2573 - Talibaninn í Hvíta húsinu

Kannski er fyrirsögnin í ţađ grófasta hjá mér. Ţví er samt ekki ađ neita ađ kjör Trumps sem forseta Bandaríkjanna mćlist óvenju illa fyrir. Auđvitađ eru ţađ ađallega demókratar og meirhluti Pressunnar sem standa fyrir ţessu. Samt er ţađ svo ađ ýmsum finnst samband hans viđ Rússa talsvert skrítiđ. Tveir kosningastjórar hans voru látnir hćtta m.a. vegna hugsanlegra tengsla viđ Rússland og Ukraínu. Nú hefur helsti ţjóđaröryggisráđgjafi hans veriđ látinn fara af svipuđum ástćđum. Hvađ innanlandsafskipti snertir er forsetinn langt í frá einráđur. Alţjóđleg samskipti eru samt meira og minna á hans könnu. Og ţar er ţađ sem mestur óttinn viđ hann á sér stađ. Ef einrćđisherrann í austri á (svona óbeinlínis) líka ađ ráđa yfir Bandaríkjunum má búast viđ hverju sem er.

Mér finnst ađ báđir ađilar í sjómannadeilunni reyni ađ kasta ryki í augu almennings. Ţetta ćtti alls ekki ađ skipta máli og gróđi útgerđarrisanna hefur veriđ ţađ mikill ađ undanförnu ađ ţá ćtti allsekki ađ muna um ţetta. Mér finnst alveg ófćrt ađ hvađa hópar sem er geti hrópađ á ríkiđ og ćtlast til ađ ţađ hlaupi undir bagga. Fjárkröfurnar á ţađ eru ţegar ansi miklar. Landspítalinn ćtti ađ hafa forgang.

Sá á fésbókinni í gćrkvöldi á síđu sem kölluđ er „gamlar ljósmyndir“ mynd sem ég hef áreiđanlega tekiđ. Ég er svosem ekkert ađ amast viđ ţví, en finnst ađ ţađ geti veriđ spursmál ađ birta á ţennan hátt myndir af fólki. Allt fólk er nefnilega einstakt. Ţó manni finnist myndin ágćt (og jafnvel fleirum) ţá er ekki víst ađ fyrirmyndin sé sama sinnis. Ţetta var mynd sem tekin var í Lćkjargötunni af konunni minni og tveimur systkinum hennar. Allt orkar tvímćlis sem gert er.

Mikiđ er rifist útaf Guđbergi Bergssyni núna. Heyrđi svosem ekki viđtaliđ sem allir eru ađ tala um enda er fjölmiđlaneysla mín ađ minnka mikiđ. Man samt vel eftir ţví ađ ég las „Tómas Jónsson, metsölubók“ á sínum tíma og ţótti hún afar vel skrifuđ. Ţađ er samt rétt sem sumir segja ađ hún olli engri byltingu. Kannski hefur Guđbergur sjálfur búist viđ ţví. Hugsanlega er hann svona bitur ţessvegna.

Veđriđ heldur áfram ađ vera mjög gott. Sé ţađ rétt ađ veđrakerfi heimsins geti breyst mjög hratt ef hnatthlýnunin verđur mikil er kannski alveg eins mikil hćtta sem af ţví getur stafađ einsog af kjarnorkustríđi. Allskyns dystópía og postapochalypse-bćkur eru í hvađ mestu uppáhaldi hjá mér um ţessar mundir. Leiđast krimmarnir. Finnst íslenskir höfunar samt varla skrifa annađ.

Eiginlega öfunda ég ţá sem eru sannfćrđir um ađ hafa alltaf rétt fyrir sér pólitískt séđ. Á margan hátt er auđveldara ađ efast aldrei um neitt á ţví sviđi. Tökum t.d. Trump. Ég get alveg skiliđ ađ ţađ henti bandaríkjamönnum ákaflega vel ađ hafa hann. Sérstaklega vegna andstöđu hans viđ Washington og stjórnkerfiđ bandaríska í heild. Dađur hans viđ Rússa er samt á margan hátt illskiljanlegt. Umheimurinn allur á ţó líklega eftir ađ líđa fyrir rugliđ og einangrunarstefnuna hjá honum. En Demókratar koma líklega til međ ađ eiga í vandrćđum međ ađ koma honum frá. Auđvitađ eru ţeir repúblikanar sem hafa gengiđ kerfinu á hönd óánćgđir međ margt sem hann gerir. Hann segir nefnilega allt sem honum dettur í hug og á stuđning sinna fylgismanna nokkuđ vísan. Bandaríkjamenn dást alltaf mikiđ ađ ţeim sem ţeir álíta ofurríka en Evrópumenn tortryggja ţá jafnan.

IMG 2177Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkin eru búin ađ vera. Zionistar eru bűnir ađ blóđmjólka ţá. Ţeir eru búnir ađ senda stóran hluta af iđnađi sínum erlendis og á međan hafa flóđgáttir  innflytjenda streymt inn í landiđ. Borgarastyrjöld er ađeins tímaspursmál. 

Benni 17.2.2017 kl. 17:48

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ekki sammála ţér í ţessu. Bandaríkjamenn og einkum bandaríkjastjórn haga sér ađ vísu allt öđru vísi en önnur ríki. Hernađarlega og á margan annan hátt eru ţau samt forysuríki Vestrćnnar menningar. 

Sćmundur Bjarnason, 18.2.2017 kl. 08:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband