19.5.2018 | 11:08
2721 - Kári Stefánsson
Ég er nú orðinn svo gamall að ég les eða skoða a.m.k. dánartilkynningarnar í Fréttablaðinu oftast nær. Samt hefur það farið framhjá mér að Bjarni í Kaupfélaginu sé dáinn. Ef marka má bloggið hans Ágústar H. Bjarnasonar er það einmitt í dag (föstudag 18/5) sem hann verður jarðaður. Ég kynntist Bjarna vel þegar ég vann og var síðar útibússtjóri í Kaupfélagsútibúinu í Hveragerði. Margar sögur hef ég oft sagt af Bjarna Sigurðssyni og á margan hátt má eflaust segja að hann hafi haft meiri áhrif á mig en margir aðrir. Bræður hans þekkti ég eða kannaðist við marga, en Má og Greip þó einna síst. Sigurð Greipsson formann Héraðssambandsins Skarphéðins og upphafsmann íþróttaskólans í Haukadal kannaðist ég að sjálfsögðu við. Að Bjarni væri sonur hans vissi ég einnig ósköp vel, en aldrei miklaðist hann af því. Hann og Eiríkur blindi á Hótelinu voru föstu punktarnir í Hveragerði æsku minnar ásamt auðvitað ýmsum öðrum.
Einn er sá maður sem getur leikið sér að því að taka ráðherra og aðrar skrautfígúrur í íslensku þjóðlífi, lagt þær á hné sér og rassskellt svo syngur í. Þessi maður heitir Kári og er Stefánsson. Að hann skuli lengi hafa barist fyrir því að fá að vara þá við sem ganga með svonefnt brakkagen er ekki bara heykslanlegt heldur beinlínis sorglegt. Auk þess hefur hann gefið í nafni fyrirtækis síns Landsspítala Íslands svonefndan jáeindaskanna sem ekki er enn búið að taka í notkun að því er ég best veit. Auðvitað hafa opinberir aðilar allskonar afsakanir á reiðum höndum enda hafa þeir haft nægan tíma til að undirbúa þær.
Ég man vel eftir sjónvarpsþætti sem gerður var um skákmeistarann Robert James Fischer og samræður hans við Kára Stefánsson. Slíkar tilvistarlegar og heimspekilegar samræður um lífsgátuna eru sjaldgæfar í íslenskum fjölmiðlum. Fremur er kosið að busla í yfirborðinu á amerísku sápuvatni, sem nóg virðist vera til af.
Enn fjölgar þeim sem virðast líta á þetta blogg mitt sem vin í þeirri vísnaeyðimörk sem að mörgu leyti virðist ríkja hér á landi. Alveg held ég að hætt sé að kenna í skólum vísnagerð og stuðlasetningu. Svo var ekki þegar ég var að alast upp. Þá var okkur kennd stuðlasetning og málfræði alveg undir drep. Man að ég átti fremur auðvelt með að tileinka mér sumt af því, sem haldið var að okkur. Annað t.d. í málfræði og greinarmerkjasetningu fannst mér að vísu mesta stagl en ekki nærri allt. Þarna má segja að margt fari saman. Móðurmálið er alls ekki meðfætt.
Vilhjálmur Vilhjálmsson (assgoti eru þeir annars margir) í Kaupmannahöfn sem í raun og sannleika er úrvals fornleifafræðingur og vandar sig mikið við bloggin sín er nýjasta viðbótin á því sviði. Kallar sig núorðið að vísu Fornleif og ekkert er við því að segja.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Talandi um "stuðlanna þrískiptu grein" þá eru mér minnisstæðar síðdegiskennslustundirnar í Bifröst þar sem Snorri okkar Þorsteins kenndi okkur bæði bragfræði og fundarstjórn og fundarreglur, auk ræðumennsku. Líklega stendur sú fræðsla upp úr í minninu hvað varðar þær námsgreinar, sem maður átti að tileinka sér á þeim annars ágæta stað.
Ellismellur 19.5.2018 kl. 11:15
Hér er mikið þras og þref,
þreyttir á því flestir,
karlinn góður Kári Stef.,
kratar eru bestir.
Þorsteinn Briem, 19.5.2018 kl. 14:25
Eftir mikið þref og þras
þóttist Kári góður.
En svo eftir brauk og bras
birtist Steini fróður.
Sæmundur Bjarnason, 19.5.2018 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.