22.3.2017 | 14:27
2593 - Æxlisbærinn Akranes
Eftir langa yfirlegu hef ég komist að því hvað það er sem hrjáir okkar vestrænu samfélög. Hvorki meira né minna. Ég er eiginlega búinn að leysa lífsgátuna. Eða svona næstum því. Maturinn sem við borðum er nefnilega alltof góður. Allt snýst um mat. Sennilega er þetta matgæðingum um allan heim að kenna. Sumir geta ekkert að sér gert, en borða næstum allt sem að kjafti kemur. Og auðvitað borða þeir meira ef maturinn er góður. Offita (sem stundum er nefnd lífsstílssjúkdómur) er alvarlegasta mein samtímast. A.m.k. hér á Vesturlöndum. Þessvegna er það sem aðrir vilja komast hingað þar sem maturinn er bæði ódýr og góður. Flóttamannavandamálið er nefnilega angi af þessu máli. Vitanlega viljum við vestræningjar (sko fjögur vöff í röð) ekki fá aðra með okkur að veisluborðinu. Þá má búast við því að við fáum minna.
Grimmdin í góða fólkinu á fésbók ríður ekki við einteyming. Nýlega ætlaði þingkonan Nichole Leigh Mosty að gera sig gildandi þar um slóðir, en var snimmhendis tekin alvarlega í karphúsið og hrökklaðist til baka. Bæði var það að hún var í vitlausum flokki. Vinstri-grænir þykjast nefnilega eiga bæði fésbókina og ríkisútvarpið eins og allir vita. Henni varð það líka á að gagnrýna bæði ríkisútvarpið og Mikael Torfason, sem er eiginlega alveg ófyrirgefanlegt í vissum kreðsum og þar að auki skrifaði hún ekki nærri nógu góða íslensku. Satt að segja alveg hræðilega. Stelpugreyið var eiginlega nánast tekin af lífi bæði af góða fólkinu á fésbók og af virkum í athugasemdum á Stundinni svokölluðu, sem birti eins og ekkert væri sjálfsagðara upphaflega innleggið frá henni.
Á heimsvísu er víst hægt að búast við 71,4 ára aldri núna samkvæmt einhverri alþjóðlegri stofnun eða einhverju þessháttar. Þróunarríkin eru líklega að bæta mestu við sig í þessum útreikningi, en lönd eins og Sýrland sennilega minnstu. Sjálfur er ég víst kominn yfir þetta og er þannig séð á einskonar lánstíma. Sjálfsagt er Ísland frekar ofarlega á þessum lista eins og öllum öðrum.
Get ekki annað en hlegið. Ég ólst upp í Hveragerði innan um allar baneitruðu hveragufurnar og ætti samkvæmt því að vera löngu dauður. Nú er ég semsagt búsettur í æxlisbænum Akranesi og hef ekki einu sinni verið krabbameinsgreindur. Kannski er ég bara greindur. Mér finnst stundum að sjúkdómafólkið sjáist ekki fyrir. Kannski er þetta með krabbameinið sem leikur lausum hala á Akranesi nýtilkomið en satt að segja er það ekkert betra fyrir það.
Undarlegt með poppið. Tónlistarsérfræðingarnir þreytast ekki á að dásama það. Útvarpsblesarnir lesa upp það sem stendur á plötuumslaginu og þykjast voða gáfaðir. Virðast halda að popptónlistin sé það merkilegasta sem fundið hefur verið upp síðustu 500 árin eða svo. Ekki er ég þessarar skoðunar. Mér finnst þessi tegund tónlistar með því ómerkilegasta sem ég heyri. Þá er nú þögnin betri.
Eiginlega hefði mér verið nær að flýta mér ekki svona áðan. Nú er eiginlega kominn tími til að setja upp blogg aftur. Miðað við lengdina a.m.k.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
Þú hittir naglann á höfuðið með athugasemd
þinni um Æxlisbæinn!
Ofgreiningar verða æ tíðari og má nefna
t.d. krabbamein í löðruhálskirtli þar sem í ljós er
leitt að í 75% tilfella geta menn lifað lífi þar sem
þeir hvorki finna til óþæginda eða vita af meininu;
upplýsingarnar um æxlið reyndust ekki aðeins óþarfar
heldur til óþurftar.
Sá timi er upprunninn, Sæmundur, að við verðum að
vera vakandi og hafa gát á okkur sjálfum fyrir allri
þeirri græðgisvæðingu sem ríkir í þessu samfélagi.
Ofgreiningar eru böl hreint og klárt, - í flestum tilfellum
sér líkaminn um þetta sjálfur og því eru rannsóknir af þessu
tagi og endalausar auglýsingar um að menn taki próf og
reki nagla uppí rassgatið á sér að engu hafandi.
Menn eiga að hafa vit á því að taka ekki þátt í einhverri
vitleysu af þessu tagi. Höldum vöku okkar!
Húsari. 22.3.2017 kl. 17:32
... blöðruhálskirtli
Húsari. 22.3.2017 kl. 17:36
Mér datt nú reyndar í hug í sambandi við meiri tíðni mergæxla á Akranesi en víða annarsstaðar (meðaltalið blessaða) hvort ekki ætti að kíkja á neysluvatnið í þessu samhengi. Man ekki í augnablikinu hvenær var farið að geisla neysluvatn á Akranesi, en það er ekkert svo óskaplega langt síðan. Auðvitað þarf líka að hafa auga með stóriðjunni, en hvað vesalings sementsfabrikkuna varðar þá er nú orðið nokkuð langt síðan hún var starfrækt, svo vafasamt er að hengja þetta um háls hennar.
Ellismellur 22.3.2017 kl. 21:20
Takk, Húsari. Ég skildi nú alveg hvað þú átrir við. Já, það er þetta með sjúkdómavæðinguna. Þar er að mörgu að hyggja.
Sæmundur Bjarnason, 22.3.2017 kl. 23:05
Ellismellur, já ég man alveg eftir því að einu sinni (löngu áður en ég flutti hingað) var umtalað að vatnið hérna væri ekki sem heilsusamlegast.
Mig er líka farið að lengja eftir því að sementsverksmiðjuhúsin víki.
Sæmundur Bjarnason, 22.3.2017 kl. 23:09
Mér finnst það frábært að þú skulir hafa náð að leysa lífsgátuna fyrir andlátið. Það tekst fæstum. Og lausnin, að borða verri mat - maður hugsar bara: hvers vegna hafði mér ekki dottið þetta í hug sjálfum.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2017 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.