2592 - Nafn á einhverjum. Það gefst vel

Sumir þingmenn lesa upp langar greinargerðir eða ræður úr ræðustól alþingis og ég býst við að það sé samviskusamlega tekið upp á segulband eða bönd og svo skrifað upp af þartilgerðum riturum sem ómögulegt er að hafa aðgerðarlausa. Ef þetta er ekki atvinnubótavinna þá hef ég ekki hugmynd um hvað það hugtak þýðir. Þrátt fyrir öll þau leiðindi sem algengust eru í þingsal held ég að þingmenn sofni sjaldan í sæti sínu. Til þess hafa þeir sérstakar skrifstofur og svo geta þeir alltaf farið heim og lagt sig. Annars eru þeir ekkert öfundsverðir af hlutskipti sínu. Þeir ættu að bera ábyrgð á því sem þeir gera eða gera ekki. Gera það aftur á móti sjaldnast. Eru flestir annaðhvort í stjórnarliðinu eða hinu og haga sér samkvæmt því. Einstöku sinnum fá þeir að kjósa samkvæmt samvisku sinni. Og þá fer illa.

Trump núverandi Bandaríkjaforseti hafði hátt um það í kosningabaráttunni að hann ætlaði að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton. Hversvegna þorir hann ekki að láta verða af því? Ýmislegt ætlaði hann að gera. Sumu af því hefur hann komið til framkvæmda. Hann kvartar reyndar undan því að flókið sé að afnema Obamacare. Sumt af því sem hann sagðist vilja gera rímaði ágætlega við stefnu Repúblicanaflokksins en ekki nærri allt. Það gæti hæglega orðið honum að falli síðar meir, að hafa ekki flokkinn óskiptan á bakvið sig.

Er Trump alveg trompaður? Þetta stríð hans um ferðabannið er að verða svolítið einkennilegt. Nú er hann búinn að banna fartölvum að ferðast í farþegarýminu hjá ákveðnum flugfélögum. Einhvern vegin er sprengjuhættan ekki nógu sannfærandi skýring því fartölvurnar mega ferðast í farangursrýmunum hefur mér skilist. Einhver af þessum grunuðu flugfélögum eru álitin stunda óhóflegar niðurgreiðslur svo hugsanlega er þetta bann í rauninni efnahagslegt.

Ja, hver Skollinn. Alltaf eru bloggin hjá mér að styttast. Þetta er ekki neitt orðið. Best ég hætti þessu bara. A.m.k. að rembast við að blogga daglega.

IMG 1744Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband