30.4.2018 | 08:18
2709 - Andvökur
Svefninn er mikil náðargjöf og hundleiðinlegt að vera andvaka. Aldrei er maður eins einmana og þegar maður er andvaka og einn með hugsunum sínum. Erfitt er að stjórna þeim. Þó má reyna. Kannski er maður þó ennþá meira einsamall í dauðanum, en um hann vil ég helst ekki hugsa, þó ég sé farinn að nálgast áttrætt. Vel gengur yfirleitt að forðast slíkar hugsanir og um forgengileika og tilgangsleysi lífsins. Enda æfingin mikil.
Fussum fei. Mannaþefur í helli mínum, sagði tröllskessan um leið og hún kom inn eftir að hafa verið úti alla nóttina. Naumlega hafði henni tekist að komast hjá því að sjá sólina og verða þar með að steini. Hin brennheita og stórhættulega sól var einmitt það sem tröllin þurftu einkum að vara sig á. Myrkrið og kuldinn eru þeirra ær og kýr. Þessvegna fer afar lítið fyrir þeim í birtunni á vorin og sumrin.
Þannig geta æfintýrin hljómað og með þeim má jafnvel koma tilveruótta og dauðahræðslu til skila til þeirra sem afar lítinn eða engan skilning hafa. Til dæmis til ómálga barna. Þegar börn gera sér í fyrsta skipti grein fyrir dauðanum og forgengileik lífsins má segja að nýr kafli hefjist í þeirra lífi.
Í heimspólitíkinni má segja að það langmerkilegasta sem á sér stað þessa dagana sé það sem er að gerast á Kóreuskaganum. Ef Norður og Suður-Kórea ná einhverskonar samkomulagi má hiklaust gera ráð fyrir að áhrif stórveldanna á heimsmálin minnki umtalsvert. Jafnvel þó Trump bandaríkjaforseti eigni sér allan heiður af því sem gerist í þessu fjarlæga heimshorni. Vel má ímynda sér að þetta auki enn á einangrunarstefnu hans og flóttamannahræðslu. Áhrif þessa á kosningarnar sem verða í bandaríkjunum í haust er þó engin leið að gera sér grein fyrir.
Við landamæri Mexikós og bandaríkjanna eru nú á annað hundrað flóttamenn sem vilja komast til bandaríkjanna. Þetta eru leifar mun stærri hóps, aðallega frá Guatemala og Honduras, sem Trump óttast mikið. Ástæðan til þess að þeir ferðast í hóp er sú að með því er hugmyndin að komast framhjá mexikóskum ribböldum og ræningjahópum, sem reyna gjarnan að ræna og myrða flóttamenn á leið til bandaríkjanna. Örlög þessa hóps gætu haft mikil áhrif á kosningarnar næsta haust í bandaríkjunum. Trump er áreiðanlega ekki skemmt og andstæðingar hans gleðjast mjög þessi dægrin.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar hér á landi, sem verða í lok Maí eru að verða svolítið spennandi. Einkum þó í Reykjavík. Úrslitin þar má með vissum hætti heimfæra á landsmálin, þó ekki sé það einhlítt. Eyþór sjálfstæðismaður er Steina Briem hugstæður eins og sjá má á vísnainnleggi hans á þessu bloggi. Kannski heldur hann áfram að yrkja um Eyþór og vel er hugsanlegt að mér takist að svara í sömu mynt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmi ekki sefur rótt,
í soralegum heimi,
Eyþór dreymdi oft í nótt,
og allt hans ljóta teymi.
Þorsteinn Briem, 30.4.2018 kl. 14:59
Yrkir Steini uppá grín
afar fínar stökur.
Heldurðu ekki heillin mín
það hafi kostað vökur.
Sæmundur Bjarnason, 1.5.2018 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.