10.4.2018 | 07:44
2703 - Fésbókin o.fl.
Aumingja fésbókin. Enginn treystir henni lengur. Hrópa bara: Falsfréttir. Falsfréttir. Eins og Trump gerir. Reyndar eru næstum allir fjölmiðlar óvinir hans. Fésbókin á sér ekki einu sinni pólitíska vini. Allir eru á móti henni, en geta samt ekki án hennar verið. Kannski hafa skrifin minnkað eitthvað, en lesturinn sjálfsagt ekki. Þetta væri sennilega hægt að mæla, en flestir mundu efast um að sú mæling væri rétt. Sumir hafa alltaf haft ýmislegt á móti fésbókinni, en aðrir verið miklir aðdáendur hennar. Vissulega tengir hún fólk saman, en gerir það um leið að söluvöru. Og fæstum líkar að vera eins og hver annar búsmali.
Facebook-fyrirtækið á víst Instagram svo ekki þýðir að fara þangað. Youtube er vinsælla í sumum kreðsum, en þeir eru til sem finnst þeir vera illa meðhöndlaðir þar, eins og (fals)fréttir hafa fjallað um. Margir hafa líka meiri áhuga á videómyndum og tali en skrifuðum texta og myndum. Sumir skrifa líka af því þeir kunna ekki annað. Þannig er því til dæmis varið með mig. Vissulega tók ég vídeómyndir einu sinni, en það eru margir ártugir síðan og ég er orðinn of gamall til að læra eitthvað nýtt.
Hart er nú sótt að Trump. Bæði hatast hann í vaxandi mæli við Rússa og svo er sérstakur saksóknari farinn að skipta sér af persónulegum lögfræðingi forsetans. Ég er nú svo bjartsýnn að ég held að þetta hvort tveggja eigi eftir að sjötlast. Undarlegt orðalag atarna. Ég er hvorki viss um að þetta hvortveggja sé rétt skrifað hjá mér né beygingin á sögninni að sjötla sér rétt. Látum það þó vera. Lífið snýst ekki um réttritun, allra síst þá sem opinberir aðilar halda að fólki. Aðalatriðið er að gera sig sæmilega skiljanlegan sem flestum. Til dæmis er ég viss um að greinarmerkjasetningu er oft ábótavant hjá mér. Allgóður þykist ég samt í samræmdri stafsetningu.
Kannski ætti ég að hneykslast svolítið á stríðsfréttum utanúr heimi, en ég er hræddur um að svo margir geri það, að mín rödd verði svolítið mjóróma í þeim kór. Ég er samt sammála þeim sem halda því fram að með eiturvopnaárásum séu stríðsátök komin á nýtt og hættulegt stig. Svo er líka möguleiki að fréttastofur og fjölmiðlar geri of mikið úr hlutunum og þegar það er fullyrt af stríðsaðila að þessar árásir komi úr ákveðinni átt er ástæða til tortryggni.
Ef ég væri að sækjast eftir sem flestum lesendum, sem ég vil ekki viðurkenna að ég sé að gera, þá væri sennilega happadrýgst fyrir mig að skrifa sem mest um íslensk stjórnmál. Alþjóðamál finnst mér samt mun athyglisverðari og ekki get ég ráðið áhuga mínum að öllu leyti. Annars er ég ekkert óánægður með það að lesendum mínum virðist vera að fjölga. Einu sinni kunni ég það mikið á stjórnborðið hér að ég gat eftir atvikum haldið upplýsingum um lesendafjöldann úti eða inni. Núorðið þori ég helst ekki að fikta í því sem stjórnar útliti og ýmsu fleiru í sambandi við þetta blogg mitt. Þar að auki eykst almenn íhaldssemi mín með aldrinum. Læt ég svo staðar numið að minnsta kosti til fyrramáls.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Margur hefur aurinn elt,
í algjörri vitfirringu,
Facebook hefur Sæma selt,
með samræmdri stafsetningu.
Þorsteinn Briem, 10.4.2018 kl. 09:56
Steini eltir aurinn sinn
aldrein við hann lítur.
Kjagar móður auminginn
er hann burtu flýtur.
Sæmundur Bjarnason, 11.4.2018 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.