2692 - Vantraust

Hvers vegna skyldu Rússar ekki mega skipta sér af kosningum í bandaríkjunum? Mega allar aðrar þjóðir gera það? Er ekki USA frjálst land? Mega ekki allir skipta sér af kosningum þar? Vitanlega er ég á móti flestu því sem Trump gerir. Samt er ég þeirrar skoðunar að þrátt fyrir alla hans galla hafi hann rétt fyrir sér í því að hann hafi ekki gert neitt samsæri við Rússa um sigur í kosningunum 2016. Á endanum held ég að Mueller muni verða frá að hverfa með öngulinn í rassinum. Trump mun halda sínu striki, sem er dálítið fumkennt að vísu og hann hefur alla frjálslyndu fjölmiðlana á móti sér í pólitík ásamt flestum sem ekki eru öfga-kapítalistar. Ekki er samt hægt að neita því að hann hefur breytt forsetaembættinu í USA töluvert. Í framtíðinni munu aðrir forsetar verða mældir við hann. Mín skoðun er sú að hann muni hefja einangrunarstefnu sem að lokum muni gera Bandaríkin áhrifalaus.

Af hverju í fjáranum ætli ég sé svona upptekinn af Trump? Hann er að vísu óvenjulegur og umdeildur, en í rauninni ekkert annað en brjálaður bandaríkjamaður. Þeir eru furðu margir og mér væri fjandans nær að skrifa um eitthvað nærtækara. Margt er svosem að hér á Íslandi. Samt eru engar líkur á að vantrausttillagan á Sigríði dómsmála muni bera nokkurn árangur. Líkur er samt fyrir því að stjórnarandstaðan viti betur hvar hún stendur á eftir og líklegt er að Katrín forsætis græði á öllu saman. Hún getur a.m.k. skotið sér á bakvið það að óttalegur æðibunugangur sé að rjúka í vantrauststillögu núna. Vantraust á Sigríði yrði túlkað sem vantraust á ríkisstjórnina alla og stjórnarandstaðan er ekki tilbúin í það.

Að mörgu leyti finnst mér of snemmt að afskrifa Katrínu Jakobsdóttur. Hún hefur greinilega ekki nærri eins gaman af stjórnmálum og áður, en að hún hafi látið BB plata sig eins mikið og margir virðast halda álít ég alveg fráleitt. Það að samfylkingin og píratar skuli standa saman á þann hátt sem virðist vera núna, gæti bent til þess að sameiningar sé að vænta þar.

Sennilega leyfir BB Katrínu að gera einhverjar rósir í Atlanta-vopna-málinu í staðinn fyrir stuðninginn í Sigríðar-málinu. Annars er ekki útlit fyrir að mikið gerist í pólitík hér á landi á næstunni. Þróunin hefði trúlega orðið allt önnur ef formannafundur ASÍ hefði farið öðruvísi.

Annars er kannski affarasælast að blogga bara um mat. Flestir geta orðið sammála þar. Og þó þeim verði það á að segja að þeim þykji eitthvað vont er alltaf hægt að kvalifísera það eftirá. Nú er klukkan orðin átta og næstum orðið bjart. Andvökunni hjá mér er þá semsagt lokið og ég get farið út að ganga án þess að myndvélarsíminn mótmæli því.

IMG 8302Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki myndi ég nenna að telja brjálaða Bandaríkjamenn.

En Rússar vita áreiðanlega hversu margir þeir eru, með nefið ofan í hvers manns koppi.

Þorsteinn Briem, 6.3.2018 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband