5.9.2017 | 13:10
2640 - Kötturinn sem klikkaðist
Kettir eru mér hugleiknari en hundar. Þessvegna las ég með athygli frásögnina af bæjarstjórakettinum í Hveragerði. Ég er líka ættaður úr Hveragerði. Meira að segja af hinni frægu Bláfellsætt og jafnvel með hinn merka Bláfellssvip sem Ágústa Eva skrifaði um á fésbókina um daginn. Ég ætlaði nú reyndar fremur að skrifa um klikkaða köttinn en Ágústu Evu. Líklega er búið að skrifa nóg um hana. A.m.k. þegar hún lék Sylvíu Nótt.
Mér finnst nú dálítið hart að dæma kattarvesalinginn til dauða bara af því að hann var í lifenda lífi mjög taugaveiklaður. Ég er allsekki að gera lítið úr vandræðum bæjarstjórans og fjölskyldu hans vegna þessa, þó ég segi þetta. Fremur ber að líta á þetta sem einskonar heimspekilega vangaveltu. Of mikil og áköf dýravernd getur komið illilega í bakið á okkur ef of langt er gengið. Við mennirnir þykjumst vera herrar sköpunarverksins og hver okkar sem er á samkvæmt því að geta tekið sér fullkomið vald yfir þeim dýrum sem á vegi okkar verða. Er það rétt og eðlilegt? Um það má efast. Þvílíku valdi hlýtur að fylgja ábyrgð. Berum við ekki ábyrgð á dýrunum, hvort sem þau eru villt eða ekki? Mér finnst það.
Þannig verða allar veiðar, sem ekki eru stundaðar af þörf, heimspekilega séð fordæmanlegar. Segja má að dráp á dýrum í sláturhúsum séu sprottnin af þörf okkar til að éta þau. Þörf getur líka verið á því að aflífa taugaveiklaðan kött. Ég er bara að tala um að við dæmum dýr ekki til dauða á mjög veikum eða heimskulegum forsendum. Læt ég svo þessum hugleiðingum lokið, þó vissulega mætti vel ræða þetta áfram og gott ef ég gerði það ekki einhverntíma einmitt á þessu bloggi mínu.
Einhver skrifaði á fésbókina nýlega að sér hugnaðist ekki að þeir kumpánarnir Kim-Jong-un og Donald Trump réðu því hvort yrði af kjarnorkustyrjöld eða ekki. Undir þetta er að sjálfsögðu hægt að taka. Munurinn á Norður-Kóreu og Bandaríkjunum er þó mikill. Annað ríkið er einræðisríki og þar eru mannréttindi fótum troðin. Auk þess að allt sem stjórnvöld (eða réttara sagt einræðisherrann) ákveða er sveipað leyndarhjúp og lokun. Þannig er þessu einmitt farið í Norður-Kóreu. Í Bandaríkjunum er aftur á móti næstum allt opið og frjálst. Byggt á lögum og réttvísi. Stundum (oft) finnst okkur Evrópubúum þó næsta mikillar íhaldssemi gæta í stjórnmálum þar. Mannréttindi eru samt í hávegum höfð þar í landi því er ekki hægt að neita.
Ég óttast lítið að til styrjaldar komi í þessum heimshluta þrátt fyrir allan hávaðann í kringum þessi tvö ríki. Ég trúi því einfaldlega ekki að áðurnefndir forystumenn séu svo skyni skroppnir að láta svo fara. Líklegra þykir mér að þetta sé einskonar framhald á kalda stríðinu svokallaða og bara sé verið að kanna hve langt er hægt að komast.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.