22.3.2018 | 12:25
2696 - Nei, ég er ekki dauður
Nei, ég er ekki dauður, en kannski ég breyti um verklagsreglur eins og mikið er í tísku núna um þessar mundir. Ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað að undanförnu er sú að ég hef verið í rúma viku í sumarhúsi við Húsafell. Þegar ég blogga eru það talsvert margir sem lesa það sem ég hef að segja. Líka hef ég tapað öllum bréfskákunum mínum því þegar ég fer í frí þá fer ég í frí.
Nú er ég semsagt búinn að vera í hálfan mánuð á Kanarí (í janúar) og rúma viku í/á Húsfelli og sennilega er að vora. Einhvern vegin verða menn að þreyja Þorrann og Góuna. Það er t.d. snjólaust og frostlaust hér á Akranesi núna og kannski kemur ekkert páskahret að þessu sinni.
Í bústaðnum las ég tvær bækur sem mér þótti nokkuð athyglisverðar. Sú fyrri er eftir Helga M. Sigurðsson og heitir að mig minnir: Frumleg hreinskilni. Um Þórberg Þórðarson og mannlífið á mölinni í upphafi aldar. Þessi bók er gefið út árið 1992 og fjallar eins og nafnið bendir til um Þórberg Þórðarson. Hann er að mörgu leyti uppáhaldsrithöfundur minn og af einhverjum ástæðum hefur þessi bók farið algerlega framhjá mér á sínum tíma.
Hin bókin sem ég las í bústaðnum var heimspekiritið: Tilraun um heiminn eftir Þorstein Gylfason. Sumt í þeirri bók höfðaði alls ekki til mín, en mér þótti samt margt mjög athylisvert þar. Einkum það sem hann sagði um lýðræði og kosningafræði. Sumt af því hef ég reyndar heyrt áður og reynt að tileinka mér.
Áðan fór ég út að ganga. Þá gerði ég eftirfarandi vísu:
Fésbókin er faraldur,
finnast ekki meiri.
Skelfilegur skaðvaldur,
skaðar sífellt fleiri.
Annars er ekki grín að þessu gerandi. Sumir geta sennilega ekki á hálfum (eða heilum) sér tekið útaf því að þessi eina huggun þeirra lendir í vandræðum. Mér er reyndar alveg sama um fésbókarfjandann.
Ekki get ég látið hér við sitja, eftir allan þennan tíma. Samt er ég nú eiginlega þurrausinn í þetta sinn.
Þurrausinn í þetta sinn
þannig byrjar vísa.
Held ég fast um hausinn minn.
Hef ei neinu að lýsa.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmi karlinn út um allt,
ekki hægt að lýsa,
á Akranesi ekki kalt,
undir honum Dísa.
Þorsteinn Briem, 22.3.2018 kl. 13:46
Það er nú gott að þú sért ekki dauður heldur hafir bara verið í sumarbústað. Ekki gleyma samt þeirri aðvörun skáldsins að andlegi dauðinn hefjist með ást á sveitalífi.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2018 kl. 20:07
Þetta með andlega dauðann er athyglisvert. Hvað skyldi Þórbergur segja um það? Þetta með astralplanið var einmitt eitthvað sem hann var spurður um þegar hann lá fyrir dauðanum. Var það annars hann sem sagði þetta með andlega dauðann? Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.
Steina vildi ég bara spyrja um hver þessi Dísi sé. Kannast ekki við hann.
Sæmundur Bjarnason, 23.3.2018 kl. 16:59
Rétt til getið, það var nú einmitt Sobeggi afi sem sagði þetta um andlega dauðann og sveitalífið
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2018 kl. 18:01
... Dísi hlýtur að vera kærastinn þinn :)
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2018 kl. 18:02
Sæll Sæmundur.
“Andlegi dauðinn hefst með værð, sívaxandi stemningasljóleik, hugsjónahruni og ást á sveitalífi.”
Þórbergur Þórðarson - Bréf til Láru.
Hefði svo sannarlega fellt mig betur við tilvitnun
Þorsteins Siglaugssonar hér að framan svo hnitmiðuð og gegnsæ
sem hún er.
Dásamlega Dísa mín
drottning vona minna
eru blessuð brosin þín
betri en allra hinna.
Ætli Steini hafi ekki haft þessa Dísu i huga?!
Húsari. 23.3.2018 kl. 18:15
Já, en Helgi M. Sigurðsson heldur því einmitt fram að þegar Þórbergur lá banaleguna hafi hann eitthvað verið farinn að efast um annað líf.
Margt af því sem Þórbergur heldur fram finnst mér vera argasta bull, en samt var hann mjög góður rithöfundur. Bæði HKL og Gunnar Gunnarsson finnst mér hafa staðið honum að baki.Hann skrifaði þó alltof lítið.
Sæmundur Bjarnason, 25.3.2018 kl. 12:44
Sæll Sæmundur.
Ekki er útilokað að túlkun eða mat á sálarástandi
Þórbergs á þessum tíma hafi verið röng.
Annars vegar er um að ræða þau 5 stig sem flestir/allir
fara í gegnum þá dauðinn er þeim kunnur og vís, -
skiptir engu hvort menn ganga í gegnum þau öll á nokkrum sekúndum
klukkutímum eða hafi til þess nokkra mánuði.
Hins vegar er himinn og haf á milli sáttar og síðan
þunglyndis og reiði sem auðfundið er í byrjun þessa
ferlis og eins og að framan er vikið þá
kann sá hinn sami sem um þetta fjallar að hafa misst af
stigi sáttarinnar og þeirrar uppljómunar er því kann að
hafa fylgt hjá Þórbergi er hann komst nær sínum innsta
kjarna, trúðsleikar að baki og hann gat leyft sér að vera hann
sjálfur ásamt og með því er honum var næst í huga.
Næsta eðlilegur er efinn sem oftast víkur fyrir persónulegri
reynslu og upplifun að lokum.
Húsari. 25.3.2018 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.