7.8.2017 | 06:42
2630 - Zú
Eitthvert dularfyllsta mál sem um þessar mundir veltist í dómskerfinu er mál Zúistanna. Ekki ætla ég mér þá dul að kveða neinskonar dóm yfir því félagi eða þeim sem lagt hafa því lið. Ekki er gott að segja hver afdrif málsins verða, en augljóst er að afskipti ríkisins af trúmálum eru að verulegu leyti komin undir því. Trúmál valda jafnan deilum, sem í sumum tilfellum geta orðið hatrammar mjög. Á heimasíðu Zúista á Íslandi er fátt um dagsetningar. Úr daglegri umræðu virðast þeir líka hafa fallið á fésbókinni. Dagblöðin (réttara sagt Fréttablaðið) eru samt að byrja að sinna þessu. Sennilega er það næsta stóra málið. Þeir sem deilum unna laðast mjög að málum sem þessu. Ég er ekki þannig og þagna því per samstundis.
Heimsmálin og Verslunmannahelgarmálin virðast á réttri leið. Rússar hafa að vísu verið að tala við bæði Írani og Tyrki um Sýrlandsmálin, en það mega þeir helst ekki nema með leyfi frá USA og helst vilja þeir auðvitað vera memm. Það er að segja Bandaríkjamenn. Ekki er heldur víst að nauðgunum fjölgi að neinu ráði í Vestmannaeyjum um þessa verslunarmannahelgi. Lögregluyfirvöld þar passa vel að tala ekki af sér. Annars eru þetta óttaleg smámál miðað við ýmislegt annað.
Mæðradagur og feðradagur eru hátíðlegir haldnir víða í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Gott ef ekki á að reyna að troða þeim hátíðisdögum upp á okkur saklausa Íslendinga líka eins og ýmsu Costcolegu af öðru tagi. Þó eigum við bæði bóndadag og konudag, en þeir dagar eru dálítið gamaldags orðnir og þar að auki um hávetur. Kannski vita það fáir en hinn alþjóðlegi systradagur var í gær 6. ágúst. Frægasta systraparið um þessar mundir er auðvitað Pippa og Kate Middleton. Svo veit ég eiginlega ekki hve margar þær Kardashian-systur eru. Bræðradagur og systkinadagur veit ég ekki með vissu hvenær á að halda hátíðlega, en það hlýtur að vera einhverntíma.
Kannski ég fari bara á blogga á fésbókinni eins og sumir gera. Ef ég hefði verið spurður að því um það leyti sem minna íhaldssamir bloggarar en ég fluttu sig og sínar hugleiðingar frá Mogganum og eitthvert annað hefði ég sennilega sagt að Morgunblaðið mundi lifa lengur en fésbókarvitleysan. Nú er ég farinn að efast. Að vísu er fésbókin ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá ungu kynslóðinni og auðvitað er Trump Twitteróður svo kannski lognast fésbókin útaf í fyllingu tímans. Eins og Tíminn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sráði mig í Zuism vegna loforða um endurgreiðslu sem ég reyndar ætlaði síðan að gefa til góðs málefnis. Ég hef ekki hugsað mér að endurskoða þessa skráningu þó það gæti farið að " glæpasamtök" komist yfir " sóknargjöldin". Mér finnst þetta mál vera alfarið á ábyrgð ríkisins og kominn tími til að það hætti að innheimta sóknargjöld fyrir trúarsöfnuði. Fyrir mína hönd gæti ég alveg hugsað mér það fyrirkomulag að í stað þessarar skattheimtu gæti ég sýnt framá samsvarandi greiðslu til þess málefnis sem ég hef hug á að styrkja. En á meðan er skömmin ríkisins og þjóðkirkjunnar.
Jósef Smári Ásmundsson, 7.8.2017 kl. 11:22
Takk Jósef. Ég tók bara ekki eftir þessu fyrr en rétt áðan. Hugsa að margir fleiri hafi skráð sig í Zú-flokkin á svipuðum forsendum.
Sæmundur Bjarnason, 12.8.2017 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.