6.12.2017 | 09:46
2669 - Loksins
Nei, ég er ekki hættur að blogga. Viðurkenni samt að dálítið langt er um liðið síðan ég bloggaði síðast. En nú skal bætt úr því. Veit ekki af hverju ég hef svona lengi trassað að skrifa. Hugsanlega hef ég valdið einhverjum aðdáendum mínum (hmm ég meina þetta satt að segja) hugarangri með þessu. Sé svo biðst ég margfaldlega afsökunar á því. Sennilega vilja ekki allir trúa því að ég sé með öllu hættur þessari vitleysu. Ég fæ nefnilega allt upp í 12 heimsóknir á dag þó ég skrifi ekki neitt. Eiginlega hugsa ég helst að það hafi verið vandræðin með ríkisstjórnarmyndunina, sem hafi valdið þessu.
Apropos ríkisstjórnin. Nýja ríkisstjórnin, sem e.t.v. verður í framtíðinni kölluð Katrínar-stjórnin fer bara að mörgu leyti nokkuð vel af stað. Held að e.t.v. verði hún ekki eins óvinsæl og sú sem hún tók við af. Sú stjórn keppti beinlínis við Donald Trump í óvinsældum. Umdeilanlegt hlýtur þó að vera hvort ástæða sé til að leiða BB einu sinni enn til valda.
Er ekki frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi flutt #metoo byltinguna yfir á nýtt stig. Lengur verður vart komist hjá því að fá einhver svör frá karlmönnunum sem valtað hafa yfir kvenfólk á öllum sviðum hingað til.
Hún segir að nafngreindir menn hafi skorað á aðra að fara heim til hennar og nauðga henni. Sá sem ég hef eingöngu séð nafngreindan af þessum mönnum er Gilzenegger eða hvernig sem sá óskapnaður er skrifaður. Ekki á ég þó von á að hann láti til sín heyra.
Sjálfur vann ég hjá Securitas þegar þetta var og var marga nóttina á verði við heimili frægðarfólks. Mér finnst að þjóðfélagið hafi aldrei gefið leyfi til þess að heimili fólks eigi að vera mótmælum háð vegna starfa viðkomandi.
Á þessum tíma reyndu mótmælendur hvað eftir annað að fremja hermdarverk í skjóli nætur við heimili fólks. Slíkt finnst mér að eigi að fordæma með öllu. Siðmenntað fólk gerir ekki slíkt.
Lendi Trump Bandaríkjaforseti einhverntíma í vandræðum vegna tísts síns á Twitter á alveg eftir að sanna að hann hafi skrifað tístið sjálfur og ég hugsa að hann reiði sig á að það verði ekki hægt. Hann getur sem best haldið því fram að einhver annar hafi skrifað viðkomandi tíst. Held reyndar að Nixon hafi hugsað eitthvað svipað á sínum Watergate-dögum. Það er svosem alltönnur saga, en ég er sífellt að leika mér að allskonar hugsanlegum líkindum milli þessara tveggja manna. Ekki er því að neita að margt er líkt með þeim.
Allt er nú orðið að fréttum. Christina Keeler er sögð látin 75 ára gömul. Ég man vel eftir Keeler-hneykslinu og eflaust gera flestir jafnaldrar mínir það líka. Ekki vissi ég samt að Profumo-hjásvæfan sjálf væri í þeim hópi, en það hefur semsagt líklega verið. Ekki ætla ég samt að rifja það mál upp, enda er það löngu orðið verkefni sagnfræðinga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þessir einstaklingar sem héngu fyrir utan heimili fólks eru auðvitað bara skríll. Heldur var hann nú aumkunarverður náunginn sem talað var við í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi og byrjaði á að segja að allt hefði þetta verið meinlaust og "fallegt" en viðurkenndi í næstu setningu að hann hefði gert sér grein fyrir ótta Steinunnar Valdísar og að hræðslan hefði verið ástæðan fyrir að hann kom aftur og aftur. Svona fólk er ósköp einfaldlega hættulegt - ekki bara heimskt.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.12.2017 kl. 15:21
Sammála þessu. En afsökun fólks, sem kannski má taka alvarlega, er sú að ástandið í þjóðfélaginu var óvenjulegt.
Sæmundur Bjarnason, 7.12.2017 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.