18.5.2018 | 10:50
2720 - Hitler & Co.
Satt að segja er ég hræddastur um að Trump bandaríkjaforseti sé Hitler nútímans. Af hverju nefnir þetta enginn? Skil það ekki. Jú, ég veit svosem að það er þetta sem margir hugsa. Samt má helst ekki nefna það. Að sumu leyti er það rétt að umræðan getur hæglega farið útí vitleysu ef þessi samlíking er notuð. Er samt viss um að hann er að hugsa upp aðferð til þess að vera lengur við völd en þau átta ár, sem vaninn er á friðartímum. Enginn vafi er á því að hann mun sigra auðveldlega í forsetakosningunum árið 2020. Fyrir árið 2024 þarf hann að vera búinn að ákveða hvernig hann verður áfram við völd. Með einangrunarstefnu innanlands og ofbeldi í utanríkismálum er alveg hugsanlegt að honum takist þetta. Bandaríkin eru það ríkt land að þau geta hæglega séð um sig sjálf. Menntamenn eru ekki enn farnir að flýja land, en að því kemur. Fjölmiðlar og almenningur í Stóra Útlandinu hafa verið á móti honum frá upphafi, en samt hefur hann komið sínu fram að mestu leyti. Fjölmenning er framtíðin og ESB er lausnin.
Reyndar er ég ekkert viss um að Trump komist upp með eitthvað svipað í USA nú á tuttugustu og fyrstu öldinni, og Hitler gerði á fjórða áratug síðustu aldar í Þýskalandi. Samt held ég að sú hætta sé fyrir hendi. Ekki eru allir fjölmiðlar á móti honum, en flestir sem eitthvað kveður að. Einfeldningslegt er að saka fjölmiðlana um að ráðast óþarflega hart gegn honum. Þar er einfaldlega um að ræða svo marga aðila að ekki er hægt að spyrða þá alla saman. Heldur er ekki hægt að haga sér þannig gagnvart öðrum ríkjum. Bandaríkin og Trump eru einfaldlega að stefna að heimsyfirráðum. Hugsanlega er fremur hægt að líkja þeim við Rómaveldi til forna en Þýskaland nasismans. Óþarfi er auðvitað líka að loka augunum fyrir óhæfuverkum Stalíns og Maós. Mannslíf eru einfaldlega dýrmætari en allt annað.
Þessari prédikun minni er nú lokið og hægt að snúa sér að jarðbundnari verkefnum. Til dæmis er veðrið nú um stundir engu líkt. Áðan fór ég upp í Melahverfi til að sinna dýrunum þar. Meðan ég var þar úti skall á sannkallað óveður. Fyrst haglél og mikið rok. Meðan það stóð yfir slapp ég inn, en út um glugga sá ég að næst kom slydda og þegar ég fór var komið glampandi sólskin og besta veður. Eigum við að skrifa allt sem óvenjulegt er í veðrinu á hnatthlýnunina? Já, já. Þetta var bara él. Og ég er viss um að fleiri hafa orðið varir við þetta en ég einn.
Kosningaskjálfti er farinn að gera vart við sig víðast hvar. Sjálfur merki ég það einkum á því að póstkassar allir fyllast fyrr en varir af allskyns áróðri. Vitanlega er best að leiða þetta sem mest hjá sér. Það er samt ekki alltaf auðvelt. Að sjálfsögðu skipta ýmis málefni í næsta nágrenni okkar miklu máli. Leikskólar, farsímar, fésbók, skipulag, uppsagnir, lögheimili og allur fjandinn skiptir gamalmenni eins og mig samt litlu máli. Samt verð ég víst að kjósa. Ekki hefur áróðurinn í póstkössunum og fjölmiðlunum mikil áhrif á mig.
Einhver mynd.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Í kolli ennþá karlinn skýr,
kindum sínum gefur,
illskan Trumpsins ær og kýr,
illa því hann sefur.
Þorsteinn Briem, 18.5.2018 kl. 12:10
Tromparinn hann telur ær
tvisvar Steina velur.
Hótar öllum oní tær
engum frið hann selur.
Sæmundur Bjarnason, 18.5.2018 kl. 13:13
Sæmundur á selnum ær
semur hann ekki við Trump
Dónald karlinn engum kær
kemur það ekki við prump.
FORNLEIFUR, 18.5.2018 kl. 20:51
Sæmundur minn sittu kjur
segir Villi í Köben.
Sæmir ekki Bjarna bur
að burtu vera löben.
Sæmundur Bjarnason, 18.5.2018 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.