30.3.2018 | 11:28
2701 - Eplið, fésbókin o.fl.
Julian Assagne var sviptur netaðgangi sínum í sendiráði Ekvador eftir því sem ég las einhvers staðar. Hann var víst eitthvað að kommentera á Skribal-málið. Ekki er ég neitt hræddur um að verða sviptur netaaðgangi þó ég segi eitthvað um það mál.
Vel getur verið að sannanlegt sé að um eiturgas hafi verið að ræða þar, en samkvæmt þeim gögnum sem ég hef séð er ekki fullkomlega víst að Rússnesk stjórnvöld hafi vélað þar um. Ég held að frekar hafi þar ráðið aðildin að NATO en traust á Bretum að Íslendingar skárust ekki úr leik með öllu varðandi það mál. Mér datt allsekki í hug að Gulli mundi haga sér neitt öðruvísi í þessu máli. Spurningin í mínum huga er miklu fremur hvort hann geti bannað Guðna forseta að fara á Heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Býst fastlega við að Guðna langi þangað. Hvað siðferði snertir hefur hann úr miklu hærri söðli að detta en Gulli. Eftir nýjustu fréttum að dæma þá ætla Rússar að hefna sín með því að reka álíka marga vestræna sendiráðsstarfsmenn úr Rússlandi og ekki er að vita hvar þetta endar. Bretar hafa a.m.k. sannfært einhverja um að þeir hafi rétt fyrir sér varðandi rússnesk stjórnvöld.
Eru viðskiptavinirnir helsta afurð fésbókarinnar? Þessu heldur forstjóri Apple fram. Er Apple annars eitthvað betra fyrirtæki en Facebook. Og svo er Trump sjálfur víst að ráðast á Amazon og finnst það fyrirtæki gína yfir of miklu. Musk sendir bara Tesla-bíla til annarra hatta. Maður veit eiginlega ekki lengur á hvað maður á að trúa. Microsoft er minna á milli tannanna á fólki en oft áður. Kannski er það bara best, eftir allt saman. Alþjóðlegu stórfyrirtækin eru varasöm.
Nú skilst mér að kominn sé föstudagurinn langi. Samt er þetta víst ekki ryksugudagur þó hann sé langur. Í gær vorum við í fermingarveislu og í dag er fjölskylduhittingur hjá Bjössa og við ætlum að koma við hjá Benna á leiðinni þangað. Helena dóttir hans, sem er 5 ára var ansi fjörug og kunni vel við sig í veislunni í gær, þangað til hún datt og meiddi sig smávegis. Allir eru að kaupa og selja húsin sín núna skilst mér. Annars verður sennilega rólegt hjá okkur eftir þessa systkinaveislu og sennilega förum við ekkert meira um þessa páska.
Ég þyrfti að skrifa smávegis í viðbót til að geta sett þetta á bloggið mitt. Lesendum er sífellt að fjölga, en auðvitað eru þeir fáir ef ég skrifa ekki neitt. Annars er ég ekkert á leiðinni með að skrifa á hverjum degi, eins og einu sinni, þó ég hafi skrifað ansi þétt undanfarið. Sumir hafa ekki annað að gera en lesa um páskana og ekki er ég of góður til að þjóna þeim.
Fréttatengd efni höfða ekki til mín. Engar fréttir eru góðar fréttir. Sumir eru alltaf með símann á lofti, en ég get bara ekki vanið mig á það. Besti vinur sumra er greinilega síminn eða jafnvel fésbókin. Tala nú ekki um ef hægt er að sameina þetta tvennt. Ef enginn hringir eða ekkert er að frétta í fésbókinni má alltaf fara í tölvuleiki (jafnvel spurningaleiki) í símanum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmi varast símann kann,
úr söðli aldrei dettur hann,
á Facebook sjaldan fer í bann,
finnur oft sinn innri mann.
Þorsteinn Briem, 30.3.2018 kl. 12:42
Undrabarnið eflaust hefur
eitthvað til síns máls.
Afslátt hér hann engan gefur
enda hugur frjáls.
Sæmundur Bjarnason, 30.3.2018 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.