2574 - Um sjómannaverkfallið og ýmislegt fleira

Dægurlagalega séð (en þar er ég sérdeilis ófróður) virðist mér mikið í tísku núna að taka texta gamalla og góðra dægurlaga. Poppa svolítið útsetningu lagsins  og breyta því. Syngja síðan textann með afkáralegum áherslum. Kannski er ég bara svona gamall að ég kann ekki að meta þetta. Annars er það ágætt að ungdómurinn nútildags fái að kynnast þessum textum því þeir eru margir ágætir. Lögin finnst mér aftur á móti öll vera eins. Önnur stefna er sú (sennilega er það kallað rapp) að fara svo hratt með texta (sem stundum er greinilega argasta bull) að hann skiljist áreiðanlega ekki.

Fæðubótaefni hverskonar eru mikið í tísku núna. Auðvitað er það mikilvægt að fá fólk til að skiljast við peningana sína. Ef eitthvað gagn á að vera í slíkri fæðu þarf hún helst að vera rándýr. Sumt af þessum nauðsynlegu fæðubótarefnum er áreiðanlega ónauðsynlegt með öllu. En hvernig á fjandanum á að komast að því. Best er sennilega að láta þetta alveg í friði.

Matarsóun er einnig mjög í tísku og sömuleiðis kynferðislegt ofbeldi. Mér finnst fréttir allar snúast um þetta. Kannski er einstöku sinnum minnst á Trump. Ef þetta þrennt hyrfi væri hreinlega ekkert í fréttum.

Mér finnst á það skorta að fasteignasölur auglýsi útsölur. Vitanlega vilja þær að viðskiptavinirnir verði ánægðir, en er ekki verið að gera því skóna að bara sé verslað á útsölum. Væri ekki bara best að kalla allar verslanir útsölur? Þá færu sennilega allir að auglýsa lagerhreinsanir og verksmiðjusölur. Hverig væri að bíða bara eftir Costco?

Orðanotkun tekur oft mið að því sem tíðkast. Einu sinni var mér sagt að þessvegna ætti að vera z í tísku, en nú er búið að afnema hana svo það er ekki hægt.  Einu sinni var bannað að minnast á dans í útvarpinu og þá fóru hljómsveitirnar allt í einu að spila.

Spurning spurninganna er: (pólitískt séð) Að hve miklu leyti og á hvaða sviðum á ríkið að beita sér? Að sjómenn (eða aðrir hópar) geti (með stuðningi vinnuveitenda sinna) krafist þess að ríkið geri þetta eða hitt er að mínum dómi alveg fráleitt. Ríkisstjórnin vill samt fyrir hvern mun halda í sína ráðherrastóla og styggja sem fæsta. Þetta er mín skoðun í sem allra stystu máli á núverandi verkfalli. Ef útgerðarmenn vilja fyrir hvern mun að verkfallið haldi áfram þá ætti það að vera sársaukalaust af sjómanna hálfu.

IMG 2140Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband