2686 - Ofan gefur snjó á snjó

Mundi álíta að það sé útaf einhverju sem stjórnarandstaðan virðist hafa sameinast um að koma Sigríði Andersen frá völdum. Kannski er það ekki bara útaf augljósum afglöpum hennar. Átti ekki von á að BB mundi sætta sig við að hafa hana áfram. Sennilega hefur Bjarni ákveðið að það væri besta ráðið til þess að halda Katrínu á mottunni. Ekki fer á milli mála að miðað við óbreytt ástand þessara mála er um leiðtogabaráttu að ræða milli Katrínar og Bjarna Ben. Ef stjórnarandstöðunni tekst að koma Sigríði frá, þá er það sigur fyrir Katrínu.

Annars finnst mér stjórnmálabaráttan hér á Íslandi vera fremur ómerkileg og fyrirsjáanleg. Eins og vel má sjá á bæði Sigríði Andersen og Gulla Þórðar þá er vel hægt að komast í ráðherraembætti hér um slóðir án þess að hafa nokkra sérstaka hæfileika. Bara viðist þurfa að komast í þá aðstöðu að geta flaggað réttum flokki á réttum tíma og vera skár til þess fallinn en aðrir í þingflokknum. Afar sjaldan eru ráðherrar sóttir út fyrir hann, enda þykjast þingmenn eiga embættin. Mest er það vegna smæðar þjóðarinnar sem ráðherrar og þingmenn eru svona misheppnaðir. Ef Íslendingar væru svona 5 milljónir væri þetta öðruvísi og margt mundi breytast. Flest til batnaðar en kannski ekki alveg allt.

Nöfn þeirra sem veðurfregnir lesa eru merkileg. T.d. heitir einn Bjarki Kaldalón Friis og annar Einar Hjörleifsson. (þó ekki Kvaran að ég held) Gæti þó sem best verið afkomandi Einars Kvaran. Hvað veit ég?

Bandaríkin eru þjóð innflytjenda. Á því er enginn vafi. Idíánarnir sem þar voru fyrir eiga sér miklu lengri sögu en þeir sem öllu ráð nú um stundir. Samt sem áður ætlar Trump bandaríkjaforseti að loka að mestu fyrir straum innflytjenda. Auðvitað hafa innflytjendurnir verið mismunandi lengi í landinu. Ef loka á alveg fyrir þann straum kalla ég það einangrunarstefnu, hvað sem aðrir gera. Á endanum getur það orðið landinu og fylkjunum dýrt spaug, en sé litið til stutts tíma kann það að vera fjárhagslega hagkvæmt.

Við Íslendingar viljum teljast þjóð með þjóðum þó við séum fámenn. Með markvissri einangrunarstefnu er líklega hægt að benda á einhvern fjárhagslegan ávinning af fámenninu, en sjálfstæði okkar og lífskjör yrðu betri og auðveldari ef við værum svolítið (eða miklu) fleiri.

Nú er svo komið að ég fer helst ekki út að ganga nema þegar bjart er orðið. Mest er það vegna myndavélarmótmæla. Mig minnir að einu sinni hafi snjóað hér í fyrravetur en sennilega er um forstakaflamet að ræða núna. Ekki er þó um mikill snjór hér og sennilega engin leið að festa sig á bíl held ég. Kannski má þó leita uppi skafla til þess.

IMG 8356Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband