2621 - Allir væla

Ferðamannaþjónustan og útgerðin væla nú sem aldrei fyrr og vilja fyrir hvern mun fá gengisfellingu. Ýmsum ráðum er hægt að beita til að fella gengið þó ekki verði það eins og í gamla daga þegar ríkisstjórnin tilkynnti bara einfaldlega að gengið hefði verið fellt um 10 til 20 prósent eða meira eftir að búið var að láta alla flokksgæðingana vita að þetta stæði til. Þetta gerist víst öðruvísi núna. Í orði kveðnu er gengið nefnilega frjálst og það er markaðurinn sem ræður þessu. Stjórnvöld tregðast við að hlýða þeim sem öllu vilja ráða og grátur ferðaþjónustunnar er að verða ansi hávær. Framámenn þar þykjast sjá framá að ferðamönnum fækki mjög vegna sterkrar krónu og að gróðinn verði ekki eins mikill í framtíðinni einsog verið hefur undanfarið. Þeir sem hamast hafa við að byggja hótel gætu jafnvel tapað.

Setti blogg upp í nótt þegar ég var andvaka klukkan að verða tvö. Fer nefnilega oftast að sofa um ellefuleytið. Ég er orðinn svo gamall. Las þetta blessaða blogg yfir og sá mér til skelfingar og léttis að ég hafði ekki minnst á Tromparann sjálfan í blogginu þó hann hamist við að láta á sér bera. Nú er hann kominn í alvöru stríð við Pressuna og gæti vel tapað því. Bandaríkjamenn bera samt talsverða virðingu fyrir forseta sínum og hann gæti alveg unnið þó óvinsæll sé. Hann ber aftur á móti takmarkaða virðingu sjálfur fyrir embættinu og hagar sér oft eins og óknyttaunglingur.

Fróðlegt verður að sjá hvernig stríðið milli Katar og nágrannaríkjanna endar. Bandaríkjamenn vita ekki í hvern fótinn þeir eiga að stíga. Trump virðist þó hafa stigið í Saudi-Arabíu fótinn, en með því gefur hann Tyrklandi, sem er annað einveldisstórveldi á svæðinu langt nef. Í Egyptalandi sigraði Bræðralag múslima í nánast frjálsum kosningum fyrir nokkrum árum en hershöfðinginn Sísí fríkaði út og rændi völdum þar og styður nú Saudi-Arabíu í fordæmingu á Katar. Annars eru milliríkjastjórnmál svo flókin á þessu svæði að erfitt er að átta sig á nokkru. Samanber stríðið í Sýrlandi þar sem allir virðast berjast við alla. Kalífadæmið er samt sennilega fyrir bí. Kúrdafóturinn á Trump bandaríkjaforseta er sennilega lamaður.

Hingað kom áðan pípari því hitakerfið var í messi og þar að auki var blöndunartækið á eldhúsvaskinum laust. Eigum eftir að sjá hvernig hitakerfið artar sig. Annars er veðrið bara ágætt hérna núna, einkum þó ef sólin lætur sjá sig.

Skátar – verum kátar. Mér finnst þetta orð vera karlkyns, en kannski er það að verða kvenkyns. Kyn orða eru oft ansi merkileg. Minnist þess að ég hló á sínum tíma mikið að því að þýska orðið Madschen (með tveimur punktum yfir a-inu þó), sem ég held að þýði stúlka skuli vera hvorugkyns. Slík sérkennilegheit er samt örugglega að finna í íslenskunni líka. Vil helst ekki muna eftir neinu slíku.

Einu sinni í fyrndinni (eftir 1997 þó) setti ég á vefsvæði Netútgáfunnar upplýsingar um tekjur ýmissa Íslendinga og raðaði þeim eftir kúnstarinnar reglum með aðstoð Excel eða Multiplans. Mér er engin launung á því núna að þær voru frá blaðinu FRJÁLS VERZLUN komnar. Ritstjóri þess blað held ég að þá hafi verið Benedikt sá Jóhannesson sem fjármálaráðherra er núna og hann hringdi í mig og hafði svo mjög í hótunum við mig að ég þorði ekki annað en að taka tekju-upplýsingar þessar niður. Hann átti þær nefnilega að mér skildist.

IMG 1520Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Das Mädchen, das Fräulein, das Weib. Hinsvegar die Frau, die Hexe, die Alte, die Hure und so weiter.

Haukur Kristinsson 3.7.2017 kl. 23:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja hérna Sæmundur minn.

Það er ekki alltaf allt sem sýnist hér á hnettinum bláa. Nánar tiltekið á eyjunni spillingarbláu: Íslandi.

Það virðist vera orðið alveg ómögulegt að skilja hvernig allskonar ólíku pólitísku kaupin gerast raunverulega á Íslensku eyrinni?

Costco er með hundleiðinlega og freka breska verkstjóra í dyragættinni á nýjasta einokunar-heimsveldis-yfirvaldinu á Íslandi? Sem kann ekki íslensku en bannar íslendingum að labba í gegnum búðina Costco á Íslandi, án þess að afhenda bæði kennitölu og skilríkismynd inná bíósalinn "Bandaríska" með Bretastjórayfirvaldi?

Það er eitthvað í gangi hér, sem ég veit ekki ennþá hverju nafni það furðuverslunardæmi ætti að nefna, á hreinni Íslensku.

Frekur betastjóri í dyragættinni á framtíðareinokunar verslunarfyrirtæki á Íslandi fær falleinkunn hjá mér.

Vegna þess að hann kann ekki stakt orð í Íslensku, og meinar íslendingum aðgang að því að skoða verslunar-"góðgerðarsamtakanna"-herlegheitin, án þess að skrá sig sem félaga og borga félagsgjald!

Hver ræður því hvenær félagsgjaldið að Costco hækkar, og hvað mun félagsgjaldið hækka mikið þegar það hækkar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2017 kl. 21:56

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæmundur. Gleymdi að segja að síðast en ekki síst eru: ferða-sjávarútvegs-skattafrímúruðu og lögmanna/dómara-vörðu skattaskjólin á svokölluðum jómfrúareyjum Costco-beltayfirveldis, tæplega umræðuhæf!

Vegna þess hversu vandræðalega skattaráns afhjúpandi slík umræða yrði í raunveruleikans staðreyndanna nútímanum, hér á Íslandinu helstjórnsýslu-spillta.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2017 kl. 22:54

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir þetta, bæði tvö. Var fyrst að sjá þetta núna. Er Moggabloggið virkilega að verða eins tilviljanakennt og fésbókin??

Sæmundur Bjarnason, 7.7.2017 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband