2695 - Guðmundur Andri

Andskotinn. Ætli það séu ekki svona 50 prósent þeirra sem eru á mínum aldri með krabbamein í blöðruhálskirtlinum, 40 prósent með ónýt hné, 30 prósent með kransæðasjúkdóma af einhverri tegund, 10 til 15 prósent með þvagsýrugigt, sykursýki eða annað þessháttar o.s.frv. Samtals eru þetta langt yfir 100 prósent. Maður skammast sín næstum fyrir að vera ekki með neitt af þessu. Reynir bara að koma sér upp einhverju öðru í staðinn. Klórar sér kannski smávegis. Verst er þegar það verið er að skjóta fólk í sjónvarpinu. Mér leiðist allur hávaði.

Um daginn var að ég held Gandri (Guðmundur Andri) að bera blak að pabba sínum, sem hafði lent í Óttars Guðmundssonar hakkavélinni útaf Kristmanni Guðmundssyni. Annars var Kristmann ágætis rithöfundur og þetta segi ég ekki bara vegna þess að ég sé Hvergerðingur, heldur las ég margar af bókum hans í fyrndinni og man þar að auki vel eftir honum. Auðvitað máttu vinstri sinnaðir rithöfundar ekki heyra á hann minnst og þótti hann fremur lélegur höfundur. Thor Vilhjálmsson held ég aftur á móti að hafi alla tíð verið fremur vinstri sinnaður í pólitík þó hann væri skyldur Thor Jensen. Illar tungur héldu því fram að hann væri alltaf að stæla Kiljan.

Alveg var ég hissa á því hvað fundist hefur mikið myndefni frá gamla tímanum í myndinni sem var í sjónvarpinu um daginn. Ég man betur eftir Birnu Torfa sem glæsikvendi en gamalmenni. Segir kannski mest um sjálfan mig. Allt er í heiminum hverfult. Um að gera að veifa nöfnum í kringum sig. Kannski þá fari fleiri að lesa þetta blogg. Ekki má þó ofgera slíku.

Eiginlega er það alveg útúr kú að vera að henda mörghundruð þúsundum króna í vandaðar myndavélar nú á þessum síðustu og verstu tímum. Myndanotkun hefur breyst svo mikið með tilkomu og gæðum stafrænu myndavélanna, sem fylgja næstum öllum símum núorðið. Auðvitað undanskil ég þá sem hafa það fyrir hobby að taka góðar myndir. Þeir eru bara orðnir svo fáir. Á sínum tíma (um 1980) þegar ég stundaði það að taka videómyndir voru slíkar vélar hið mesta þing, en svo er ekki núna. Bæði stundaði ég þá að taka 8 millimetra myndir á 16 mm. filmur og stafrænar myndir á VHS. Eiga annars allir farsíma núorðið? Eftir viðtölum í fjölmiðlum að dæma virðist svo vera. Einstaka menn barma sér yfir bílleysi. Eru rándýrir farsímar nauðsynjavara? Um það má efast.

Þetta með sjónmengunina er hugsanlega ofmetið hjá mörgum. Ekki get ég séð annað en að í lagi sé þó stundum sjáist mannanna verk. Vitanlega er gaman fyrir okkur Íslendinga að þykjast vera mikil náttúrubörn. Við þurfum samt að velja á milli þeirra lífsgæða sem við höfum og þess að vera álitnir undarleg fyrirbrigði af þeim sem heimsækja okkur.

IMG 0112Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gandri hefur hreðjatak,
á hjartans Óttars vinum,
af honum Sæmi ber nú blak,
og blöðruhálskirtlinum.

Þorsteinn Briem, 10.3.2018 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband