2631 - Stríðsógnin

Kannski er stríðsógnin meiri núna en oft áður. Afstaða Trumps til þessara mála er svolítið barnaleg. Hvað er það sem Kim einræðisherra í Norður-Kóreu raunverulega vill? Held að hann vilji umfram allt halda völdum sínum og koma þjóðinni í kjarnorkuklúbbinn. Held að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn, eða stjórnendur þar, vilji einkum koma í veg fyrir útbreitt stríð og halda völdum sínum.

Auðvitað snýst þetta líka um hugmyndafræði. Viljum við opið eða lokað samféleg? Kannski snýst þetta ekki aðallega um kapítalisma og sósíalisma. Ef einhvern tíma tekst að komast í samband við viti gæddar verur annarsstaðar í alheiminum kemur alveg ný vídd í málið. Annars eru hnattræn stjórnmál svo flókin að mannlegur skilningur nær því ekki. Þó er hugsanlegt að skoðanir fólks stjórnist af sáraeinföldum sannindum. Það er bara að finna þau.

Charmaine, mamma hennar Tinnu, komst í fréttirnar um daginn í „Stundinni“. Ekki er samt við hæfi að ég tjái mig um þau mál hér. Atli frændi gerði það samt sem fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskólans hér og er ég honum þakklátur fyrir það. Almennt má segja um menntamál í víðum skilning að þau tengist á sinn hátt innflytjandamálum, flóttamannamálum, trúmálum og ýmsu fleiru sem mikið er deilt um hér að landi sem annars staðar. Vegna þess að hér er opið samfélag mundi okkur þó eflaust seint koma til hugar að drepa hvort annað vegna málefnaágreinings.

Ekki er annað að sjá en nýliðin verslunarmannahelgi hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Slys og nauðganir ekki verið fleiri en búast mátti við. Eflaust hefur samt rignt einhversstaðar, en ekki var orð á því gerandi a.m.k. hér um slóðir.

Spurning er hvort tunglið sé náttúrufyrirbrigði eða ekki, en um daginn var það blindfullt og talsvert áberandi. Norðurljósin tilheyra samt örugglega náttúrunni. Um það geta túrhestar af öllu tagi borið vitni. Man hvað mér þótti einkennilegt að sjá tunglið beint fyrir ofan mig og snúa þar að auki vitlaust einhverntíma þegar ég var staddur erlendis.

Blogginnleggin hjá mér eru sífellt að styttast. Kannski er það bara til góðs. „Attention span“ fólks er líka að styttast, finnst mér. Sumir lesa bara fyrirsagnir og innganga. Kannski er það alveg nóg.

IMG 1362Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæmi. Jamm. List hefur fjölbreytilegan tilgang og ótal margar birtingarhliðar.

Og hvaða hauspokaeinræði jarðarinnar ætli stjórni Trump og þeim Unga í Norður Kóreu? Norður Kórea er víst enn með Seðlabanka, sem hauspokaeinræðis mafía heimsins hefur ekki enn hertökustolið?

Kannski eitthvað fyrir fjölmiðla að velta fyrir sér, og upplýsa okkur jarðtengdu og forvitnu meira um?

Hafðu það annars sem best Sæmi, og takk fyrir þína skemmtilegu og áhugaverðu bloggpistla og pælingar:)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2017 kl. 19:43

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ég krefst þess Sæmundur, að þú lengir pistlana aftur! Hef ekki lesið einn einasta, sem ég hef ekki haft gagn og gaman af að lesa.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem tunglið snýr ávallt öfugt.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2017 kl. 05:34

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Anna, ég skil þig ekki almennilega, en geng útfrá því að þú sért m.a. að hrósa blogginu mínu. Takk, takk. 

Sæmundur Bjarnason, 12.8.2017 kl. 09:24

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Halldór. Ég kannast ágætlega við nafnið þitt og set þig einhverra hluta vegna ævinlega í samband við Snæfellsnes og Vegamót. Veit ekki af hverju. Þetta með tunglið er áhugavert. Þakka þér kærlega fyrir þetta comment.

Sæmundur Bjarnason, 12.8.2017 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband