12.5.2018 | 07:01
2717 - Vorið góða grænt og hlýtt.
Nú er vorið greinilega komið. Grasið að verða grænt. Trén í óða önn að laufgast. Bráðum verður farið að hamast við að slá hérna í kringum blokkirnar. Lúpínan er farin að láta smávegis á sér kræla o.s.frv. Ætli sumarið verði bara ekki gott. Gróðapungarnir hafa samt áhyggjur af því að túristunum fjölgi ekki jafnhratt og áður. Mér er sama. Einhver strá verða líka fegin.
Man eftir vítissóda í búðum og ódýru ærhakki. Sælgæti og gosdrykkjum sem voru allt öðruvísi á Akureyri en í Reykjavík. Man líka eftir malbikaða spottanum þar sem nú er Bæjarháls. Hann var frá því á stríðsárunum og ósléttur mjög mjúklega samt. Þegar þangað var komið (frá Hveragerði) var maður talsvert farinn að nálgast Reykjavík. Man líka eftir Dýrlingnum í sjónvarpinu. Hann er víst dáinn úr elli núna.
Á undan sjónvarpinu var útvarpið allra leiðinda bót. Þar voru mörg gullkornin sem borin voru á borð. Man eftir framhaldsleikritinu sem hét: Hver er Gregory? Á það var hlutstað með mikilli innlifun. Man þó ekki gjörla um hvað það var.
Og bíóin maður. Eiríkur og Sigga á Hótelinu ráku Nýja Ferðabíóið og seldu miðann á 3 krónur gamlar og þótti mikið. Og það var reykt og reykt í bíóinu. Verst hvað birti í salnum meðan logaði á eldspýtunni. Litmyndir voru mjög sjaldgæfar. Hátíð þótti ef danskir skýringartextar voru á myndunum. Engum datt í hug að fara fram á íslenska texta.
Í gærmorgun fór ég í gegningar uppí Melahverfi. Þá var bara einn búinn að lesa bloggið mitt þann morguninn. Þegar ég kom til baka voru þeir orðnir 35. Mér finnst sú tala frekar há. Kannski finnst sumum hún lág, en við því er ekkert að gera. Í gær var fössari eins og krakkarnir segja og eins og venjulega var ég í skásta stuðinu til þess að blogga þegar ég er nýbúinn að setja blogg í eterinn og ég byrjaði á þessu bloggi þá.
Vel á minnst. Þetta með eterinn er athyglisvert. Kannski er það sama og ljósvakinn sálugi. Áður fyrr þótti mönnum það ómögulegt að ljós frá frá stjörnunum væri að flækjast í algjöru tómi. Þessvegna var ljósvakinn fundinn upp. Atmosfer, jónosfer, stratosfer, Sigurður fer, sem betur fer. Ætli það hafi ekki verið Sigurður með skotthúfuna, sá sem kvað svo listilega um hana Maríu. Svona þvælist hugsunin fram og aftur og getur ekki stöðvast við neitt.
Kannski verður þetta mál með þá 17 sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi stærsta málið fyrir þessar kosningar. Hugsanlegt að þetta tengist virkjanaáformum. Segi bara svona.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Á Akranesi allt er gott,
undir Sæmi kyndir,
áður fyrr var ekkert tott,
engar bláar myndir.
Þorsteinn Briem, 12.5.2018 kl. 12:54
Gunnar G. Schram las þessa spennusögu í útvarpinu
einhversstaðar í kringum 1956 - 58.
Afskaplega vel lesin og spennandi.
Edda.
Edda Ögmundsdóttir 12.5.2018 kl. 14:51
Besti Steini er blár í gegn
bráðum fær hann tottið.
Það verður honum víst um megn
hann virðist hafa dottið.
Sæmundur Bjarnason, 12.5.2018 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.