2669 - Loksins

Nei, ég er ekki hættur að blogga. Viðurkenni samt að dálítið langt er um liðið síðan ég bloggaði síðast. En nú skal bætt úr því. Veit ekki af hverju ég hef svona lengi trassað að skrifa. Hugsanlega hef ég valdið einhverjum aðdáendum mínum (hmm ég meina þetta satt að segja) hugarangri með þessu. Sé svo biðst ég margfaldlega afsökunar á því. Sennilega vilja ekki allir trúa því að ég sé með öllu hættur þessari vitleysu. Ég fæ nefnilega allt upp í 12 heimsóknir á dag þó ég skrifi ekki neitt. Eiginlega hugsa ég helst að það hafi verið vandræðin með ríkisstjórnarmyndunina, sem hafi valdið þessu.

Apropos ríkisstjórnin. Nýja ríkisstjórnin, sem e.t.v. verður í framtíðinni kölluð „Katrínar-stjórnin“ fer bara að mörgu leyti nokkuð vel af stað. Held að e.t.v. verði hún ekki eins óvinsæl og sú sem hún tók við af. Sú stjórn keppti beinlínis við Donald Trump í óvinsældum. Umdeilanlegt hlýtur þó að vera hvort ástæða sé til að leiða BB einu sinni enn til valda.

Er ekki frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi flutt #metoo byltinguna yfir á nýtt stig. Lengur verður vart komist hjá því að fá einhver svör frá karlmönnunum sem valtað hafa yfir kvenfólk á öllum sviðum hingað til.

Hún segir að nafngreindir menn hafi skorað á aðra að fara heim til hennar og nauðga henni. Sá sem ég hef eingöngu séð nafngreindan af þessum mönnum er Gilzenegger eða hvernig sem sá óskapnaður er skrifaður. Ekki á ég þó von á að hann láti til sín heyra.

Sjálfur vann ég hjá Securitas þegar þetta var og var marga nóttina á verði við heimili frægðarfólks. Mér finnst að þjóðfélagið hafi aldrei gefið leyfi til þess að heimili fólks eigi að vera mótmælum háð vegna starfa viðkomandi.

Á þessum tíma reyndu mótmælendur hvað eftir annað að fremja hermdarverk í skjóli nætur við heimili fólks. Slíkt finnst mér að eigi að fordæma með öllu. Siðmenntað fólk gerir ekki slíkt.

Lendi Trump Bandaríkjaforseti einhverntíma í vandræðum vegna tísts síns á Twitter á alveg eftir að sanna að hann hafi skrifað tístið sjálfur og ég hugsa að hann reiði sig á að það verði ekki hægt. Hann getur sem best haldið því fram að einhver annar hafi skrifað viðkomandi tíst. Held reyndar að Nixon hafi hugsað eitthvað svipað á sínum „Watergate-dögum“. Það er svosem alltönnur saga, en ég er sífellt að leika mér að allskonar hugsanlegum líkindum milli þessara tveggja manna. Ekki er því að neita að margt er líkt með þeim.

Allt er nú orðið að fréttum. Christina Keeler er sögð látin 75 ára gömul. Ég man vel eftir Keeler-hneykslinu og eflaust gera flestir jafnaldrar mínir það líka. Ekki vissi ég samt að Profumo-hjásvæfan sjálf væri í þeim hópi, en það hefur semsagt líklega verið. Ekki ætla ég samt að rifja það mál upp, enda er það löngu orðið verkefni sagnfræðinga.

IMG 0399Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessir einstaklingar sem héngu fyrir utan heimili fólks eru auðvitað bara skríll. Heldur var hann nú aumkunarverður náunginn sem talað var við í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi og byrjaði á að segja að allt hefði þetta verið meinlaust og "fallegt" en viðurkenndi í næstu setningu að hann hefði gert sér grein fyrir ótta Steinunnar Valdísar og að hræðslan hefði verið ástæðan fyrir að hann kom aftur og aftur. Svona fólk er ósköp einfaldlega hættulegt - ekki bara heimskt.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.12.2017 kl. 15:21

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála þessu. En afsökun fólks, sem kannski má taka alvarlega, er sú að ástandið í þjóðfélaginu var óvenjulegt.

Sæmundur Bjarnason, 7.12.2017 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband