15.4.2018 | 08:47
2705 - Ánamaðkar o.fl.
Ánamaðkarnir halda greinilega að vorið sé komið. Þeir hafa nefnilega framið harakiri í stórum stíl núna í hlýindunum og vætunni. Ekki held ég samt að spádómar þeirra séu einhlítir. Þó eflaust komi ekki páskahret úr þessu gæti allt eins komið snjókoma og frost aftur. Reyndar höfum við sem betur fer ekki mikið af slíku að segja hér á Akranesi. Hér er snjólaust og þurrt um.
Hitti í gær Ásþór Ragnarsson, sem Óli Andrésar kallaði alltaf ása-þór. Við gengum m.a. meðfram Langasandi og ræddum um Borgarblaðið, útgáfu þess og ýmislegt fleira. Ánægjulegur hittingur. Ræddum þó ekki um Óla þó það hefði verið gáfulegt, því hann var svo sannarlega eftirminnilegur karakter. Margt mætti eflaust segja um hann og Madda í Vatikaninu. Á sínum tíma var það næstum eins sjálfsagt að stela frá Kaupfélaginu og ríkinu. Kaupfélagið kom heldur ekki vel fram við alla. Hér á Akranesi var Haraldur Böðvarsson kannski einskonar kaupfélag.
Stundum finnst mér að ég hafi ekki lent í neinu um ævina. Ýmislegt hef ég þó upplifað þó fátt sé eftirminnilegt. Oft eru það samt samskipti við aðra sem eru eftirminnilegust. Merkilegt er stundum að heyra hve upplifun einstaklinga á sama hlutnum getur verið ólík. Sama er að segja um það sem festist í minninu. Ýmsir atburðir sem aðrir hafa tekið þátt í hafa kannski alveg gleymst öðrum eða eru allt öðruvísi. Ekki get ég fjölyrt mikið um þetta því sérfræðingur um þessi málefni er ég enginn. Eiginlega er þetta óttalegt mal sem engu máli skiptir.
Mér sýnist margt benda til þess að Trump ætli að leika sama leikinn í Sýrlandi og Bush gerði í Írak. Frá sjónarmiði okkar Íslendinga er aðalmunurinn sá að vonandi erum við ekki meðal viljugra þjóða að þessu sinni. Varasamt er þó að þakka Gulla það. Hugsanlega eru atburðirnir bara að hlaupa frá honum. Hver veit nema þriðja heimssyrjöldin sé í þann veginn að hefjast. Hef þó þá trú að Rússar bakki frekar en að flækjast inn í þetta. Þetta eru mínar hugsanir eftir fréttir morgunsins. Kannski verður allt annað uppi á teningnum þegar líða tekur á daginn.
Ef það er eitthvað sem er leiðinlegra og heimskulegra í íslenska sjónvarpinu en Evrópusöngvakeppnin sjálf, þá er það húllumhæið í kringum kynninguna á íslenska laginu. Man ómögulega hvað það heitir. Man bara að það var nefnt uppá enska tungu eins og mörgum finnst sjálfsagt. Afspyrnuleiðinleg er líka kynningin á lögum annarra landa. Annars er mér svosem alveg sama. Ég horfi fremur lítið á sjónvarp.
Er nýkominn úr einni fermingarveislunni til. Það er oftast þannig á vorin að maður mætir í svo og svo margar fermingarveislur. Annars eru þær svosem ágætar. Maður hittir þó a.m.k. marga sem maður kannast við. Svo fara barnabörnin bráðum að fermast.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Í veislunum er mikið mal,
margt er um að spjalla,
á Akranesi enginn stal,
eða svo að kalla.
Þorsteinn Briem, 15.4.2018 kl. 16:52
Vísnarísli vanur er
verður fátt að meini.
Yrkir mikið alltaf hér
ógnarfróður Steini.
Sæmundur Bjarnason, 17.4.2018 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.