5.1.2018 | 11:29
2679 - Ömmi frændi
Ögmundur Jónasson, eða Ömmi frændi eins og hann er stundum kallaður, skrifar bréf í Fréttablaðið til stuðnings biskupnum. Kannski er ekki vanþörf á því. Einkennilegt hlýtur það að teljast að einbeita kröftum sínum að einum (kven)manni á þann hátt sem gert hefur verið. Fjölmiðlar hafa beitt sér dálítið í þessu máli og ekki er hægt að segja að þetta sé hluti af MeToo byltingunni sem víða er minnst á þessa dagana. Skopmyndir af Katrínu Jakobsdóttur með augun sem undirskálar geta hinsvegar talist vera það.
Þessa klásúlu hér fyrir ofan setti ég á fésbókina því ég vildi ekki taka þá áhættu að láta þetta verða úrelt með öllu. Ekki stóð á viðbrögðum og satt að segja er ég orðinn hræddur um að bloggið sé að verða svolítið úrelt þing hér á Íslandi í samanburði við fésbókina. Twittið og aðra samskiptamiðla hef ég hingað til látið afskiptalausa, en fésbókin með alla sína útúrdúra virðist þjóna mörgum ágætlega. Það er samt andstætt öllum mínum prinsippum að takmarka á einhvern hátt það sem ég skrifa. Það á að vera opið öllum einsog það hefur alltaf verið.
Eins og ég óttaðist þá hefur heimsóknum á bloggið mitt fækkað mjög mikið og hratt síðan ég skrifaði síðast. Líklega er best að bæta úr því. Eiginlega eru þessi skrif heldur lítilvæg, þó ég vilji gjarnan gera betur. Eitthvað skrifað ég líka á fésbókina útaf Reyni Leóssyni og sjónvarpsmyndinni um hann. Umræðan um þá mynd var talsverð. Eitthvert fébókarstuð var á mér þann daginn því mig minnir að ég hafi kommentað víðar.
Mér sýnist að núverandi dómsmálaráðherra landsins ætli að þrjóskast við og hver veit nema hún geri það jafnlengi og Hanna Birna. Á endanum er ég þó hræddur um að hún neyðist til að segja af sér og spurningin í mínum huga er hvern eða hverja hún ætli að taka með sér. Auðvitað þverneitar hún öllu í upphafi, alveg eins og Hanna Birna gerði.
Donald Trump gæti alveg staðið þessa árás Bannons af sér og handið áfram í koddaslagnum og uppnefningastríðinu við Kim Jong-un eða hvað í ósköpunum hann heitir nú aftur einræðisherrann í Norður-Kóreu. Kjarnorkustyrjöld sýnist mér vera ansi fjarlægur möguleiki. Heimssyrjöld, með hugsanlegri útrýmingu heimsins eins og við þekkjum hann, ennþá fjarlægari.
Þó þetta ár byrji með talsverðum kuldum á norðurslóðum held ég að hugsanlega sé allsekki of mikið gert úr hnatthlýnun þeirri sem beðið er eftir. Vísindaheimurinn virðist vera að taka við sér hvað þetta snertir og mengun sú sem alltof víða hefur viðgengist á undanförnum árum er á greinilegu undanhaldi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur. Já. Ég las einmitt grein Ögmundar nýlega í Fréttablaðinu. Það var þörf og upplýsandi grein um ýmsar hliðar mála. Um fleiri toppa heldur en biskup Íslands, (konuna).
Ég hef oft furðað mig á því síðastliðinn áratug, að Katrín Jakobsdóttir virtist undaskilin og varin, þegar grínmyndir teiknarans beindi sínum háðsglósum að ýmsum stjórnmálamönnum?
Ekki hef ég vandað Katrínu og ýmsum fleiri kveðjurnar í bloggheimum undanfarin áratug. Mér fannst eins og loforðin hefðu verið illa svikin. Og skildi ekki þá, hvers konar fyrirfram ákveðið allt stjórnsýslukerfið virðist í raun vera.
Þessa dagana ofbýður mér hins vegar hvernig farið er með Katrínu Jakobsdóttur á öllum sviðum fjölmiðla-skítadreifaranna. Þótt ég sé ekki sátt við það sem liðið er, þá gefur það hvorki mér né öðrum leyfi til að eineltishæða og niðurlægja konuna Katrínu Jakobsdóttur.
Biskup Íslands er kona. Ef biskup Íslands væri karlmaður, þá hefði ekki nokkrum karlavaldastýrðum fjölmiðli leyfst að upplýsa um kaup né kjör þess biskups-kalaveldis.
Svona stýra fjölmiðlar múgæsingunni gegn konum og varnarlausum körlum, í þágu valdníðandi embættiskarla-yfirvaldsins.
Nú á að ráðast á konuna Sigríði Á Andersen, af sama rótgróna gamla karlaveldis-valdníðinu fjölmiðlastýrandi og lögmanna/dómsstólaverdandi?
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir 5.1.2018 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.