28.3.2018 | 23:31
2700 - Friðrik Skúlason og Kári Stefánsson
Að ég skuli vera búinn að blogga næstum tvö þúsund og sjöhundruð sinnum er alveg lygilegt. Þó held ég að þessi tala sé nokkurnvegin rétt hjá mér. Að ég skuli hafa fundið uppá þessum númeringum strax í upphafi er alveg lygilegt líka. Ekki eru aðrir að apa þetta eftir mér. A.m.k. hef ég ekki séð það. Ekki get ég hætt að númera bloggskrifin mín, eða hvað finnst ykkur? Sennilega get ég ekki einu sinni byrjað á núlli eða einum aftur fyrr en eftir 9999 blogg.
Það er eins og margt af því sem ég hef sagt um fésbókina sé að koma fram núna. T.d. þetta með púpuna eða kúluna eins og sumir vilja kalla fyrirbrigðið. Smátt og smátt lokast þú inni í þinni skel og heldur að heimurinn allur sé eins og pottlokið sem er yfir þér. Svolítið hef ég reynt að berjast gegn þessu, en það er ekki auðvelt og ég geri ráð fyrir að ég sé a.m.k. jafntakmarkaður að þessu leyti og flestir aðrir.
Alltaf reyni ég að vera sæmilega fjölbreyttur í þessum bloggskrifum mínum. Líka reyni ég að fjölyrða ekki um of um sama efnið fram og aftur með mismunandi orðum. Þó er þessi klausa óþægilega lík þeim næstu á undan, svo það er líklega best að hætta núna strax.
Einhverntíma um daginn sá ég tungl vaða í skýjum. Þá festist þessi gamla og alkunna vísa alveg í huga mér:
Týnd er æra, töpuð sál.
Tungl veður í skýjum.
Sunnefunnar sýpur skál,
sýslumaður Wium.
Eiginlega er ljóðlína númer tvö óttalegur hortittur. Samt hefur þessi vísa náð flugi því hún gerir aðra parta vísunnar óneitanlega svolítið ógnvekjandi. Annars er það einkennilegt að ekki skuli hafa verið skrifuð bók nýlega um Sunnefumálin svo eftirtektarverð sem þau eru. Skáldsögur um söguleg efni eru á margan hátt uppáhald mitt. Hætt er samt alltaf við að gera þurfi greinarmun á staðreyndum og því sem gerist aðeins í hugarheimi höfundar. Ekki gera þeir sjálfir alltaf nægilegan greinarmun á því. Man að ég gerði mér í fyrsta skipti almennilega grein fyrir þessu þegar ég las fyrstu ævisögulegu bókina eftir Sigurð Aðalheiðarson Magnússon. Minnir að hann hafi kallað hana: Undir kalstjörnu.
Heyrði nýlega viðtal við Friðrik Skúlason um Íslendingabók o.fl. Á margan hátt var þetta fróðlegt viðtal. Íslendingabók er framúrstefnulegt verk. Ekki er víst að allir þekki þetta fyrirbrigði a.m.k. hefur ekki verið mikið fjallað um hana undanfarin ár. Sjálfur komst ég að ýmsu um ættir mínar með hjálp þessa verks, sem þeir eiga á margan hátt sameiginlegan heiður af að hafa látið verða að veruleika þeir Friðrik Skúlason og Kári Stefánsson.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur á sauðskinnsskóm,
sjaldan hann með orðin tóm,
oft hann smellir í sinn góm,
aldrei skrifar hann um hjóm.
Þorsteinn Briem, 29.3.2018 kl. 14:50
Vísnaþrugli vanur er
og vasklegur hann Steini.
Sjálfur vill hann svara mér
og sýnast ekki í leyni.
Sæmundur Bjarnason, 29.3.2018 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.