uppi í Gili;
gekk ekki rétt vel í bili
hjá Steina, Brussel- þá boðin
bárust í fóninn og voðinn
að anza ekki yfirvaldi
(sem áður þá færeysku kvaldi).
Hann lagði'hana frá sér; hún fnæsti,
ferlega áður þó dæsti.
Á YouTube er um þetta ræma,
aðhlátur vekur það Sæma.
Hér slitnuðu óvart sundur 4. og 5. lína; þetta er ein vísa, ekki tvær og saman sett í anda sósíalrealismans, vinsællar stefnu í eldra Sovétinu.
Jón Valur Jensson, 5.6.2018 kl. 19:47
Hann lagði´hana frá sér; hún fnæsti, (etc.)
Jón Valur Jensson, 5.6.2018 kl. 19:49
Ja, hérna.
Við yrkingarnar er ég bara orðinn nokkuð seigur
við orðaþrautir ekki deigur
andlegur minn stækkar teigur.
Ekki skil ég þig fyllilega ennþá.
Kannski ert þú allur í pólitíkinni og efnahagsbandlaginu.
Ekki álít ég þig samt Trump-sinna.
Með giljunina á Gili er ég engu nær.
Sæmundur Bjarnason, 5.6.2018 kl. 20:27
"Brussel- þá boðin" þýðir náttúrlega: þegar Brussel-boðin (bárust í fóninn o.s.frv.).
Annars hef ég lítið meira um þetta að segja.
En vísnaskak er náttúrlega skáldskapur og gamanmál sem ekki ber að taka jafn-bókstaflega og leiðaragreinar Moggans á hverjum morgni.
Jón Valur Jensson, 8.6.2018 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.