7.7.2017 | 10:31
2623 - Trump, Putin o.fl.
Mér finnst nú fésbókin vera farin að færa sig uppá skaftið. Hingað til hefur hún látið sér nægja að sýna manni minningar frá fyrri árum, en nú er það frá síðastliðnum mánuði. Ég kann bara ekki við þetta og fýla mín útí fésbókina fer heldur vaxandi við þetta. Annars er svolítið einkennilegt hvað mér er uppsigað við fésbókarfjárann. Samt get ég ekki án hennar verið. Tilkynningarnar þar eru alveg að bera mig ofurliði. Vitanlega er þetta sjálfskaparvíti, en ég get bara ekki að þessu gert. Sumir virðast ekki geta án þess verið að deila öllu mögulegu, hvort sem það eru minningar eða eitthvað annað. Venjulega tekst mér ekki að klára allar tilkynningarnar. Þær leiða mig bara eitthvert annað. Og aldrei minnist ég þess að hafa skrunað alla leið og lesið allt sem fésbókin, eða fólkið þar, býður uppá. Les jafnvel netblöðir ekki nema stundum. Ef eitthvað er nógu krassandi þá má reikna með að margir deili því og svo les ég yfirleitt Fréttablaðið og horfi á fréttirnar í sjónvarpinu.
Þessa dagana er ég að lesa ansi merkilega bók. Hún heitir Stofuhiti og er eftir Berg Ebba. Hann kemst oft skemmilega að orði. Þetta er t.d. úr bókinni: Alvöru dauði er svo hræðilega hversdagslegur. Það spýtist ekkert blóð, jafnvel þó að fólk sé skotið með hríðskotabyssum. Fólk lyppast bara niður, eins og áhugaleikarar með vonda kjarasamninga. Það hreyfir við manni, en ekki á sama hátt og stílfærða útgáfan.
Þetta með vondu kjarasamingana er alveg óborganlegt. Sjálfur minnist ég þess að þegar hestur var skotinn beint í ennið þá hrundi hann niður á sekúndubroti og það spýttist ekkert blóð. Þá var ég sennilega á milli tektar og tvítugs og ég man að þetta kom mér mjög á óvart. Við krakkarnir vildum líka fyrir hvern mun sjá þegar rollurnar voru skotnar í sláturtíðinni, en máttum það allsekki. Annars er þetta tabú á dauðanum hér á Vesturlöndum alveg stórmerkilegt. Fátt er hversdagslegra og þetta á fyrir okkur öllum að liggja.
Á sínum tíma (1986) hittust þeir Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev í Reykjavík. Sá fundur er af sumum talinn upphaf endaloka kalda stríðsins. Þessvegna m.a. er fundar þeirra Trumps og Putins í Hamborg beðið með nokkurri eftirvæntingu af mörgum. Sumt bendir til þess að þeir gætu átt skap saman, en sumt bendir í aðra átt. Aðstaða Putins er að mörgu leyti betri. Samband hans við pressuna í heimalandinu er a.m.k. betra. Svipað má segja um njósnastofnanir landanna. Kannski er kuldinn í þeirra samskiptum að komast á það stig að nýtt kalt stríð sé í vændum. Varla kemur þeim saman um Ukrainu, Sýrland, Kóreu og Kína. Japan og flest ríki í Evrópusambandinu virðast hafa horn í síðu Trumps. Sama má reyndar segja um flest NATO-ríki nema helst Pólland. Kanada er kannski mótfallið Trump en verður þó að gæta sín ákaflega vel.
Kettlingurinn Guðbrandur Logi Högnason er kominn í heimsókn enn og aftur. Gott ef hann er ekki bara farinn að kunna sæmilega við sig hérna. A.m.k. veit hann vel hvar maturinn og sandkassinn eru.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.