11.8.2017 | 08:28
2631 - Stríðsógnin
Kannski er stríðsógnin meiri núna en oft áður. Afstaða Trumps til þessara mála er svolítið barnaleg. Hvað er það sem Kim einræðisherra í Norður-Kóreu raunverulega vill? Held að hann vilji umfram allt halda völdum sínum og koma þjóðinni í kjarnorkuklúbbinn. Held að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn, eða stjórnendur þar, vilji einkum koma í veg fyrir útbreitt stríð og halda völdum sínum.
Auðvitað snýst þetta líka um hugmyndafræði. Viljum við opið eða lokað samféleg? Kannski snýst þetta ekki aðallega um kapítalisma og sósíalisma. Ef einhvern tíma tekst að komast í samband við viti gæddar verur annarsstaðar í alheiminum kemur alveg ný vídd í málið. Annars eru hnattræn stjórnmál svo flókin að mannlegur skilningur nær því ekki. Þó er hugsanlegt að skoðanir fólks stjórnist af sáraeinföldum sannindum. Það er bara að finna þau.
Charmaine, mamma hennar Tinnu, komst í fréttirnar um daginn í Stundinni. Ekki er samt við hæfi að ég tjái mig um þau mál hér. Atli frændi gerði það samt sem fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskólans hér og er ég honum þakklátur fyrir það. Almennt má segja um menntamál í víðum skilning að þau tengist á sinn hátt innflytjandamálum, flóttamannamálum, trúmálum og ýmsu fleiru sem mikið er deilt um hér að landi sem annars staðar. Vegna þess að hér er opið samfélag mundi okkur þó eflaust seint koma til hugar að drepa hvort annað vegna málefnaágreinings.
Ekki er annað að sjá en nýliðin verslunarmannahelgi hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Slys og nauðganir ekki verið fleiri en búast mátti við. Eflaust hefur samt rignt einhversstaðar, en ekki var orð á því gerandi a.m.k. hér um slóðir.
Spurning er hvort tunglið sé náttúrufyrirbrigði eða ekki, en um daginn var það blindfullt og talsvert áberandi. Norðurljósin tilheyra samt örugglega náttúrunni. Um það geta túrhestar af öllu tagi borið vitni. Man hvað mér þótti einkennilegt að sjá tunglið beint fyrir ofan mig og snúa þar að auki vitlaust einhverntíma þegar ég var staddur erlendis.
Blogginnleggin hjá mér eru sífellt að styttast. Kannski er það bara til góðs. Attention span fólks er líka að styttast, finnst mér. Sumir lesa bara fyrirsagnir og innganga. Kannski er það alveg nóg.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmi. Jamm. List hefur fjölbreytilegan tilgang og ótal margar birtingarhliðar.
Og hvaða hauspokaeinræði jarðarinnar ætli stjórni Trump og þeim Unga í Norður Kóreu? Norður Kórea er víst enn með Seðlabanka, sem hauspokaeinræðis mafía heimsins hefur ekki enn hertökustolið?
Kannski eitthvað fyrir fjölmiðla að velta fyrir sér, og upplýsa okkur jarðtengdu og forvitnu meira um?
Hafðu það annars sem best Sæmi, og takk fyrir þína skemmtilegu og áhugaverðu bloggpistla og pælingar:)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2017 kl. 19:43
Ég krefst þess Sæmundur, að þú lengir pistlana aftur! Hef ekki lesið einn einasta, sem ég hef ekki haft gagn og gaman af að lesa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem tunglið snýr ávallt öfugt.
Halldór Egill Guðnason, 12.8.2017 kl. 05:34
Anna, ég skil þig ekki almennilega, en geng útfrá því að þú sért m.a. að hrósa blogginu mínu. Takk, takk.
Sæmundur Bjarnason, 12.8.2017 kl. 09:24
Halldór. Ég kannast ágætlega við nafnið þitt og set þig einhverra hluta vegna ævinlega í samband við Snæfellsnes og Vegamót. Veit ekki af hverju. Þetta með tunglið er áhugavert. Þakka þér kærlega fyrir þetta comment.
Sæmundur Bjarnason, 12.8.2017 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.