9.5.2018 | 15:09
2715 - Skátar - verum kátar
Ţegar veriđ er ađ kynna eđa afkynna uppfyllingarlög í útvarpi allra landsmanna er höfundur ljóđsins ćvinlega tiltekinn allra síđast. Söngvarar, undirspilarar, lagahöfundar, útsetjarar og fleiri alltaf hafđir á undan. Af hverju ćtli ţađ sé? Eiginlega hefđi innslag af ţessu tagi átt betur heima á fésbókinni. En eins og margir ađrir ţá forđast ég ţađ forrit um ţessar mundir.
Ef ég les ađ jafnađi bloggin ţeirra Jónasar (jonas.is) og Styrmis (styrmir.is) eđa hér á Moggablogginu bloggin ţeirra Ómars Ragnarssonar, Páls Vilhjálmssonar og Jens Guđs (eignarfalliđ vefst svolítiđ fyrir mér.) Les ţar ađ auki greinarnar ţeirra Björgvins Guđmunssonar og Ţorvaldar Gylfasonar í Fréttablađinu. Hrćri ţessu öllu saman eftir kúnstarinnar reglum, (sem ég set sjálfur.) Er ég ţá ekki sćmilega garderađur fyrir ţví ađ fá flest pólitísk sjónarmiđ, vitlausu megin viđ fésbókina? Bara spyr af ţví ađ vinsćldir ţeirrar bókar fara heldur ţverrandi ţessa dagana. Erfitt líka ađ leita í henni og kunnáttan ekki mikil.
Ţađ er búiđ ađ tala um ţađ í allmörg ár ađ setja á stofn eftirlíkingar af gömlum húsum í miđbćinn á Selfossi. Ekki hefur ţó veriđ hafist handa ennţá. Nú er samt gert meira en ađ tala um hlutina. Deilt er um atkvćđagreiđslu. Lögreglan er komin í ţađ mál. Annars er ekkert víst ađ hún hafi tíma til ađ sinna ţessu, ţví nú flykkjast túristarnir eins og farfuglar á svćđiđ.
Nú eru fleiri en Steini Briem farnir ađ setja yrkingar sínar á bloggiđ hjá mér. Hér var ég nćstum búinn ađ skrifa Steini Jóru, en ţađ var á sínum tíma ekki síđur eftirminnilegur karakter en Briemarinn. Svo ţegar menn demba á mig limrum ţá er ég eiginlega varnarlaus. Kannski ég athugi međ síđasta innlegg á ţetta blogg.
Skátar verum kátar. Var einu sinni sagt. Ţarna má segja ađ blandist saman málfrćđi og kvenréttindi. Kannski er ţetta kynbundin málfrćđi. Eđa MeToo og églíka. Einu sinni voru til drengjaskátar og kvenskátar, ljósálfar og ylfingar. Sá sem ţetta sagđi, einu sinni í fyrndinni, eđa skrifađi um ţađ var međal annars ađ óskapast yfir ţví ađ rímfrćđi (ekki fingrarím, sem mér finnst fjalla um tunglkomur og ţessháttar sbr. ađ ruglast í ríminu.) og vísnagerđ gćti liđiđ fyrir ţađ ađ í framtíđinni kynnu ţessi tvö orđ: Skátar og Kátar ađ verđa látin ríma saman. Sem ţau auđvitađ gera. Annars finnst mér enskumćlandi menn vera einum of örlátir á stóra stafi. Framburđur getur líka vafist fyrir óvönum sem bara eđa a.m.k. ađallega kunna ensku af bókum. Eins og ég t.d.
Skátafélög hafa ekki nándar nćrri eins mikinn slagkraft og ţau áđur höfđu. Kannski má segja ađ pólitík og trúarbrögđ hafi drepiđ ţennan ţarfa félegsskap. Útivist og náttúruvernd eiga ţó afar vel viđ ţarna. Mér finnst skólastarf á margan hátt geta tekiđ miđ af aga ţeim og heilbrigđri föđurlandsást sem einkennir skátastarf.
Á sínum tíma var ég útibússtjóri á Vegamótum á Snćfellsnesi. Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ áriđ 1970 eđa 1971, sem stelpurnar á veitingahúsinu ţar kvörtuđu undan ţví ađ ţurfa ađ vera í kjólum eins og viđgegnist hafđi áđur en ég kom ţangađ. Ég sagđi undireins ađ mér vćri nákvćmlega sama ţó ţćr vćru í síđbuxum. Ekki er landsbyggđin alltaf löngu á eftir Reykjavíkursvćđinu í öllu.
Athugasemdir
Bloggin les hann blá og rauđ,
brauđiđ daglegt hefur,
allt er ţađ ţó eintómt nauđ,
illa ţví hann sefur.
Ţorsteinn Briem, 9.5.2018 kl. 16:22
Voriđ góđa grćnt og hlýtt
grćđir fjör um Steina.
Allt er nú sem orđiđ nýtt
ekki er ţví ađ leyna.
Já já. Ţetta er allt stoliđ og stćlt. Ţar ađ auki ófrumlegt mjög.
Sćmundur Bjarnason, 9.5.2018 kl. 17:11
Ţú hefur veriđ mikill frumkvöđull í jafnréttismálum á sínum tíma. Og ert ţađ ábyggilega ennţá.
Takk fyrir botninn.
Ţorsteinn Siglaugsson, 9.5.2018 kl. 20:02
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.