2568 - Trumpfjandinn

Það dugir ekki að skrifa nafnið sitt á blað með tilþrifum og með fjölda fólks standandi í kringum sig og segja: „Sjáið hvernig ég breyti heiminum“. Tromparinn á eftir að komast að því að forseti Bandaríkjanna getur ekki bara gefið ordrur í allar áttir eins og Bör Börsson, því völd hans eru talsvert takmörkuð. T.d. þarf hann samþykki bandaríkjaþings til að reisa múrinn sinn, því hann kostar peninga og þingið heldur fast um pyngjuna. Hann getur að vísu gert ógilda ýmsa milliríkjasamninga, en hann getur ekki ákveðið uppá sitt eindæmi að setja tolla uppá 20 % eða meira á hinar og þessar vörur frá hinum og þessum stöðum.

Kannski getur hann samt bannað fólki að koma til Bandaríkjanna. Helsta vörn Trumps virðist mér vera að hann þykist „ekkert mikið verri en Obama“. Svolítið sannleikskorn er í því. Það eru furðu margir Bandaríkjamenn sem hugsa líkt og Trump. Þ.e.a.s. ef þeir hugsa um stjórnmál yfirleitt. Obama var enginn engill. Mér virðist að margir gleymi því. Í það heila tekið virðist margt vera líkt og á fyrirstríðsárunum. Líklega er millistríðsárunum og hinum glöðu og skemmtilegu „twenties“ lokið. Sú kynslóð sem nú ræður öllu man ekki persónulega eftir hörmungum stríðsáranna. Stríð þau sem nú er verið að undirbúa verða verulega frábrugðin fyrri stríðum.

Margt er mannanna bölið og misjafnt drukkið ölið var einu sinni sagt. Heimsósómaljóð eru ekki lengur gerð þó ósóminn sé mikill. Margir bandaríkjamenn áttu á sínum tíma erfitt með að greina á milli Osama og Obama. Störf þeirra voru samt ekki mjög lík.

Er ekki alveg viss um að þetta hafi nokkurntíma komist að á blogginu mínu. Þó kann það að vera. Aldrei hef ég safnað saman vísum eftir mig. Hefði þó kannski átt að gera það. Einstöku sinnum tekst mér að gera sæmilegar vísur.

Á sunnudagsmorguninn einmitt um það leyti sem öskufallið var að stríða mönnum sem mest í nágrenni Vatnajökuls fór ég í gönguferð útá Kársnes. Þar var veðrið sérlega gott. Um það orti ég tvær vísur:

Í vaxandi mæli ef veðrið er gott
þá vel ég að sitja á bekkjum.
Gráðið á voginum Fossvogs er flott
og fegurðin losnar úr hlekkjum.

Blærinn er svalur og birtan er góð,
brunandi hjólin þau syngja.
Veturinn farinn og vorið í móð,
en veraldaráhyggjur þyngja.

IMG 0976   CopyEinhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"The past few days when I've been at that window upstairs, I've thought a bit of the 'shining city upon a hill.' The phrase comes from John Winthrop, who wrote it to describe the America he imagined. What he imagined was important because he was an early Pilgrim, an early freedom man. He journeyed here on what today we'd call a little wooden boat; and like the other Pilgrims, he was looking for a home that would be free. I've spoken of the shining city all my political life, but I don't know if I ever quite communicated what I saw when I said it. But in my mind it was a tall, proud city built on rocks stronger than oceans, windswept, God-blessed, and teeming with people of all kinds living in harmony and peace; a city with free ports that hummed with commerce and creativity. And if there had to be city walls, the walls had doors and the doors were open to anyone with the will and the heart to get here. That's how I saw it, and see it still."

Úr kveðjuræðu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2017 kl. 23:53

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég segi nú bara pass. Held samt að aðgerðir Obamas hafi ekki að öllu leyti verið sambærilegar við gerðir Trumps núna. En Trump hefur einmitt sagt að hann sé eiginlega ekkert verri en Obama. Að það séu aðrir timar núna en voru 2011 er líka óumdeilanlegt. Það gerir aðgerðir Trumps heldur ekki hótinu betri þó aðrir hafi einhverntíma verið jafnvitlausir og hann. 

Sæmundur Bjarnason, 2.2.2017 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband