22.5.2018 | 17:02
2722 - Lækna-Tómas og skólaskytterí
Skólaskytterí er talsvert stundað í bandaríkjunum. Í unglingaskólanum þar sem 10 voru drepnir fyrir skemmstu átti að heita að búið væri að fyrirbyggja slíkt. Þar voru tveir lögreglumenn á verði og ýmislegt hafði verið gert til að kenna unglingunum að forðast slíkan ófögnuð eftir mætti. Nú stendur víst til að vopna kennara þar og sem víðast í USA og kenna þeim á byssur. Ekki er ég viss um að það dugi mikið.
Byssueign segir reyndar ekki nein ósköp. Það er frekar byssnotkun og hvernig byssurnar eru, sem úrslitum ræður. Bandaríkjamenn nota byssur mikið og segja gjarnan. Það eru ekki byssur sem drepa, heldur fólk. Þetta er auðvitað alveg rétt. Með byssu getur hinsvegar hver sem er, drepið hvern eða hverja sem hann vill, hvenær sem er. Ef engar byssur væru til eða almenningi bannað af stjórnvöldum að nota/eiga þær, eða notuðu/ættu þær ekki af öðrum ástæðum, þyrfti meiri nánd til að drepa og það tæki meiri tíma. Þetta er mikilvægur munur, sem Bandaríkjamenn virðast ekki vilja skilja. Þeir vilja margir meina að það séu ekki aðeins þeir sterkustu, í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu, sem geta hvenær sem er drepið eða gert óskaðlega hverja sem er. Með vissum skilingi má yfirfæra þetta á byssur.
Svo er líka á að líta: The Military Industrial Complex, sem öllu virðist ráða pólitískt í mörgum ríkjum bandaríkjanna. Ef hvergi væri stríð í heiminum og vopnaskak minnkaði til mikilla muna mundi slíkt valda efnahagslegum þrenginum í USA og víðar. Óbeint halda stjórnvöld hvar sem er í heiminum völdum með vopnavaldi.
Kosningar eru aðferð til að skipta með friðsamlegum hætti um stjórnvöld. Þær segja ekkert um raunveruleg völd. Íslendingar eru helteknir pólitískum skjálfta um þessar mundir og vissulega eru frambjóðendur misjafnir. Ekki er samt ástæða til að gruna þá um græsku. Hugsanlegt er að allir séu þeir með hamingju og heill þjóðarinnar í huga. Samt get ég af einhverjum ástæðum ekki fengið mig til að hafa mikinn áhuga á komandi sveitarstjórnarkosningum. Í seinni tíð hefur áhugi minn kosningum hér almennt farið nokkuð minnkandi.
Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Ég held bara að allir fjölmiðlar séu að fara á hliðina útaf einu smábrúðkaupi. Ekki hafði ég minnsta áhuga á þessu konunglega brúkaupi, en geri mér alveg grein fyrir því að sumir kunna að hafa það. Beinar útsendingar trufla mig ekki mikið þó ég sé fréttasjúkur. Venjulega er hægt að snúa sér að einhverjum öðrum fjölmiðli ef þörf krefur. Það var samt erfitt núna, en er kannski að lagast.
Lækna-Tómas skrifar langa grein í Fréttablað dagsins og viðurkennir að ég held að virkjunarandstæðingar hafi skráð sig í allstórum stíl til lögheimilis í Árneshreppi til að koma hugsanlega í veg fyrir Hvalárvirkjun með því. Veit ég vel að ekki er alltaf hægt að fara algjörlega eftir lagabókstaf og túlkun yfirstéttar í öllum málum. Þannig hefðu t.d. seint orðið framfarir í verkalýðsmálum, ef fara hefði átt eftir valdastéttinni í einu og öllu. Þessi aðferð er samt þess eðlis að ekki er með öllu hægt að skauta framhjá henni.
Flokkur: Bloggar | Breytt 23.5.2018 kl. 13:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Lækna-Tómas lunkinn er,
leikinn er með kutann,
hreppsnefndinni af hann sker,
allan verri hlutann.
Þorsteinn Briem, 22.5.2018 kl. 20:55
Lögheimili lukkast vel
Lækna-Tómas besti.
En þér yrði ekki um sel
með alla þessa gesti.
Sæmundur Bjarnason, 22.5.2018 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.