5.3.2018 | 16:43
2691 - Lífið er ekki sanngjarnt
Lífið er ekki sanngjarnt og ellin er áhyggjur. Þegar við erum loksins búin að læra eitthvað nokkurnvegin til hlítar, þá erum við eiginlega orðin óþörf. Eðlilegt má það kannski kalla, en ekki verður það neitt betra fyrir það. Auðvitað getum við ekki gert allt það sem við gátum áður fyrr. Þegar aldurinn færist yfir okkur verðum við stirðari og hreyfingar okkar hægari. Samt erum við ekki óalandi og óferjandi. Sum okkar kunna ýmislegt fyrir sér. Ýmislegt vitum við til dæmis. Kannski ekki jafnmikið og Gúgli frændi. Þó hann sé fljótur þá eigum við til að vera fljótari. Okkur er hálfilla við að vera meðhöndluð sem börn. Þeir sem litlu eða engu ráða eru okkur oft hagstæðir. T.d. vill afgreiðslufólk í búðum yfirleitt allt fyrir okkur gera. Kannski er það til að losna við okkur sem fyrst. Þannig má samt helst ekki hugsa.
Neikvæðni er jákvæð. Jákvæðni er meðvirkni. Hægt er að snúa útúr öllu. Yfirleitt er lítið að marka fréttatilkynningar. Venjulega er þeim ætlað að fela eitthvað. Ráðherrar segja sjaldan af sér og segja sjaldan satt. Oft má saltkjöt liggja. Umboðsmaður alþingis er hræddur við Sigríði dómsmála, kannski dóttir hans Helga Skúlasonar leikara sé skárri. Vinsældir alþingis eru sáralitlar. Af hverju skyldi það vera? Kannski ætlumst við til of mikils af því.
Er Trump orðinn alveg trompaður? 25% tollur finnst mér áhóflega hár tollur. Ef ég á að segja á hvað þetta minnir mig, þá væri það helst það að á mínum sokkabandsárum þegar ég vann hjá Hannesi Þorsteinssyni og Co. þá var 80% tollur á klósettum. Þá var sú stefna (um 1960) við lýði að leggja háan toll á alla munaðarvöru. Af hverju klósett féllu undir þá skilgreiningu skildi ég aldrei.
Ég er að sumu leyti orðinn háður því að blogga. Það er eins og hvert annað eiturlyf. Annars virðist vera endalaus vafi á því hvað sé eiturlyf og hvað ekki. Fyrir þónokkru steinhætti ég að reykja. Fyrst hætti ég þegar ekki þurfti lengur að fá lyfseðil fyrir nikótíntyggjói. Líklega hefur það verið svona um 1990. Svo gekk ég í stubbafélagið, því mér þótti það blóðugt að þurfa að borga stórfé fyrir þessa óhollustu. Að lokum tókst mér þó að hætta endanlega og mig minnir að það hafi ekki verið sérstaklega erfitt.
Einu sinni tók ég stóran gúlsopa af 75% vodka. Það þótti mér vel sterkt. Sennilega hefur það verið í sparnaðarskyni. Þetta var nefnilega smyglgóss ef ég man rétt. Áfengi hefur aldrei verið mér mikið vandamál. Matur er það frekar, enda er ég orðinn óhóflega feitur. Tölum samt ekki meira um það. Auk þess getur matur verið ýmist hollur eða óhollur.
Ekki sýnist mér það vera gáfuleg notkun á frjósömu landi að nota það fyrir grasrækt eingöngu svo kjötætur geti fengið sitt. Dýrt er það áreiðanlega. Mannskepnan getur hæglega látið sér nægja grænmeti og ávexti, en sumir eiga svo mikla peninga að þeir eru í vandræðum með þá.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gæti best trúað að páfinn tefli tollfrjálst við sjálfan sig og semji þar ekki um stórmeistarajafntefli.
Þorsteinn Briem, 5.3.2018 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.